Navalní fluttur á sjúkradeild í öðru fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 19. apríl 2021 10:33 Áberandi andstæðinga Pútín forseta eins og Alexei Navalní bíða sjaldnast góð örlög. Fjöldi stjórnarandstæðinga, andófsfólks og blaðamanna hefur látið lífið við vofveiflegar aðstæður í valdatíð Pútín. Læknar Navalní telja líf hans í hættu. AP/Alexander Zemlianitsjenkó Rússnesk yfirvöld segja að heilsa Alexei Navalní, eins helsta stjórnarandstæðings landsins, sé „ásættanleg“ eftir að hann var fluttur á fangelsissjúkrahús. Navalní er í hungurverkfalli vegna ófullnægjandi læknisaðstoðar og þjáist af miklum bak- og fótverkjum sem læknar telja ógna lífi hans. Fangelsisyfirvöld greindu frá því í dag að Navalní yrði fluttur á sjúkradeild í öðru fangelsi í Vladímír, um 180 kílómetra austur af Moskvu. Navalní hafi samþykkt að taka inn vítamín en hann hefur neitað því að matast í á þriðju viku, að sögn AP-fréttastofunnar. Jaroslav Ashikhmin, læknir Navalní, varaði við því um helgina að hætta væri á því að hann fengi hjartaáfall og nýrnaskemmdir. Navalní gæti látið lífið á hverri stundu. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta lét handtaka Navalní í janúar en hann hefur verið einn harðasti gagnrýnandi forsetans. Sökuðu yfirvöld Navalní um að hafa brotið gegn skilorði með því að hafa verið fluttur í dái til Þýskalands eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri í ágúst. Navalní og vestræn stjórnvöld telja að stjórnvöld í Kreml hafi staðið að tilræðinu. Dvaldi Navalní í Þýskalandi í fimm mánuði en ákvað að snúa aftur heim til Rússlands. Hann var handtekinn á flugvellinum við komuna. Navalní afplánar nú tveggja og hálfs árs fangelsisdóm í alræmdir fanganýlendu þar sem aðstæður eru sagðar ömurlegar. Dómurinn var vegna fjárdráttarmáls frá 2014. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að dómur sem hann hlaut í því máli hefði verið gerræðislegur og ósanngjarn. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Munu ekki leyfa Navalní að deyja í fangelsi Sendiherra Rússlands í Bretlandi fullyrðir að stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní muni fá nauðsynlega læknisaðstoð í fangelsi, en heilsu hans hefur hrakað til muna frá því að hann hóf hungurverkfall fyrir rúmum tveimur vikum. Hann muni ekki fá að deyja í fangelsi. 18. apríl 2021 20:59 Sjónin versnar og aukin hætta á nýrnabilun Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hefur nú verið í hungurverkfalli í yfir tvær vikur og er það farið að hafa veruleg áhrif á heilsufar hans. Hann hefur krafist þess að fá læknisheimsókn í fangelsið þar sem hann þjáist af bakverkjum. 17. apríl 2021 18:04 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Fangelsisyfirvöld greindu frá því í dag að Navalní yrði fluttur á sjúkradeild í öðru fangelsi í Vladímír, um 180 kílómetra austur af Moskvu. Navalní hafi samþykkt að taka inn vítamín en hann hefur neitað því að matast í á þriðju viku, að sögn AP-fréttastofunnar. Jaroslav Ashikhmin, læknir Navalní, varaði við því um helgina að hætta væri á því að hann fengi hjartaáfall og nýrnaskemmdir. Navalní gæti látið lífið á hverri stundu. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta lét handtaka Navalní í janúar en hann hefur verið einn harðasti gagnrýnandi forsetans. Sökuðu yfirvöld Navalní um að hafa brotið gegn skilorði með því að hafa verið fluttur í dái til Þýskalands eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri í ágúst. Navalní og vestræn stjórnvöld telja að stjórnvöld í Kreml hafi staðið að tilræðinu. Dvaldi Navalní í Þýskalandi í fimm mánuði en ákvað að snúa aftur heim til Rússlands. Hann var handtekinn á flugvellinum við komuna. Navalní afplánar nú tveggja og hálfs árs fangelsisdóm í alræmdir fanganýlendu þar sem aðstæður eru sagðar ömurlegar. Dómurinn var vegna fjárdráttarmáls frá 2014. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að dómur sem hann hlaut í því máli hefði verið gerræðislegur og ósanngjarn.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Munu ekki leyfa Navalní að deyja í fangelsi Sendiherra Rússlands í Bretlandi fullyrðir að stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní muni fá nauðsynlega læknisaðstoð í fangelsi, en heilsu hans hefur hrakað til muna frá því að hann hóf hungurverkfall fyrir rúmum tveimur vikum. Hann muni ekki fá að deyja í fangelsi. 18. apríl 2021 20:59 Sjónin versnar og aukin hætta á nýrnabilun Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hefur nú verið í hungurverkfalli í yfir tvær vikur og er það farið að hafa veruleg áhrif á heilsufar hans. Hann hefur krafist þess að fá læknisheimsókn í fangelsið þar sem hann þjáist af bakverkjum. 17. apríl 2021 18:04 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Munu ekki leyfa Navalní að deyja í fangelsi Sendiherra Rússlands í Bretlandi fullyrðir að stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní muni fá nauðsynlega læknisaðstoð í fangelsi, en heilsu hans hefur hrakað til muna frá því að hann hóf hungurverkfall fyrir rúmum tveimur vikum. Hann muni ekki fá að deyja í fangelsi. 18. apríl 2021 20:59
Sjónin versnar og aukin hætta á nýrnabilun Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hefur nú verið í hungurverkfalli í yfir tvær vikur og er það farið að hafa veruleg áhrif á heilsufar hans. Hann hefur krafist þess að fá læknisheimsókn í fangelsið þar sem hann þjáist af bakverkjum. 17. apríl 2021 18:04