Breyttu vélaverkstæði í fimleikahús Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2021 13:30 Fimleikastelpur úr Gerplu stilla sér hér upp fyrir ljósmyndarann. Fésbókin/Íþróttafélagið Gerpla Íþróttafélagið Gerpla hélt upp á fimmtíu ára afmæli sitt í gær og í tilefni af hálfrar aldrar afmæli félagsins var sett saman fróðlegt myndband um sögu fimleikafélagsins. Forráðamenn Gerplu fóru í það að halda sögu félagsins hátt að lofti með því að segja frá merkilegri fimmtíu ára sögu Kópavogsfélagsins en á síðu Gerplu kemur fram að Gerplufólk sé þakklát þeim viðmælendum sem tóku þátt í að aðstoða þau við að rifja upp söguna sem er aldeilis litrík og skemmtileg. Gerpla var stofnað 25. apríl 1971 og fagnaði afmælinu sínu í gær með því að sýna smá brot úr afmælismyndbandinu um sögu félagsins. „Í tilefni þessara tímamóta hefur verið ráðist í gerð afmælismyndbands til að fanga söguna frá upphafi. Frumsýning þess myndbands í fullri lengd verður þegar aðstæður í samfélaginu leyfa og við náum að halda uppá tímamótin saman,“ segir í fréttinni á fésbókarsíðu Gerplu. Í þessu myndbroti má meðal annars sjá myndir frá því hvernig Gerpla eignaðist sitt eigið fimleikahús en það er ekki hægt að segja annað en það hafi verið mjög sérstakt. Það var algjör bylting hjá félaginu við að fá hús fyrir sig en það sem kannski færri vissu var að þetta hús var áður vélaverkstæði. Það var álit fólksins á bak við Gerplu að það væri mögulegt að breyta vélaverkstæði í fimleikahús en það kostaði mikla vinnu og heilu sumarfríin sem fóru í það eins og fram kemur í brotinu úr myndbandinu. Þar kemur einnig fram að einstaklingar hafi þurft að veðsetja húsin sín til þess að standa með félaginu sínu. Fyrsta íþróttahús Gerplu var opnað 2. október 1978 á Skemmuvegi 6 í Kópavogi. Salurinn var 32,4 metrar á lengd og 19 metrar á breidd. Tómas Guðmundsson var þá formaður félagsins og stýrði framkvæmd verksins en það var allt unnið í sjálfboðavinnu. Í frétt í Morgunblaðinu kemur fram að margir félagar hafi unnið hundrað tíma í húsinu sumarið 1978 og nokkrir yfir tvö hundruð tíma. „Það fór vel um Gerplu á Skemmuveginum og margar frábærar minningar sem Gerplufólk á þaðan. Þar var sett upp ein fyrsta fimleikagryfjan sem var mikil bylting, eitthvað sem börnum í fimleikum í dag þætti óhugsandi að hafa ekki. Annað sem iðkendum okkar í dag þætti óhugsandi væri að þurfa að rúlla út og setja upp öll áhöld í byrjun hverrar æfingar, og taka þau svo saman og ganga frá aftur inn í tækjageymslu að æfingum loknum, því aðrar íþróttir voru einnig stundaðar á Skemmuveginum,“ segir í fréttinni á heimasíðu Gerplu. Gerpla hafði aðstöðu á Skemmuveginum þar til að félagið flutti í sitt frábæra fimleikahús í Versölum á árinu 2005. Þriðja húsið var síðan nýtt fimleikahús í Vatnsenda í Kópavoginum sen var opnað á árinu 2018. Það má sjá fésbókarfærsluna og brotið úr myndbandið hér fyrir ofan. Fimleikar Kópavogur Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann Sjá meira
Forráðamenn Gerplu fóru í það að halda sögu félagsins hátt að lofti með því að segja frá merkilegri fimmtíu ára sögu Kópavogsfélagsins en á síðu Gerplu kemur fram að Gerplufólk sé þakklát þeim viðmælendum sem tóku þátt í að aðstoða þau við að rifja upp söguna sem er aldeilis litrík og skemmtileg. Gerpla var stofnað 25. apríl 1971 og fagnaði afmælinu sínu í gær með því að sýna smá brot úr afmælismyndbandinu um sögu félagsins. „Í tilefni þessara tímamóta hefur verið ráðist í gerð afmælismyndbands til að fanga söguna frá upphafi. Frumsýning þess myndbands í fullri lengd verður þegar aðstæður í samfélaginu leyfa og við náum að halda uppá tímamótin saman,“ segir í fréttinni á fésbókarsíðu Gerplu. Í þessu myndbroti má meðal annars sjá myndir frá því hvernig Gerpla eignaðist sitt eigið fimleikahús en það er ekki hægt að segja annað en það hafi verið mjög sérstakt. Það var algjör bylting hjá félaginu við að fá hús fyrir sig en það sem kannski færri vissu var að þetta hús var áður vélaverkstæði. Það var álit fólksins á bak við Gerplu að það væri mögulegt að breyta vélaverkstæði í fimleikahús en það kostaði mikla vinnu og heilu sumarfríin sem fóru í það eins og fram kemur í brotinu úr myndbandinu. Þar kemur einnig fram að einstaklingar hafi þurft að veðsetja húsin sín til þess að standa með félaginu sínu. Fyrsta íþróttahús Gerplu var opnað 2. október 1978 á Skemmuvegi 6 í Kópavogi. Salurinn var 32,4 metrar á lengd og 19 metrar á breidd. Tómas Guðmundsson var þá formaður félagsins og stýrði framkvæmd verksins en það var allt unnið í sjálfboðavinnu. Í frétt í Morgunblaðinu kemur fram að margir félagar hafi unnið hundrað tíma í húsinu sumarið 1978 og nokkrir yfir tvö hundruð tíma. „Það fór vel um Gerplu á Skemmuveginum og margar frábærar minningar sem Gerplufólk á þaðan. Þar var sett upp ein fyrsta fimleikagryfjan sem var mikil bylting, eitthvað sem börnum í fimleikum í dag þætti óhugsandi að hafa ekki. Annað sem iðkendum okkar í dag þætti óhugsandi væri að þurfa að rúlla út og setja upp öll áhöld í byrjun hverrar æfingar, og taka þau svo saman og ganga frá aftur inn í tækjageymslu að æfingum loknum, því aðrar íþróttir voru einnig stundaðar á Skemmuveginum,“ segir í fréttinni á heimasíðu Gerplu. Gerpla hafði aðstöðu á Skemmuveginum þar til að félagið flutti í sitt frábæra fimleikahús í Versölum á árinu 2005. Þriðja húsið var síðan nýtt fimleikahús í Vatnsenda í Kópavoginum sen var opnað á árinu 2018. Það má sjá fésbókarfærsluna og brotið úr myndbandið hér fyrir ofan.
Fimleikar Kópavogur Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann Sjá meira