Neita að ræða við uppreisnarmennina sem felldu forsetann Samúel Karl Ólason skrifar 26. apríl 2021 08:42 Hermenn Tjad fyrir framan kosningaskilti Idriss Deby. EPA/CHRISTOPHE PETIT TESSON Herráð Tjad mun ekki hefja viðræður við uppreisnarmennina sem felldu Idriss Deby, forseta landsins til þrjátíu ára. Eykur það líkurnar á því að uppreisnarmennirnir láti verða af hótunum sínum og ráðist á höfuðborg landsins, í samráði við aðra hópa sem eru ósáttir við að sonur Deby, Magamat, hafi tekið völdin í Tjad. Uppreisnarhópurinn kallast FACT og hafa þeir verið með höfuðstöðvar í Líbíu. Fyrr í þessum mánuði gerðu þeir þó atlögu að Tjad, sama dag og Deby var kosinn til að sitja áfram í embætti forseta. Hann vann kosningarnar auðveldlega, samkvæmt opinberum tölum, en helstu leiðtogar stjórnarandstöðunnar neituðu að taka þátt í kosningunum. Degi eftir kosningarnar var tilkynnt að Deby hefði særst er hann heimsótti hermenn sem börðust gegn uppreisnarmönnunum og hann hefði dáið vegna sára sinna. Sonur hans, Mahamat Idriss Deby, var gerður að formanni herráðs landsins sem tók völdin. Ráðið segir að um tímabundna stjórn sé að ræða og að kosningar verði haldnar eftir eitt og hálft ár. Stjórnarandstaða Tjad segir Mahamat og herráðið hafa framið valdarán. Forseti þingsins hafi með réttu átt að taka við stjórn Tjad. Því hefur stjórnarandstaðan kallað eftir mótmælum í vikunni. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sótti jarðarför Deby en Tjad var frönsk nýlenda á árum áður og aðgerðum Franska hersins gegn vígamönnum á Sahel-svæðinu svokallaða er stýrt frá herstöð í landinu. Vígahópum og íslamistum hefur vaxið ásmegin á svæðinu á undanförnum árum. Sjá einnig: Vígamenn mala gull í Afríku Talsmaður FACT sagði í samtali við AP fréttaveituna að uppreisnarmennirnir ættu í viðræðum við aðra hópa vopnaðra manna sem séu ósáttir við að Mahamat hafi tekið völdin í Tjad. Uppreisnarmennirnir tilkynntu um helgina að þeir væru tilbúnir til viðræðna við herráðið. Þeirri yfirlýsingu var ekki tekið fagnandi. Talsmaður hersins sagði í sjónvarpsávarpi uppreisnarmennirnir ætluðu sér að starfa með vígahópum og mannræningjum sem hafi starfað sem málaliðar í Líbíu. Ástandið væri ógn gegn stöðugleika í Tjad og Sahel og ekki væri hægt að ræða við þessa „útlaga“. „Þetta eru uppreisnarmenn, sem er ástæðan fyrir því að við erum að gera loftárásir á þá. Við erum í stríði,“ hefur BBC eftir herforingjanum Azem Bermendao Agouna. Agouna sagði að uppreisnarmenn hefðu flúið til Níger og kallaði hann eftir samvinnu yfirvalda þar. Tjad Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Traustið við frostmark Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Ummæli Trumps lofi ekki góðu Innlent Fleiri fréttir Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Sjá meira
Uppreisnarhópurinn kallast FACT og hafa þeir verið með höfuðstöðvar í Líbíu. Fyrr í þessum mánuði gerðu þeir þó atlögu að Tjad, sama dag og Deby var kosinn til að sitja áfram í embætti forseta. Hann vann kosningarnar auðveldlega, samkvæmt opinberum tölum, en helstu leiðtogar stjórnarandstöðunnar neituðu að taka þátt í kosningunum. Degi eftir kosningarnar var tilkynnt að Deby hefði særst er hann heimsótti hermenn sem börðust gegn uppreisnarmönnunum og hann hefði dáið vegna sára sinna. Sonur hans, Mahamat Idriss Deby, var gerður að formanni herráðs landsins sem tók völdin. Ráðið segir að um tímabundna stjórn sé að ræða og að kosningar verði haldnar eftir eitt og hálft ár. Stjórnarandstaða Tjad segir Mahamat og herráðið hafa framið valdarán. Forseti þingsins hafi með réttu átt að taka við stjórn Tjad. Því hefur stjórnarandstaðan kallað eftir mótmælum í vikunni. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sótti jarðarför Deby en Tjad var frönsk nýlenda á árum áður og aðgerðum Franska hersins gegn vígamönnum á Sahel-svæðinu svokallaða er stýrt frá herstöð í landinu. Vígahópum og íslamistum hefur vaxið ásmegin á svæðinu á undanförnum árum. Sjá einnig: Vígamenn mala gull í Afríku Talsmaður FACT sagði í samtali við AP fréttaveituna að uppreisnarmennirnir ættu í viðræðum við aðra hópa vopnaðra manna sem séu ósáttir við að Mahamat hafi tekið völdin í Tjad. Uppreisnarmennirnir tilkynntu um helgina að þeir væru tilbúnir til viðræðna við herráðið. Þeirri yfirlýsingu var ekki tekið fagnandi. Talsmaður hersins sagði í sjónvarpsávarpi uppreisnarmennirnir ætluðu sér að starfa með vígahópum og mannræningjum sem hafi starfað sem málaliðar í Líbíu. Ástandið væri ógn gegn stöðugleika í Tjad og Sahel og ekki væri hægt að ræða við þessa „útlaga“. „Þetta eru uppreisnarmenn, sem er ástæðan fyrir því að við erum að gera loftárásir á þá. Við erum í stríði,“ hefur BBC eftir herforingjanum Azem Bermendao Agouna. Agouna sagði að uppreisnarmenn hefðu flúið til Níger og kallaði hann eftir samvinnu yfirvalda þar.
Tjad Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Traustið við frostmark Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Ummæli Trumps lofi ekki góðu Innlent Fleiri fréttir Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Sjá meira