„Ekki sanngjarnt að KA/Þór sitji uppi með fjárhagslegan skaða“ Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2021 15:46 KA/Þór er á toppi Olís-deildar kvenna og á möguleika á að verða deildarmeistari í fyrsta sinn. vísir/hulda KA/Þór ætti ekki að þurfa að sitja uppi með aukinn kostnað vegna ferðalags í endurtekinn leik við Stjörnuna, segir Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ. Lokaumferðirnar í Olís-deild kvenna fara ekki fram fyrr en botn fæst í málið. Áfrýjunardómstóll HSÍ birti í gær dóm þess efnis að endurtaka þyrfti leik Stjörnunnar og KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handbolta. Stjarnan kærði 27-26 sigur KA/Þórs eftir að í ljós kom að aukamarki hafði verið bætt við hjá KA/Þór í fyrri hálfleik. Mistökin urðu á ritaraborði þar sem störfuðu sjálfboðaliðar á vegum Stjörnunnar, þar sem leikurinn var í Garðabæ, og dómarar leiksins gerðu sér ekki grein fyrir mistökunum. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, sagði við Vísi í gær að Akureyringar könnuðu nú hvort hægt yrði að fara með málið fyrir áfrýjunardómstól ÍSÍ eða jafnvel almenna dómstóla. Sævar sagði ferðakostnaðinn við að fara aftur í Garðabæ nema á bilinu 200-300 þúsundum króna, og að meðtöldum lögfræðikostnaði kæmi málið til með að kosta KA/Þór á bilinu 800 þúsund til einnar milljónar króna hið minnsta. Róbert segir HSÍ vilja koma til móts við KA/Þór varðandi ferðakostnaðinn þó að ekkert sé kveðið á um slíkt í dómi áfrýjunardómstóls. „Já, vissulega. Það er eitthvað sem að er í skoðun og við ræðum um við KA/Þór. Það verður vonandi leyst,“ sagði Róbert við Vísi í dag. „Dómurinn sem slíkur stendur, frá sjálfstæðum dómstóli HSÍ, og ég ætla ekki að hafa neina skoðun á honum sem slíkum. En að mínu mati er ekki sanngjarnt að KA/Þór sitji uppi með fjárhagslegan skaða þar sem að félagið bar enga ábyrgð í þessu máli.“ Mótið ekki klárað fyrr en botn fæst í málið Ef KA/Þór fer með málið lengra er óvíst hvenær úrslit leiksins verða endanlega staðfest, eða leikurinn endurtekinn. Tvær umferðir eru eftir af Olís-deild kvenna og eiga þær að fara fram 1. og 8. maí. „Það er þá bara eitthvað sem að við tökum upp og skoðum þegar á reynir. Áfrýjunardómstóll HSÍ er endanlegt dómsvald innan handknattleikshreyfingarinnar og niðurstaða hans er komin,“ sagði Róbert. En verða síðustu tvær umferðirnar spilaðar 1. og 8. maí ef „draugamarksleikurinn“ stendur enn út af borðinu? „Ég á erfitt með að sjá það að við klárum mótið öðruvísi en að við fáum fyrst botn í þennan leik.“ Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Stjarnan Tengdar fréttir Stjarnan svarar fyrir sig: Sigur fyrir handboltann Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu og segir dóm áfrýjunardómstóls HSÍ, um að leikur liðsins við KA/Þór skuli endurtekinn, vera sigur fyrir handboltaíþróttina. 15. apríl 2021 14:49 Íþróttinni ekki til heilla og aðför að landsbyggðinni „Takk fyrir þetta Stjarnan og HSÍ. Þetta er og verður handboltaíþróttinni ekki til heilla,“ segir í yfirlýsingu frá KA/Þór eftir að áfrýjunardómstóll HSÍ komst að þeirri niðurstöðu að endurtaka ætti leik liðsins við Stjörnuna. 15. apríl 2021 14:35 Draugamarksleikurinn verður endurtekinn Leikur Stjörnunnar og KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handbolta verður endurtekinn. Endurskipaður áfrýjunardómstóll staðfesti fyrri dóm dómstólsins. 15. apríl 2021 12:00 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Sjá meira
Áfrýjunardómstóll HSÍ birti í gær dóm þess efnis að endurtaka þyrfti leik Stjörnunnar og KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handbolta. Stjarnan kærði 27-26 sigur KA/Þórs eftir að í ljós kom að aukamarki hafði verið bætt við hjá KA/Þór í fyrri hálfleik. Mistökin urðu á ritaraborði þar sem störfuðu sjálfboðaliðar á vegum Stjörnunnar, þar sem leikurinn var í Garðabæ, og dómarar leiksins gerðu sér ekki grein fyrir mistökunum. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, sagði við Vísi í gær að Akureyringar könnuðu nú hvort hægt yrði að fara með málið fyrir áfrýjunardómstól ÍSÍ eða jafnvel almenna dómstóla. Sævar sagði ferðakostnaðinn við að fara aftur í Garðabæ nema á bilinu 200-300 þúsundum króna, og að meðtöldum lögfræðikostnaði kæmi málið til með að kosta KA/Þór á bilinu 800 þúsund til einnar milljónar króna hið minnsta. Róbert segir HSÍ vilja koma til móts við KA/Þór varðandi ferðakostnaðinn þó að ekkert sé kveðið á um slíkt í dómi áfrýjunardómstóls. „Já, vissulega. Það er eitthvað sem að er í skoðun og við ræðum um við KA/Þór. Það verður vonandi leyst,“ sagði Róbert við Vísi í dag. „Dómurinn sem slíkur stendur, frá sjálfstæðum dómstóli HSÍ, og ég ætla ekki að hafa neina skoðun á honum sem slíkum. En að mínu mati er ekki sanngjarnt að KA/Þór sitji uppi með fjárhagslegan skaða þar sem að félagið bar enga ábyrgð í þessu máli.“ Mótið ekki klárað fyrr en botn fæst í málið Ef KA/Þór fer með málið lengra er óvíst hvenær úrslit leiksins verða endanlega staðfest, eða leikurinn endurtekinn. Tvær umferðir eru eftir af Olís-deild kvenna og eiga þær að fara fram 1. og 8. maí. „Það er þá bara eitthvað sem að við tökum upp og skoðum þegar á reynir. Áfrýjunardómstóll HSÍ er endanlegt dómsvald innan handknattleikshreyfingarinnar og niðurstaða hans er komin,“ sagði Róbert. En verða síðustu tvær umferðirnar spilaðar 1. og 8. maí ef „draugamarksleikurinn“ stendur enn út af borðinu? „Ég á erfitt með að sjá það að við klárum mótið öðruvísi en að við fáum fyrst botn í þennan leik.“
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Stjarnan Tengdar fréttir Stjarnan svarar fyrir sig: Sigur fyrir handboltann Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu og segir dóm áfrýjunardómstóls HSÍ, um að leikur liðsins við KA/Þór skuli endurtekinn, vera sigur fyrir handboltaíþróttina. 15. apríl 2021 14:49 Íþróttinni ekki til heilla og aðför að landsbyggðinni „Takk fyrir þetta Stjarnan og HSÍ. Þetta er og verður handboltaíþróttinni ekki til heilla,“ segir í yfirlýsingu frá KA/Þór eftir að áfrýjunardómstóll HSÍ komst að þeirri niðurstöðu að endurtaka ætti leik liðsins við Stjörnuna. 15. apríl 2021 14:35 Draugamarksleikurinn verður endurtekinn Leikur Stjörnunnar og KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handbolta verður endurtekinn. Endurskipaður áfrýjunardómstóll staðfesti fyrri dóm dómstólsins. 15. apríl 2021 12:00 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Sjá meira
Stjarnan svarar fyrir sig: Sigur fyrir handboltann Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu og segir dóm áfrýjunardómstóls HSÍ, um að leikur liðsins við KA/Þór skuli endurtekinn, vera sigur fyrir handboltaíþróttina. 15. apríl 2021 14:49
Íþróttinni ekki til heilla og aðför að landsbyggðinni „Takk fyrir þetta Stjarnan og HSÍ. Þetta er og verður handboltaíþróttinni ekki til heilla,“ segir í yfirlýsingu frá KA/Þór eftir að áfrýjunardómstóll HSÍ komst að þeirri niðurstöðu að endurtaka ætti leik liðsins við Stjörnuna. 15. apríl 2021 14:35
Draugamarksleikurinn verður endurtekinn Leikur Stjörnunnar og KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handbolta verður endurtekinn. Endurskipaður áfrýjunardómstóll staðfesti fyrri dóm dómstólsins. 15. apríl 2021 12:00