„Við ætlum að bjóða upp á einfaldan en góðan barseðil, við verðum með kokteila á krana, úrval af góðum bjór og náttúruvíni. Við höldum í gömlu góðu gleðina sem var á Bar Ananas en þó með nýrri umgjörð. Þetta þarf ekki að vera flókið, bara skemmtilegt,“ segir Mæja Sif Daníelsdóttir rekstrarstjóri í tilkynningu til fréttastofu um málið.
Bar Ananas var þekktur fyrir suðrænt yfirbragð þegar hann var og hét á tímabilinu 2014-2018. Eftir það lokaði hann og veitingastaðurinn Papaku var rekinn í húsnæðinu í tvö ár. Sá lagði upp laupana þegar kórónuveiran skall á í fyrra.