Hraðvirk réttindaskerðing Olga Margrét Cilia skrifar 23. apríl 2021 08:01 Píratar eru ekki á móti sóttvarnarhúsum, takmörkunum, skimunum, grímum eða bólusetningum. Pírötum er þó mjög annt um þau réttindi sem við öll eigum og þegar þau réttindi eru takmörkuð með lagasetningum þá er eðlilegt að sú lagasetning uppfylli kröfum réttarríkisins. Þegar verið er að setja lög sem eru íþyngjandi fyrir einstaklinga þá eiga þau að vera skýr og þegar verið er að setja sértækar lagaheimildir verður að byggja það á aðgengilegum, stöðugum og skýrum reglum. Samkvæmt stjórnarskránni okkar og Mannréttindasáttmála Evrópu má einungis takmarka réttindi okkar vegna brýnna almannahagsmuna og það verður að gera með skýrri lagaheimild. Við áttum okkur öll á hvaða almannahagsmunir búa hér undir; við erum að reyna að vernda líf og heilsu fólks. En þó að almannahagsmunirnir séu brýnir þá þýðir það ekki að lögin sem takmarka réttindi okkar megi vera óskýr eða unnin í flýti. Þá erum við komin ansi nálægt því að leyfa geðþóttaákvarðanir yfirvalda og það er eitthvað sem löggjafinn þarf að passa upp á að gerist ekki! Aðfararnótt 22. apríl átti Alþingi að kjósa um lagabreytingu til að skjóta lagastoð undir reglugerðarheimild heilbrigðisráðherra til að skikka fólk í sóttvarnarhús og banna fólki frá hááhættusvæðum að koma til landsins. Tilgangurinn er skýr en aðferðin til þess að ná þessum markmiðum var og er óskýr. Það komu aldrei skýr svör frá ríkisstjórninni afhverju frumvarpið hefði ekki verið lagt fram fyrr. Dómur héraðsdóms um skort á lagastoð fyrir reglugerð heilbrigðisráðherra féll 5. apríl sl. og það var ljóst strax um páskana að framkvæmdin við að skikka fólk í sóttvarnarhús væri vanhugsuð. Mér er því enn fyrirmunað að skilja afhverju þingið fékk einn dag í þinglega meðferð á jafn mikilvægu frumvarpi. Skilningur minn að morgni 21. apríl var sá að þingheimur ætlaði að vinna saman að því að tryggja að um nægilega trausta lagastoð yrði að ræða, þó að minnihlutinn benti ítrekað á að þetta væri varla nægilegur tími til þess að ganga vel frá málum. Margir af gestum velferðarnefndar að kvöldi 21. apríl bentu á ýmsar hættur sem leyndust í frumvarpinu en á þau var ekki hlustað. Sem þingman sem er kosin inn á þing til að standa vörð um grunnréttindi einstaklinga þá varð ég að segja nei við þessu frumvarpi. Ég átta mig á að það þarf í vissum tilvikum að takmarka mannréttindi í þágu almannahagsmuna en ég mun aldrei samþykkja það að grundvallarréttindi okkar séu takmörkuð með flýtiaðgerð á þingi og tel ég að það sé alveg eins mikilvægt sjónarmið í skilgreindu hættuástandi eins og rólegri tímum. Það er auðvelt að segjast virða mannréttindi þegar allt er í blússandi siglingu en það er annað að sýna að þau skipti yfirvöld máli í raun og veru þegar hættuástand ríkir. Til þess þarf kjark og festu. Það hafa verið stigin mörg skref inn á réttindi okkar síðasta árið og eftir því sem við verðum hræddari og ógnin virðist aukast þá hættum við að taka eftir því. Þess vegna er hættulegt að samþykkja fljótfærnislegar lagabreytingar og sér í lagi þegar kallað er ítrekað eftir nánari afmörkun og útskýringum frá ríkisstjórninni sem kýs að svara þeim áhyggjum ekki. Slík vinnubrögð eru ekki til þess gerð að skapa samstöðu í samélaginu eða treysta stoðir samfélagssáttmálans okkar. Það hefur verið ákall eftir upplýsingagjöf, samræmi í aðgerðum, framtíðarplani og heiðarleika í svörum. Þessu ákalli og áhyggjum verður ekki svarað eða þaggaðar niður með því að setja fram óafmarkaða lagaheimild. Píratar lögðu fram breytingartillögu þar sem skýrar var kveðið á um hvernig átti að framkvæma skikkun í sóttvarnarhús, og var hún felld. Ég er dauðhrædd við þennan heimsfaraldur eins og hver annar en ég hef áhyggjur af því að það komi einhver önnur ógn bráðlega og það hvernig við ráðumst í aðgerðir til að tryggja almannahagsmuni í þessum faraldri sem geysar nú mun setja fordæmi um hvernig við tökumst á við næstu ógnir. Ég skil að það þarf að takmarka réttindi okkur, en við höfum öll rétt á að vita afhverju er verið að skerða réttindi okkar, til hvers, hversu lengi á að gera það og á hvaða forsendum það er gert. Það kom engan veginn fram við þinglega meðferð lagabreytingarfrumvarps heilbrigðisráðherra. Við viljum ekki afnæmast gagnvart því að réttindi séu hægt og bítandi tekin af okkur. Við þurfum alltaf að setja þá kröfu á Alþingi og ríkisstjórnina að réttindaskerðing sé framkvæmd samkvæmt kröfum réttarríkisins og með samfélagssáttmála í forgrunni. Það þurfti meiri tíma til þess að gera þetta almennilega og það var engin ástæða til þess að setja þinginu þá afarkosti að afgreiða jafn mikilvægt mál á sólarhring. Höfundur er sitjandi þingman Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Píratar eru ekki á móti sóttvarnarhúsum, takmörkunum, skimunum, grímum eða bólusetningum. Pírötum er þó mjög annt um þau réttindi sem við öll eigum og þegar þau réttindi eru takmörkuð með lagasetningum þá er eðlilegt að sú lagasetning uppfylli kröfum réttarríkisins. Þegar verið er að setja lög sem eru íþyngjandi fyrir einstaklinga þá eiga þau að vera skýr og þegar verið er að setja sértækar lagaheimildir verður að byggja það á aðgengilegum, stöðugum og skýrum reglum. Samkvæmt stjórnarskránni okkar og Mannréttindasáttmála Evrópu má einungis takmarka réttindi okkar vegna brýnna almannahagsmuna og það verður að gera með skýrri lagaheimild. Við áttum okkur öll á hvaða almannahagsmunir búa hér undir; við erum að reyna að vernda líf og heilsu fólks. En þó að almannahagsmunirnir séu brýnir þá þýðir það ekki að lögin sem takmarka réttindi okkar megi vera óskýr eða unnin í flýti. Þá erum við komin ansi nálægt því að leyfa geðþóttaákvarðanir yfirvalda og það er eitthvað sem löggjafinn þarf að passa upp á að gerist ekki! Aðfararnótt 22. apríl átti Alþingi að kjósa um lagabreytingu til að skjóta lagastoð undir reglugerðarheimild heilbrigðisráðherra til að skikka fólk í sóttvarnarhús og banna fólki frá hááhættusvæðum að koma til landsins. Tilgangurinn er skýr en aðferðin til þess að ná þessum markmiðum var og er óskýr. Það komu aldrei skýr svör frá ríkisstjórninni afhverju frumvarpið hefði ekki verið lagt fram fyrr. Dómur héraðsdóms um skort á lagastoð fyrir reglugerð heilbrigðisráðherra féll 5. apríl sl. og það var ljóst strax um páskana að framkvæmdin við að skikka fólk í sóttvarnarhús væri vanhugsuð. Mér er því enn fyrirmunað að skilja afhverju þingið fékk einn dag í þinglega meðferð á jafn mikilvægu frumvarpi. Skilningur minn að morgni 21. apríl var sá að þingheimur ætlaði að vinna saman að því að tryggja að um nægilega trausta lagastoð yrði að ræða, þó að minnihlutinn benti ítrekað á að þetta væri varla nægilegur tími til þess að ganga vel frá málum. Margir af gestum velferðarnefndar að kvöldi 21. apríl bentu á ýmsar hættur sem leyndust í frumvarpinu en á þau var ekki hlustað. Sem þingman sem er kosin inn á þing til að standa vörð um grunnréttindi einstaklinga þá varð ég að segja nei við þessu frumvarpi. Ég átta mig á að það þarf í vissum tilvikum að takmarka mannréttindi í þágu almannahagsmuna en ég mun aldrei samþykkja það að grundvallarréttindi okkar séu takmörkuð með flýtiaðgerð á þingi og tel ég að það sé alveg eins mikilvægt sjónarmið í skilgreindu hættuástandi eins og rólegri tímum. Það er auðvelt að segjast virða mannréttindi þegar allt er í blússandi siglingu en það er annað að sýna að þau skipti yfirvöld máli í raun og veru þegar hættuástand ríkir. Til þess þarf kjark og festu. Það hafa verið stigin mörg skref inn á réttindi okkar síðasta árið og eftir því sem við verðum hræddari og ógnin virðist aukast þá hættum við að taka eftir því. Þess vegna er hættulegt að samþykkja fljótfærnislegar lagabreytingar og sér í lagi þegar kallað er ítrekað eftir nánari afmörkun og útskýringum frá ríkisstjórninni sem kýs að svara þeim áhyggjum ekki. Slík vinnubrögð eru ekki til þess gerð að skapa samstöðu í samélaginu eða treysta stoðir samfélagssáttmálans okkar. Það hefur verið ákall eftir upplýsingagjöf, samræmi í aðgerðum, framtíðarplani og heiðarleika í svörum. Þessu ákalli og áhyggjum verður ekki svarað eða þaggaðar niður með því að setja fram óafmarkaða lagaheimild. Píratar lögðu fram breytingartillögu þar sem skýrar var kveðið á um hvernig átti að framkvæma skikkun í sóttvarnarhús, og var hún felld. Ég er dauðhrædd við þennan heimsfaraldur eins og hver annar en ég hef áhyggjur af því að það komi einhver önnur ógn bráðlega og það hvernig við ráðumst í aðgerðir til að tryggja almannahagsmuni í þessum faraldri sem geysar nú mun setja fordæmi um hvernig við tökumst á við næstu ógnir. Ég skil að það þarf að takmarka réttindi okkur, en við höfum öll rétt á að vita afhverju er verið að skerða réttindi okkar, til hvers, hversu lengi á að gera það og á hvaða forsendum það er gert. Það kom engan veginn fram við þinglega meðferð lagabreytingarfrumvarps heilbrigðisráðherra. Við viljum ekki afnæmast gagnvart því að réttindi séu hægt og bítandi tekin af okkur. Við þurfum alltaf að setja þá kröfu á Alþingi og ríkisstjórnina að réttindaskerðing sé framkvæmd samkvæmt kröfum réttarríkisins og með samfélagssáttmála í forgrunni. Það þurfti meiri tíma til þess að gera þetta almennilega og það var engin ástæða til þess að setja þinginu þá afarkosti að afgreiða jafn mikilvægt mál á sólarhring. Höfundur er sitjandi þingman Pírata.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun