Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Framkvæmdir við byggingu Starbucks kaffihúss á Laugavegi 66-68 í Reykjavík eru langt á veg komnar. Búið er að setja upp merkingar alþjóðlegu kaffihúsakeðjunnar. Viðskipti innlent 21.3.2025 22:51
Má bera eiganda Gríska hússins út Leigusali húsnæðis á Laugavegi má bera út eiganda veitingastaðarins Gríska hússins en staðurinn hefur verið til húsa í umræddu húsnæði um nokkurra ára skeið. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þessari niðurstöðu og hefur Landsréttur staðfest hana. Innlent 18.3.2025 11:30
Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Tvö landssambönd og eitt stéttarfélag hafa kvartað til Samkeppniseftirlitsins vegna kjarsamnings Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) og Virðingar. Þau telja að samningurinn feli í sér ólöglegt samráð veitingafyrirtækja en félögin hafa nefnt Virðingu gervistéttarfélag. Viðskipti innlent 17.3.2025 11:07
Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Bæta á tveimur bíósölum við Smárabíó og uppfæra skemmtisvæði bíósins. Á sama tíma er unnið að endurnýjun og fjölgun veitingastaða í austurenda Smáralindar. Gert er ráð fyrir því að þrettán nýir veitingastaðir bætist við þar. Nýir bíósalir opna í haust. Í Smárabíó eru fyrir fimm bíósalir sem rúma um þúsund manns samanlagt. Viðskipti innlent 4. mars 2025 13:32
Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Í sumar verður nýtt baðlón opnað í uppsveitum Árnsessýslu undir nafninu Laugarás lagoon. Lónið verður við brúna sem liggur yfir Hvítá við byggðina í Laugarási. Ásamt baðlóninu verður veitingastaður opnaður, sem Gísli Matthías Auðunsson fer fyrir. Viðskipti innlent 4. mars 2025 10:10
Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Ekkert fékkst upp í ríflega 120 milljóna króna kröfur í þrotabú tveggja einkahlutafélaga hjóna sem ráku veitingastaði á Akureyri, meðal annars útibú keðjanna Hamborgarafabrikkunnar, Lemon og Blackbox þar í bæ. Viðskipti innlent 3. mars 2025 16:24
Hlýleg stemmning og einstök matarupplifun Í hjarta Reykjavíkur, á horni Skólavörðustígs og Óðinsgötu er að finna veitingastaðinn Sjávargrillið. Staðurinn er þekktur fyrir að bjóða upp á einstaka matarupplifun þar sem ferskasta hráefni er í forgrunni. Sjávargrillið er veitingastaður vikunnar á Vísi. Lífið samstarf 3. mars 2025 08:47
Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Gjaldþrota veitingamaður mátti greiða innflytjanda Coca-Cola á Íslandi tæplega þrjátíu milljónir króna, rétt áður en hann varð gjaldþrota. Hæstiréttur taldi innflytjandann ekki hafa verið grandsaman um ógjaldfærni veitingamannsins þrátt fyrir að félög hans væru í verulegum fjárhagsvanda. Viðskipti innlent 27. febrúar 2025 13:22
Vilja hvalkjöt af matseðlinum Fjöldi þjóðþekktra einstaklinga, listamanna og annarra, hafa skrifað undir áskorun sem beinist að veitingamönnum, áskorun þess efnis að þeir taki hvalkjöt af matseðli sínum. Innlent 26. febrúar 2025 10:35
Bobbingastaður í bobba Fyrirtækið Hooters of America, sem rekur veitingastaðakeðjuna Hooters, er sagt vinna með lánadrottnum að því að lýsa yfir gjaldþroti á næstu mánuðum. Viðskipti erlent 23. febrúar 2025 21:14
„Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Starfsmenn KFC á Selfossi ráða sér ekki yfir kæti þessa dagana því veitingastjóri staðarins lent í öðru sæti í keppni á heimsvísu um besta hamborgarann hjá veitingakeðjunni. Keppandinn segir að um þynnkuborgara sé fyrst og fremst að ræða enda sé hann trylltur í þynnkunni. Lífið 22. febrúar 2025 19:51
Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On Alþjóðlega veitingastaðakeðjan Wok to Walk opnaði fyrsta staðinn sinn hér á landi í desember en í dag eru þeir þrír talsins; í Borgartúni í Reykjavík, á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði og á Smáratorgi. Staðirnir bjóða upp á ferskan asískan götubita sem er eldaður á wok pönnum yfir opnum eldi fyrir framan gestina. Lífið samstarf 21. febrúar 2025 11:30
Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Allt tiltækt slökkvilið var kallað út í nótt á þriðja tímanum þegar eldur kom upp í veitingastaðnum Hamborgarafabrikkunni, sem staðsettur er á Höfðatorgi við Katrínartún. Innlent 20. febrúar 2025 06:44
Ofurstinn flytur til Texas Höfuðstöðvar skyndibitakeðjunnar Kentucky Fried Chicken verða fluttar frá Louisville í Kentucky til Plano í Texas. Þetta tilkynntu forsvarsmenn Yum Brands, móðurfélags KFC, í gær. Fyrirtækið víðfræga var, eins og nafnið gefur til kynna, stofnað í Kentucky. Viðskipti erlent 19. febrúar 2025 09:58
Eldur í mathöllinni í Hveragerði Eldur kviknaði í morgun í djúpsteikingarpotti á veitingastað Yuzu í Gróðurhúsinu, mathöllinni í Hveragerði. Slökkvilið vinnur nú að því að tryggja vettvanginn og reykræsta. Útkallið barst um klukkan 11.25 til slökkviliðsins.Mathöllin er lokuð en opnar aftur seinnipartinn. Innlent 18. febrúar 2025 11:49
„Aðfinnsluvert háttalag“ og sofið á salerni veitingastaðar Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tvær tilkynningar í gærkvöldi eða nótt um líkamsárásir í miðborginni en engar frekari upplýsingar er að finna um málin í yfirliti lögreglu yfir verkefni á vaktinni. Innlent 17. febrúar 2025 06:16
Í samkeppni við Noona með Sinna Inga Tinna Sigurðardóttir, eigandi Dineout.is, opnaði nýlega nýtt markaðstorg á vefnum sinna.is þar sem hægt er að bóka tíma í hárgreiðslu, á snyrtistofu, heilsulind, nudd og ýmsa þjálfun. Inga Tinna segir þau leggja áherslu á heilsu og vellíðan. Um 60 rekstraraðilar hafa skráð sig á síðuna. Neytendur 7. febrúar 2025 06:46
Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Rafn Heiðar Ingólfsson hefur verið ráðinn veitingastjóri Olís. Viðskipti innlent 6. febrúar 2025 12:13
Eldur kom upp í matarvagni Eldur kom upp í matarvagni í Kópavogi. Tilkynning barst slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu fyrir skemmstu og eru slökkviliðsmenn á leiðinni á vettvang. Innlent 3. febrúar 2025 20:30
Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Langar raðir mynduðust þegar heimsfrægur hamborgarastaður opnaði í Garðabæ í dag. Staðurinn var hins vegar aðeins opinn í dag og komust færri að en vildu. Lífið 2. febrúar 2025 20:08
Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Fjarlægðin gerir fjöllin blá og samningamál ósanngjarnari. Það er einfaldlega niðurstaðan af heildarsamningamálum SA við verkalýðshreyfinguna og tekur SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, heilshugar undir með Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, stjórnarmanni SA, um að óskynsamlegt sé að stilla fyrirtækjum upp við vegg í erfiðum aðstæðum. Skoðun 31. janúar 2025 07:30
Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Sveitarstjóri Langanesbyggðar segir að uppákoma í kjölfar sérsveitaraðgerðar á Bakkafirði í haust hafi verið kornið sem fyllti mælinn sem leiddi til þess að nú sé lagt til að leigusamningi við ferðaþjónustufyrirtæki þar verði sagt upp. Eigandi þess gagnrýndi neikvæðni og afskiptasemi íbúa eftir aðgerðina. Innlent 28. janúar 2025 07:02
Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Sala á Guinness-bjór hefur margfaldast á liðnum árum að sögn bareiganda, sem rekur auknar vinsældir að miklu leyti til samfélagsmiðlaæðis. Þá eru íslenskir djammarar farnir að stela Guinness-glösum í unnvörpum, þannig að borið hefur á glasaskorti á öldurhúsum borgarinnar. Lífið 25. janúar 2025 10:17
Kaffi Kjós til sölu Kaffi Kjós við Meðalfellsveg er til sölu. Kaffihúsið hefur verið rekið frá árinu 1998 og eigendur segja samfélagið á svæðinu vona að veitingarekstur haldi þar áfram. Viðskipti innlent 21. janúar 2025 19:55