Lokum þau inni - bara svona til vonar og vara Ásdís Halla Bragadóttir skrifar 20. apríl 2021 09:37 Fyrir margt löngu beið fíkniefnalögreglan mín á Keflavíkurflugvelli. Ég var tekin afsíðis í klefa, á mér leitað hátt og lágt, allt í töskunni tekið í sundur og skoðað gaumgæfilega. Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið en fíkniefnalögreglan var sannfærð um að ég væri að flytja inn ólögleg efni. Þegar ég bar um skýringar var svarið einfaldlega: Þú ert systir bræðra þinna! Bræður mínir, blessuð sé minning þeirra, höfðu báðir komist í kast við lögin og útgangspunktur fíkniefnalögreglunnar var sá að allt þetta hyski hlyti að vera eins. Mér fannst örla á vonbrigðum þegar ekkert fannst og mér var hleypt út með trega. Fas yfirvaldsins sýndi að ef það fengi einhverju ráðið þá ætti að loka mig inni. Bara svona til vonar og vara. Niðurlægingin var algjör og ég var fullkomlega varnarlaus. Eftir sat tilfinningin um að einstaklingurinn mætti sín lítils þegar yfirvaldið tekur til sinna ráða. Í næstu viku legg ég af stað heim til Íslands eftir að hafa unnið í Kaupmannahöfn í nokkrar vikur að verkefni sem hvergi er hægt að vinna nema hér í borginni. Ég hef unnið frá morgni til kvölds, að mestu ein með sjálfri mér, en reglulega farið í yndislegar í gönguferðir í danska vorinu. Eina manneskjan sem ég hef hitt utan vinnunnar er æskuvinkona sem vinnur á leikskóla þar sem allir starfsmenn fara í skimanir til að ekki komi upp hópsmit. Blessunarlega hafa þau vinnubrögð sveitarfélagsins skilað góðum árangri. Í Kaupmannahöfn hef ég farið eftir tilmælum um sóttvarnir og áður en ég legg í hann til Íslands fer ég í Covid próf og með neikvæða niðurstöðu í farteskinu verður mér hleypt inn í Icelandair vélina, annars ekki. Annað Covid próf bíður mín þegar ég lendi á Keflavíkurflugvelli og svo eitt í viðbót nokkrum dögum síðar. Fjölskyldan heima hefur gert ráðstafanir svo að ég geti farið beint í sóttkví í rými með sér inngangi og baðherbergi sem enginn annar notar. Ég fylgist með fréttum að heiman og sé að Samfylkingin ætlar að leggja fram frumvarp sem skyldar alla á sóttkvíarhótel sem koma til landsins. Ástæðan er einföld. Fyrir einhverju síðan kom til landsins maður sem virti hvorki reglur um sóttkví né einangrun. Í framhaldinu kom upp hópsmit og mér skilst að það hafi meðal annars gerst vegna þess að starfsmaður á leikskóla mætti til starfa þrátt fyrir að vera með flensueinkenni. Hvorugt er til eftirbreytni. Veruleikinn er því miður sá að alltaf eru einhverjir sem ekki fara eftir lögum, reglum og tilmælum. Þær fáu undantekningar mega aldrei verða til þess að öllum verði hegnt. Eitt það besta sem gerst hefur á Íslandi undanfarin ár og áratugi er að við höfum reynt að efla skilning á ólíkum aðstæðum fólks, reynt að auka umburðarlyndi og víðsýni. Reynt að taka á málum af þekkingu en ekki sleggjudómum. Fyrirhugað frumvarp Samfylkingarinnar er afturhvarf til fortíðar. En það er ekki bara forneskjulegt heldur ósmekklegur popúlismi. Það rifjar upp fordómana sem ég þekki svo vel. Gengur út frá því að allir sem koma frá útlöndum hljóti að vera eins. Glæpamenn. Línan er einföld: Lokum allt þetta hyski inni. Bara svona til vonar og vara. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Fyrir margt löngu beið fíkniefnalögreglan mín á Keflavíkurflugvelli. Ég var tekin afsíðis í klefa, á mér leitað hátt og lágt, allt í töskunni tekið í sundur og skoðað gaumgæfilega. Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið en fíkniefnalögreglan var sannfærð um að ég væri að flytja inn ólögleg efni. Þegar ég bar um skýringar var svarið einfaldlega: Þú ert systir bræðra þinna! Bræður mínir, blessuð sé minning þeirra, höfðu báðir komist í kast við lögin og útgangspunktur fíkniefnalögreglunnar var sá að allt þetta hyski hlyti að vera eins. Mér fannst örla á vonbrigðum þegar ekkert fannst og mér var hleypt út með trega. Fas yfirvaldsins sýndi að ef það fengi einhverju ráðið þá ætti að loka mig inni. Bara svona til vonar og vara. Niðurlægingin var algjör og ég var fullkomlega varnarlaus. Eftir sat tilfinningin um að einstaklingurinn mætti sín lítils þegar yfirvaldið tekur til sinna ráða. Í næstu viku legg ég af stað heim til Íslands eftir að hafa unnið í Kaupmannahöfn í nokkrar vikur að verkefni sem hvergi er hægt að vinna nema hér í borginni. Ég hef unnið frá morgni til kvölds, að mestu ein með sjálfri mér, en reglulega farið í yndislegar í gönguferðir í danska vorinu. Eina manneskjan sem ég hef hitt utan vinnunnar er æskuvinkona sem vinnur á leikskóla þar sem allir starfsmenn fara í skimanir til að ekki komi upp hópsmit. Blessunarlega hafa þau vinnubrögð sveitarfélagsins skilað góðum árangri. Í Kaupmannahöfn hef ég farið eftir tilmælum um sóttvarnir og áður en ég legg í hann til Íslands fer ég í Covid próf og með neikvæða niðurstöðu í farteskinu verður mér hleypt inn í Icelandair vélina, annars ekki. Annað Covid próf bíður mín þegar ég lendi á Keflavíkurflugvelli og svo eitt í viðbót nokkrum dögum síðar. Fjölskyldan heima hefur gert ráðstafanir svo að ég geti farið beint í sóttkví í rými með sér inngangi og baðherbergi sem enginn annar notar. Ég fylgist með fréttum að heiman og sé að Samfylkingin ætlar að leggja fram frumvarp sem skyldar alla á sóttkvíarhótel sem koma til landsins. Ástæðan er einföld. Fyrir einhverju síðan kom til landsins maður sem virti hvorki reglur um sóttkví né einangrun. Í framhaldinu kom upp hópsmit og mér skilst að það hafi meðal annars gerst vegna þess að starfsmaður á leikskóla mætti til starfa þrátt fyrir að vera með flensueinkenni. Hvorugt er til eftirbreytni. Veruleikinn er því miður sá að alltaf eru einhverjir sem ekki fara eftir lögum, reglum og tilmælum. Þær fáu undantekningar mega aldrei verða til þess að öllum verði hegnt. Eitt það besta sem gerst hefur á Íslandi undanfarin ár og áratugi er að við höfum reynt að efla skilning á ólíkum aðstæðum fólks, reynt að auka umburðarlyndi og víðsýni. Reynt að taka á málum af þekkingu en ekki sleggjudómum. Fyrirhugað frumvarp Samfylkingarinnar er afturhvarf til fortíðar. En það er ekki bara forneskjulegt heldur ósmekklegur popúlismi. Það rifjar upp fordómana sem ég þekki svo vel. Gengur út frá því að allir sem koma frá útlöndum hljóti að vera eins. Glæpamenn. Línan er einföld: Lokum allt þetta hyski inni. Bara svona til vonar og vara. Höfundur er rithöfundur.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun