Rússar draga hersveitir sínar til baka Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. apríl 2021 17:28 Rússar hafa haldið því fram að hernaðarviðvera þeirra við landamærin að Úkraínu sé vegna heræfinga. EPA-EFE/VADIM SAVITSKY Fjöldi rússneskra hersveita var í dag skipað að yfirgefa landamærin að Úkraínu og snúa aftur í herstöðvar sínar. Mikil spenna hefur verið milli ríkjanna undanfarnar vikur og hafa miklar áhyggjur ríkt um yfirvofandi borgarastríð í austurhluta Úkraínu með aðild Rússa. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, skipaði í dag hluta hersveitanna, sem staðsettar eru við landamærin að Úkraínu, að fara þaðan. Evrópusambandið telur að um 100 þúsund rússneskir hermenn hafi haldið til við landamærin og á Krímskaganum, sem Rússland hertók árið 2014, undanfarnar vikur. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, fagnaði tilskipun varnarmálaráðherrans í dag á Twitter. Hann hafði skorað á Vladimír Pútín Rússlandsforseta að funda með sér á átakasvæðinu til þess að reyna að leysa úr stöðunni. Fjöldi ríkja, þar á meðal Bandaríkin, Frakkland og Þýskaland hafa lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins við Úkraínsku landamærin á Rússlandi. Bandarískar hersveitir í Evrópu hafa verið í viðbragðsstöðu vegna ástandsins undanfarnar vikur og hefur Joe Biden Bandaríkjaforseti lofað Zelensky stuðningi Bandaríkjanna ef til átaka komi. Þá hafði Atlantshafsbandalagið, NATO, einnig lýst yfir áhyggjum og hefur kallað til fundar í Júní vegna ástandsins. Rússar hafa hins vegar haldið því fram að hernaðarviðveran tengist æfingum vegna „ógnandi tilburða“ NATO. Þá hafa yfirvöld í Rússlandi lýst því yfir að þau hyggist loka fyrir skipaumferð á svæðum í Svartahafinu sem gæti haft gífurleg áhrif á hafnarborgir í Úkraínu. Rússland Úkraína Tengdar fréttir Spennan magnast áfram í Úkraínu Rússar segja Bandaríkjamönnum hollast að halda sig vel frá Krímskaga og segja að siglingar herskipa í Svartahafi sé ögrun gagnvart Rússlandi. Þetta hafa rússneskir miðlar eftir Sergei Ríabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. 13. apríl 2021 11:08 Rússar óttast að borgarstríð brjótist út í Úkraínu Yfirvöld í Rússlandi segjast óttast það að átök muni brjótast út af fullum krafti að nýju í austurhluta Úkraínu. Rússar segjast þegar hafa hafið undirbúning á því að vernda rússneskan almenning á svæðinu. 9. apríl 2021 23:22 Biden býður Úkraínu „óhagganlegan stuðning“ gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi í dag í fyrsta sinn í Volodymyr Zelenskiy, forseta Úkraínu á embættistíð sinni. Hann nýtti símtalið til að lýsa yfir stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu í deilunum við Rússa. 2. apríl 2021 21:31 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, skipaði í dag hluta hersveitanna, sem staðsettar eru við landamærin að Úkraínu, að fara þaðan. Evrópusambandið telur að um 100 þúsund rússneskir hermenn hafi haldið til við landamærin og á Krímskaganum, sem Rússland hertók árið 2014, undanfarnar vikur. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, fagnaði tilskipun varnarmálaráðherrans í dag á Twitter. Hann hafði skorað á Vladimír Pútín Rússlandsforseta að funda með sér á átakasvæðinu til þess að reyna að leysa úr stöðunni. Fjöldi ríkja, þar á meðal Bandaríkin, Frakkland og Þýskaland hafa lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins við Úkraínsku landamærin á Rússlandi. Bandarískar hersveitir í Evrópu hafa verið í viðbragðsstöðu vegna ástandsins undanfarnar vikur og hefur Joe Biden Bandaríkjaforseti lofað Zelensky stuðningi Bandaríkjanna ef til átaka komi. Þá hafði Atlantshafsbandalagið, NATO, einnig lýst yfir áhyggjum og hefur kallað til fundar í Júní vegna ástandsins. Rússar hafa hins vegar haldið því fram að hernaðarviðveran tengist æfingum vegna „ógnandi tilburða“ NATO. Þá hafa yfirvöld í Rússlandi lýst því yfir að þau hyggist loka fyrir skipaumferð á svæðum í Svartahafinu sem gæti haft gífurleg áhrif á hafnarborgir í Úkraínu.
Rússland Úkraína Tengdar fréttir Spennan magnast áfram í Úkraínu Rússar segja Bandaríkjamönnum hollast að halda sig vel frá Krímskaga og segja að siglingar herskipa í Svartahafi sé ögrun gagnvart Rússlandi. Þetta hafa rússneskir miðlar eftir Sergei Ríabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. 13. apríl 2021 11:08 Rússar óttast að borgarstríð brjótist út í Úkraínu Yfirvöld í Rússlandi segjast óttast það að átök muni brjótast út af fullum krafti að nýju í austurhluta Úkraínu. Rússar segjast þegar hafa hafið undirbúning á því að vernda rússneskan almenning á svæðinu. 9. apríl 2021 23:22 Biden býður Úkraínu „óhagganlegan stuðning“ gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi í dag í fyrsta sinn í Volodymyr Zelenskiy, forseta Úkraínu á embættistíð sinni. Hann nýtti símtalið til að lýsa yfir stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu í deilunum við Rússa. 2. apríl 2021 21:31 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Spennan magnast áfram í Úkraínu Rússar segja Bandaríkjamönnum hollast að halda sig vel frá Krímskaga og segja að siglingar herskipa í Svartahafi sé ögrun gagnvart Rússlandi. Þetta hafa rússneskir miðlar eftir Sergei Ríabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. 13. apríl 2021 11:08
Rússar óttast að borgarstríð brjótist út í Úkraínu Yfirvöld í Rússlandi segjast óttast það að átök muni brjótast út af fullum krafti að nýju í austurhluta Úkraínu. Rússar segjast þegar hafa hafið undirbúning á því að vernda rússneskan almenning á svæðinu. 9. apríl 2021 23:22
Biden býður Úkraínu „óhagganlegan stuðning“ gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi í dag í fyrsta sinn í Volodymyr Zelenskiy, forseta Úkraínu á embættistíð sinni. Hann nýtti símtalið til að lýsa yfir stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu í deilunum við Rússa. 2. apríl 2021 21:31