Hjúkrunarheimilin þurfa fimm milljarða Snorri Másson skrifar 23. apríl 2021 18:50 Verulegar deilur hafa verið á milli rekstraraðila hjúkrunarheimila annars vegar og ríkis hins vegar um greiðslur vegna rekstrar heimilanna. Nú er komin út skýrsla sem gerir ýtarlega grein fyrir stöðunni. Vísir/Vilhelm Rúmir fimm milljarðar króna hafa bæst við heildarrekstrarkostnað hjúkrunarheimila á Íslandi ef borin eru saman árin 2021 og 2019. Fjöldi hjúkrunarheimila er í afar bágri fjárhagsstöðu, meðal annars vegna launahækkana sem enn ekki hefur fengist aukið framlag frá ríkinu til að greiða fyrir. Í dag kom út viðamikil skýrsla þar sem rekstrarstaða hjúkrunarheimila er greind og hefur skýrslunnar verið beðið lengi. Skemmst er að minnast þess þegar Hrafnista sagði frá því fyrr í mánuðinum að hjúkrunarheimilið væri tilneytt að segja upp starfsfólki. Verulegar deilur hafa verið á milli rekstraraðila hjúkrunarheimila annars vegar og ríkis hins vegar um greiðslur vegna rekstrar heimilanna. Jafnframt eru dæmi um að rekstraraðilar vilji losna undan ábyrgð á rekstrinum, vegna viðvarandi taprekstrar, og hafi sagt sig frá rekstrinum eða óski þess að gera það. Umkvartanir aðila í greininni eru ekki orðin tóm, ef marka má skýrsluna. „Talsverðar breytingar hafa orðið á rekstrarumhverfi hjúkrunarheimila frá þeim tíma sem hér er einkum fjallað um, þ.e. 2017 til miðs árs 2020, þótt ekki sé langt um liðið. Munar þar sérstaklega um áhrif kjarasamninga sem gerðir voru árið 2020 og breyttu bæði launatöxtum, vinnutíma og fleiri þáttum,“ segir þar. Fram kemur að hjúkrunarheimilin þurfi um 4,7 milljarða króna til að ná lágmarksviðmiði Embættis landlæknis um fjölda umönnunarklukkustunda og hlutföll faglærðra og hjúkrunarfræðinga. Heimilin eru samkvæmt skýrslunni undir viðmiðum í þessum flokkum sem öðrum. „Það gengur ekki að hjúkrunarheimilin séu vel flest rekin með halla og ljóst að það verður að taka á því með einhverjum hætti. Nú þarf að leggjast yfir gögnin með það í huga en á þessu ári erum við auðvitað bundin af fjárlögum,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í tilkynningu um skýrsluna, sem hennar ráðuneyti gefur út. Ríkið eini kaupandinn Í skýrslunni er drepið á erfiða samningsstöðu hjúkrunarheimila á Íslandi: „Samningsstaða rekstraraðila gagnvart ríkinu er jafnframt mjög þröng því að ríkið eða stofnanir þess bæði ákveður þær fjárhæðir sem greiddar eru og setur regluverk sem hjúkrunarheimilum ber að fara eftir, þ.á m. um hvaða kröfur heimilin eiga að uppfylla. Ríkið er jafnframt eini kaupandinn að þeirri þjónustu sem heimilin veita. Rekstraraðilarnir geta ekki borið hugsanlegan ágreining sinn við ríkið undir óháðan aðila, nema þá hugsanlega dómstóla sem er sjaldnast greiðfær leið,“ segir í skýrslunni. Eldri borgarar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Hrafnista hefur skuldbundið sig til að veita ákveðna þjónustu María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að hjúkrunarheimilum beri eftir sem áður að veita þá þjónustu sem þau hafa samið við SÍ um að veita. Bág fjárhagsstaða hjúkrunarheimila hefur verið til umræðu, síðast þegar Hrafnista sagði upp 40 starfsmönnum nýverið. 12. apríl 2021 17:37 Gætu þurft að neita að taka á móti „þungum“ sjúklingum Hrafnista hefur ekkert svigrúm til að segja upp starfsfólki þar sem heimilin þurfa enn að veita ákveðna þjónustu. Þetta segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistuheimilanna, en hátt í fjörtíu starfsmönnum hefur verið sagt upp síðustu mánaðamót. 12. apríl 2021 10:37 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Í dag kom út viðamikil skýrsla þar sem rekstrarstaða hjúkrunarheimila er greind og hefur skýrslunnar verið beðið lengi. Skemmst er að minnast þess þegar Hrafnista sagði frá því fyrr í mánuðinum að hjúkrunarheimilið væri tilneytt að segja upp starfsfólki. Verulegar deilur hafa verið á milli rekstraraðila hjúkrunarheimila annars vegar og ríkis hins vegar um greiðslur vegna rekstrar heimilanna. Jafnframt eru dæmi um að rekstraraðilar vilji losna undan ábyrgð á rekstrinum, vegna viðvarandi taprekstrar, og hafi sagt sig frá rekstrinum eða óski þess að gera það. Umkvartanir aðila í greininni eru ekki orðin tóm, ef marka má skýrsluna. „Talsverðar breytingar hafa orðið á rekstrarumhverfi hjúkrunarheimila frá þeim tíma sem hér er einkum fjallað um, þ.e. 2017 til miðs árs 2020, þótt ekki sé langt um liðið. Munar þar sérstaklega um áhrif kjarasamninga sem gerðir voru árið 2020 og breyttu bæði launatöxtum, vinnutíma og fleiri þáttum,“ segir þar. Fram kemur að hjúkrunarheimilin þurfi um 4,7 milljarða króna til að ná lágmarksviðmiði Embættis landlæknis um fjölda umönnunarklukkustunda og hlutföll faglærðra og hjúkrunarfræðinga. Heimilin eru samkvæmt skýrslunni undir viðmiðum í þessum flokkum sem öðrum. „Það gengur ekki að hjúkrunarheimilin séu vel flest rekin með halla og ljóst að það verður að taka á því með einhverjum hætti. Nú þarf að leggjast yfir gögnin með það í huga en á þessu ári erum við auðvitað bundin af fjárlögum,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í tilkynningu um skýrsluna, sem hennar ráðuneyti gefur út. Ríkið eini kaupandinn Í skýrslunni er drepið á erfiða samningsstöðu hjúkrunarheimila á Íslandi: „Samningsstaða rekstraraðila gagnvart ríkinu er jafnframt mjög þröng því að ríkið eða stofnanir þess bæði ákveður þær fjárhæðir sem greiddar eru og setur regluverk sem hjúkrunarheimilum ber að fara eftir, þ.á m. um hvaða kröfur heimilin eiga að uppfylla. Ríkið er jafnframt eini kaupandinn að þeirri þjónustu sem heimilin veita. Rekstraraðilarnir geta ekki borið hugsanlegan ágreining sinn við ríkið undir óháðan aðila, nema þá hugsanlega dómstóla sem er sjaldnast greiðfær leið,“ segir í skýrslunni.
Eldri borgarar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Hrafnista hefur skuldbundið sig til að veita ákveðna þjónustu María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að hjúkrunarheimilum beri eftir sem áður að veita þá þjónustu sem þau hafa samið við SÍ um að veita. Bág fjárhagsstaða hjúkrunarheimila hefur verið til umræðu, síðast þegar Hrafnista sagði upp 40 starfsmönnum nýverið. 12. apríl 2021 17:37 Gætu þurft að neita að taka á móti „þungum“ sjúklingum Hrafnista hefur ekkert svigrúm til að segja upp starfsfólki þar sem heimilin þurfa enn að veita ákveðna þjónustu. Þetta segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistuheimilanna, en hátt í fjörtíu starfsmönnum hefur verið sagt upp síðustu mánaðamót. 12. apríl 2021 10:37 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Hrafnista hefur skuldbundið sig til að veita ákveðna þjónustu María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að hjúkrunarheimilum beri eftir sem áður að veita þá þjónustu sem þau hafa samið við SÍ um að veita. Bág fjárhagsstaða hjúkrunarheimila hefur verið til umræðu, síðast þegar Hrafnista sagði upp 40 starfsmönnum nýverið. 12. apríl 2021 17:37
Gætu þurft að neita að taka á móti „þungum“ sjúklingum Hrafnista hefur ekkert svigrúm til að segja upp starfsfólki þar sem heimilin þurfa enn að veita ákveðna þjónustu. Þetta segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistuheimilanna, en hátt í fjörtíu starfsmönnum hefur verið sagt upp síðustu mánaðamót. 12. apríl 2021 10:37