Nú þarf sjálfbærni í öllum rekstri Tómas Njáll Möller skrifar 27. apríl 2021 07:31 Við erum á tímamótunvarðandi þróun umhverfis okkar og samfélaga. Við stöndum á krossgötum þar sem val um leiðir, aðgerðir og aðgerðarleysi ræður miklu um hvort við náum að snúa samfélögum okkar, framleiðslu og neyslu á braut sjálfbærni. Það mun hafa mikil áhrif á framtíð okkar, barna okkar og afkomenda þeirra. Við stöndum frammi fyrir gríðarlegri áskorun varðandi loftslagmál og grundvöllvistkerfa sem við treystum á. Þessar áskoranir kunna að virka ógnvekjandi en þær fela í líka í sér óþrjótandi tækifæri fyrir nýsköpun, ný atvinnutækifæri og sterkari samkeppnisstöðu. Frá Holocene til Anthropocene – hvað er það? Í fyrsta sinn í sögu jarðar eru athafnir manna ráðandi þáttur í þróun vistkerfa. Við lok síðustu ísaldar tók við rúmlega tíu þúsund ára tímabil sem er nefnt Holocene (nútíminn). Á þeim tíma hefur hitastig sveiflast á um einnar gráðu bili. Það skapaði aðstæður fyrir manninn að þróa þau nútímasamfélög sem við þekkjum. Upp úr 1950 tók við nýtt tímabil sem nefnist Anthropocene. Það vísar til áhrifa mannsins sem birtast m.a. í óæskilegri hlýnun loftslags, ógnun líffræðilegs fjölbreytileika og ójafnvægis í mikilvægum vistkerfum. Þessi áhrif mannsins munu að óbreyttu valda mannkyninu gríðarlegum búsifjum. Iðnbyltingin hefur fært okkur fordæmalausa velmegun en því miður byggir hún ekki á sjálfbærum forsendum. Mikilvægur vitnisburður um stöðuna og leiðir fram á við Sir David Attenborough dregur upp sterka mynd í bók sinni A Life on Our Planet sem og í samnefndri kvikmynd. Bókin byggir á ævistarfi hans en hann er nú 94 ára.Attenborough bendir okkur á að frá árinu 1938 hafi mannfjöldi farið úr 2,3 milljörðum í 7,8 milljarða og villt landsvæði minnkað úr 64% í 35%. Á sama tíma hefur kolefni í andrúmsloftinu aukist um nær helming og er nú meira en nokkru sinni í sögu mannkyns. Attenborough kveðst hafa áhyggjur fyrir hönd þeirra sem lifa munu næstu 90 árin ef við höldum óbreyttum lifnaðarháttum. Vísindamenn benda á að líf á jörðinni sé á leið á endastöð. Attenborough bendir okkur þó á leið til bjartari framtíðar en sú leið krefst þess að við stýrum athöfnum okkar innan ramma sjálfbærs hagkerfis. Til þess þurfum við að: hætta að reikna með að vöxtur geti verið óendanlegur færa okkur yfir í hreina orku vernda lífríki heimshafanna og gefa þeim færi á að ná fyrri styrk taka minna pláss fyrir athafnir okkar veita villtri náttúru meira rými skapa aðstæður til að stöðva fólksfjölgun og síðast en ekki síst; ná tökum á sjálfbærri þróun og lifnaðarháttum Við höfum þekkinguna og framtíðin er í okkar höndum. Viljinn er allt sem þarf. Tilvísun til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun: Samstillt náum við miklu meiri árangri Grunnstef Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni - er að vera umræðuvaki, fræðsluvettvangur og brúarsmiður. Með því að horfa á stóru myndina og setja hlutina í samhengi vill Festa styðja aðildarfélög sín og aðra til að vinna að sjálfbæru samfélagi. Samfélagi sem útilokar ekki komandi kynslóðir frá því að geta lifað góðu lífi. Meðal helstu áherslumála Festu eru heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, loftslagsmarkmið, hringrásarhagkerfi, fjárfestingar í þágu sjálfbærni og vegvísar fyrir sjálfbæran rekstur. Á vef Festu (www.samfelagsabyrgd.is) má finna ýmsan fróðleik og leiðbeiningar fyrir fyrirtæki, stofnanir og einyrkja varðandi sjálfbæran rekstur. Vegferðin að sjálfbæru samfélagi getur falið í sér óþrjótandi tækifæri fyrir Ísland til að skapa ný og góð störf, styðja við sanngjarnt samfélag, viðhalda lífsgæðum, skapa sjálfbær fjárfestingartækifæri og efla samkeppnisstöðu okkar. Bill Gates bendir á það og útskýrir í nýlegri bók sinni, How to Avoid a Climate Disaster, að þau ríki sem nái fyrst kolefnishlutleysi muni standa mun betur að vígi í samkeppninni. Áratugur aðgerða er runninn upp Þjóðir heims settu sér skýr og metnaðarfull markmið árið 2015 með gerð Parísarsáttmálans um aðgerðir í loftslagsmálum og með samþykkt heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Sáttmálarnir eru öflugir vegvísar og innihalda mikilvæg markmið sem er brýnt að ná fyrir árið 2030. Það er viðeigandi að nefna nýhafinn áratug, áratug aðgerða. Við þurfum að vinna saman að settum markmiðum, sýna áræðni og framsýni. Það er ekki eftir neinu að bíða. Höfundur er formaður Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni og yfirlögfræðingur lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Við erum á tímamótunvarðandi þróun umhverfis okkar og samfélaga. Við stöndum á krossgötum þar sem val um leiðir, aðgerðir og aðgerðarleysi ræður miklu um hvort við náum að snúa samfélögum okkar, framleiðslu og neyslu á braut sjálfbærni. Það mun hafa mikil áhrif á framtíð okkar, barna okkar og afkomenda þeirra. Við stöndum frammi fyrir gríðarlegri áskorun varðandi loftslagmál og grundvöllvistkerfa sem við treystum á. Þessar áskoranir kunna að virka ógnvekjandi en þær fela í líka í sér óþrjótandi tækifæri fyrir nýsköpun, ný atvinnutækifæri og sterkari samkeppnisstöðu. Frá Holocene til Anthropocene – hvað er það? Í fyrsta sinn í sögu jarðar eru athafnir manna ráðandi þáttur í þróun vistkerfa. Við lok síðustu ísaldar tók við rúmlega tíu þúsund ára tímabil sem er nefnt Holocene (nútíminn). Á þeim tíma hefur hitastig sveiflast á um einnar gráðu bili. Það skapaði aðstæður fyrir manninn að þróa þau nútímasamfélög sem við þekkjum. Upp úr 1950 tók við nýtt tímabil sem nefnist Anthropocene. Það vísar til áhrifa mannsins sem birtast m.a. í óæskilegri hlýnun loftslags, ógnun líffræðilegs fjölbreytileika og ójafnvægis í mikilvægum vistkerfum. Þessi áhrif mannsins munu að óbreyttu valda mannkyninu gríðarlegum búsifjum. Iðnbyltingin hefur fært okkur fordæmalausa velmegun en því miður byggir hún ekki á sjálfbærum forsendum. Mikilvægur vitnisburður um stöðuna og leiðir fram á við Sir David Attenborough dregur upp sterka mynd í bók sinni A Life on Our Planet sem og í samnefndri kvikmynd. Bókin byggir á ævistarfi hans en hann er nú 94 ára.Attenborough bendir okkur á að frá árinu 1938 hafi mannfjöldi farið úr 2,3 milljörðum í 7,8 milljarða og villt landsvæði minnkað úr 64% í 35%. Á sama tíma hefur kolefni í andrúmsloftinu aukist um nær helming og er nú meira en nokkru sinni í sögu mannkyns. Attenborough kveðst hafa áhyggjur fyrir hönd þeirra sem lifa munu næstu 90 árin ef við höldum óbreyttum lifnaðarháttum. Vísindamenn benda á að líf á jörðinni sé á leið á endastöð. Attenborough bendir okkur þó á leið til bjartari framtíðar en sú leið krefst þess að við stýrum athöfnum okkar innan ramma sjálfbærs hagkerfis. Til þess þurfum við að: hætta að reikna með að vöxtur geti verið óendanlegur færa okkur yfir í hreina orku vernda lífríki heimshafanna og gefa þeim færi á að ná fyrri styrk taka minna pláss fyrir athafnir okkar veita villtri náttúru meira rými skapa aðstæður til að stöðva fólksfjölgun og síðast en ekki síst; ná tökum á sjálfbærri þróun og lifnaðarháttum Við höfum þekkinguna og framtíðin er í okkar höndum. Viljinn er allt sem þarf. Tilvísun til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun: Samstillt náum við miklu meiri árangri Grunnstef Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni - er að vera umræðuvaki, fræðsluvettvangur og brúarsmiður. Með því að horfa á stóru myndina og setja hlutina í samhengi vill Festa styðja aðildarfélög sín og aðra til að vinna að sjálfbæru samfélagi. Samfélagi sem útilokar ekki komandi kynslóðir frá því að geta lifað góðu lífi. Meðal helstu áherslumála Festu eru heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, loftslagsmarkmið, hringrásarhagkerfi, fjárfestingar í þágu sjálfbærni og vegvísar fyrir sjálfbæran rekstur. Á vef Festu (www.samfelagsabyrgd.is) má finna ýmsan fróðleik og leiðbeiningar fyrir fyrirtæki, stofnanir og einyrkja varðandi sjálfbæran rekstur. Vegferðin að sjálfbæru samfélagi getur falið í sér óþrjótandi tækifæri fyrir Ísland til að skapa ný og góð störf, styðja við sanngjarnt samfélag, viðhalda lífsgæðum, skapa sjálfbær fjárfestingartækifæri og efla samkeppnisstöðu okkar. Bill Gates bendir á það og útskýrir í nýlegri bók sinni, How to Avoid a Climate Disaster, að þau ríki sem nái fyrst kolefnishlutleysi muni standa mun betur að vígi í samkeppninni. Áratugur aðgerða er runninn upp Þjóðir heims settu sér skýr og metnaðarfull markmið árið 2015 með gerð Parísarsáttmálans um aðgerðir í loftslagsmálum og með samþykkt heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Sáttmálarnir eru öflugir vegvísar og innihalda mikilvæg markmið sem er brýnt að ná fyrir árið 2030. Það er viðeigandi að nefna nýhafinn áratug, áratug aðgerða. Við þurfum að vinna saman að settum markmiðum, sýna áræðni og framsýni. Það er ekki eftir neinu að bíða. Höfundur er formaður Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni og yfirlögfræðingur lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun