Utanríkisráðherra Bandaríkjanna staðfestir fyrirhugaða Íslandsheimsókn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. apríl 2021 22:46 Antony J. Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna er væntanlegur til Íslands í næsta mánuði. EPA-EFE/Graeme Jennings Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur staðfest komu sína til Íslands í maí hvar hann mun sækja fund aðildarríkja Norðurskautsráðsins. Þetta staðfesti Blinken í ræðu sem hann flutti í kvöld þar sem meginviðfangsefnið var um forystuhlutverk Bandaríkjanna í loftslagsmálum. Norðurskautsráðið er skipað af Bandaríkjunum, Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Kanada, Noregi, Rússlandi og Svíþjóð. Þá eiga til að mynda Kínverjar áheyrnaraðild að ráðinu. Ísland tók við formennsku í ráðinu í maí 2019 af Finnum. Blinken fór um víðan völl í ræðu sinni og ræddi meðal annars hlýnun jarðar og bráðnun jökla og þær afleiðingar sem loftslagsbreytingar hafa í för með sér fyrir lífríkið á jörðinni, bæði fyrir menn, dýr, gróður og lífríki hafsins. „Við verðum að stöðva þessa þróun á meðan það er ekki orðið of seint,“ sagði Blinken sem leggur áherslu á að umhverfismál séu mikilvægur liður í utanríkisstefnu Bandaríkjanna undir ríkisstjórn Joe Biden og Kamölu Harris. Blinken lýsti einnig áhyggjum sínum af því að Kínverjar hafi tekið hratt fram úr Bandaríkjunum og öðrum ríkjum þegar kemur að þróun og tækni endurnýjanlegra orkugjafa. Fyrsti fundurinn á Íslandi? Athygli hefur vakið að auk Blinken er Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, einnig væntanlegur til landsins í tengslum við fundinn. Hann mun leiða sendinefnd Rússa á fundi Norðurskautsráðsins og taka við formennsku í ráðinu af Íslandi til næstu tveggja ára. Koma Lavrov til Reykjavíkur er merkileg að því leyti að hér mun hann væntanlega funda með Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Utanríkismál Norðurslóðir Bandaríkin Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Sjá meira
Norðurskautsráðið er skipað af Bandaríkjunum, Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Kanada, Noregi, Rússlandi og Svíþjóð. Þá eiga til að mynda Kínverjar áheyrnaraðild að ráðinu. Ísland tók við formennsku í ráðinu í maí 2019 af Finnum. Blinken fór um víðan völl í ræðu sinni og ræddi meðal annars hlýnun jarðar og bráðnun jökla og þær afleiðingar sem loftslagsbreytingar hafa í för með sér fyrir lífríkið á jörðinni, bæði fyrir menn, dýr, gróður og lífríki hafsins. „Við verðum að stöðva þessa þróun á meðan það er ekki orðið of seint,“ sagði Blinken sem leggur áherslu á að umhverfismál séu mikilvægur liður í utanríkisstefnu Bandaríkjanna undir ríkisstjórn Joe Biden og Kamölu Harris. Blinken lýsti einnig áhyggjum sínum af því að Kínverjar hafi tekið hratt fram úr Bandaríkjunum og öðrum ríkjum þegar kemur að þróun og tækni endurnýjanlegra orkugjafa. Fyrsti fundurinn á Íslandi? Athygli hefur vakið að auk Blinken er Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, einnig væntanlegur til landsins í tengslum við fundinn. Hann mun leiða sendinefnd Rússa á fundi Norðurskautsráðsins og taka við formennsku í ráðinu af Íslandi til næstu tveggja ára. Koma Lavrov til Reykjavíkur er merkileg að því leyti að hér mun hann væntanlega funda með Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Utanríkismál Norðurslóðir Bandaríkin Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Sjá meira