Keflvíkingar hafa harma að hefna eftir rassskellinn í Garðabænum í janúar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. apríl 2021 16:11 Það verða örugglega flott tilþrif eins og þessi í Keflavík í kvöld. Hér reynir Keflvíkingurinn Deane Williams að troða boltanum í körfu Stjörnunnar. Vísir/Hulda Margrét Stórleikur kvöldsins er viðureign Keflavíkur og Stjörnunnar í sautjándu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta en heimamenn í Keflavík fara langt með að tryggja sér endanlega deildarmeistaratitilinn með sigri. Keflavík tekur á móti Stjörnunni klukkan 20.15 en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Keflvíkingar eru með fjögurra stiga forskot á toppnum og unnu síðustu sex leiki sína fyrir kórónuveirustopp. Það er þó fyrri leikur liðanna 29. janúar síðastliðinn sem hlýtur að svíða enn nú 84 dögum síðar. Stjörnumenn fóru hrikalega með toppliðið í Ásgarði fyrir tæpum þremur mánuðum síðan og unnu þá með 40 stiga mun, 115-75. Stjarnan vann fyrsta leikhlutann 31-9 og var komið 36 stigum yfir í hálfleik, 66-30. Lykilmennirnir Dominykas Milka og Hörður Axel Vilhjálmsson voru samtals með aðeins 15 stig og 6 stoðsendingar fyrir Keflavík í leiknum en þeir eru saman með 35,3 stig og 11,3 stoðsendingar að meðaltali í hinum leikjum liðsins í vetur. Bakverðirnir Hörður Axel, Calvin Burks Jr. og Valur Orri Valsson hittu saman aðeins úr 2 af 12 þriggja stiga skotum sínum og Keflavíkurliðið klikkaði á sextán af fyrstu átján þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Það er ljóst á öllum þessum tölum að Keflavíkurliðið var mjög ólíkt sjálfu sér í leiknum en á sama tíma léku heimamenn í Stjörnunni við hvern sinn fingur og hittu meðal annars úr 17 af 32 þriggja stiga skotum sínum sem gerir 53 prósent nýtingu. Þetta var samt sameinað átak því enginn Stjörnumaður skorað meira en 19 stig en fjórir voru með á bilinu fimmtán til nítján stig. Það kemur því betur í ljós í kvöld hvort að Stjörnumenn kunnu svona vel á Keflavíkurliðið eða hvort að heimamenn séu búnir að læra af slæmri reynslu sinni úr heimsókninni í Garðabæinn. Forskot Stjörnunnar á Keflavík í fyrri leiknum í janúar: Stig: +40 (115-75) Stig úr þristum: +36 (51-15) Skotnýting: +15% (54%-39%) Vítanýting: +27% (86%-59%) Fráköst: +11 (47-36) Stoðsendingar: +11 (29-18) Framlag: +75 (150-75) Stig af bekk: +32 (59-27) Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Stjarnan Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Fleiri fréttir Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Sjá meira
Keflavík tekur á móti Stjörnunni klukkan 20.15 en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Keflvíkingar eru með fjögurra stiga forskot á toppnum og unnu síðustu sex leiki sína fyrir kórónuveirustopp. Það er þó fyrri leikur liðanna 29. janúar síðastliðinn sem hlýtur að svíða enn nú 84 dögum síðar. Stjörnumenn fóru hrikalega með toppliðið í Ásgarði fyrir tæpum þremur mánuðum síðan og unnu þá með 40 stiga mun, 115-75. Stjarnan vann fyrsta leikhlutann 31-9 og var komið 36 stigum yfir í hálfleik, 66-30. Lykilmennirnir Dominykas Milka og Hörður Axel Vilhjálmsson voru samtals með aðeins 15 stig og 6 stoðsendingar fyrir Keflavík í leiknum en þeir eru saman með 35,3 stig og 11,3 stoðsendingar að meðaltali í hinum leikjum liðsins í vetur. Bakverðirnir Hörður Axel, Calvin Burks Jr. og Valur Orri Valsson hittu saman aðeins úr 2 af 12 þriggja stiga skotum sínum og Keflavíkurliðið klikkaði á sextán af fyrstu átján þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Það er ljóst á öllum þessum tölum að Keflavíkurliðið var mjög ólíkt sjálfu sér í leiknum en á sama tíma léku heimamenn í Stjörnunni við hvern sinn fingur og hittu meðal annars úr 17 af 32 þriggja stiga skotum sínum sem gerir 53 prósent nýtingu. Þetta var samt sameinað átak því enginn Stjörnumaður skorað meira en 19 stig en fjórir voru með á bilinu fimmtán til nítján stig. Það kemur því betur í ljós í kvöld hvort að Stjörnumenn kunnu svona vel á Keflavíkurliðið eða hvort að heimamenn séu búnir að læra af slæmri reynslu sinni úr heimsókninni í Garðabæinn. Forskot Stjörnunnar á Keflavík í fyrri leiknum í janúar: Stig: +40 (115-75) Stig úr þristum: +36 (51-15) Skotnýting: +15% (54%-39%) Vítanýting: +27% (86%-59%) Fráköst: +11 (47-36) Stoðsendingar: +11 (29-18) Framlag: +75 (150-75) Stig af bekk: +32 (59-27) Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Forskot Stjörnunnar á Keflavík í fyrri leiknum í janúar: Stig: +40 (115-75) Stig úr þristum: +36 (51-15) Skotnýting: +15% (54%-39%) Vítanýting: +27% (86%-59%) Fráköst: +11 (47-36) Stoðsendingar: +11 (29-18) Framlag: +75 (150-75) Stig af bekk: +32 (59-27)
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Stjarnan Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Fleiri fréttir Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Sjá meira