Landsnet kærir ákvörðun Voga Samúel Karl Ólason skrifar 26. apríl 2021 13:28 Ragmagnslínur á Reykjanesi. Bæjarstjórn Voga vill Suðurnesjalínu 2 í jarðstreng en Landsnet segir það ekki góðan kost. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn Landsnets hafa ákveðið að að vísa ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Deilt hefur verið um framkvæmdirnar um árabil en Grindavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær höfðu áður samþykkt umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi. Bæjarstjórn Voga hafnaði framkvæmdaleyfinu nýverið og vill frekar að lagður verði jarðstrengur en að spennulínur verði reistar. Kæra Landsnets byggir, samkvæmt tilkynningu, á því „að skilyrði laga fyrir veitingu framkvæmdaleyfis hafi verið uppfyllt og því sé höfnun Voga ólögmæt auk þess sem hún vekur upp mörg álitamál sem nauðsynlegt er að fá skorið úr um“. Í tilkynningunni er haft eftir Guðmundi Inga Ásmundarsyni, forstjóra Landsnets, að Suðurnesjalína 2 sé mikilvæg framkvæmd til að tryggja raforkuöryggi íbúa og atvinnulífs á Suðurnesjum. Stjórnvöld hafi sett svæðið í forgang við uppbyggingu flutningskerfisins enda sé öryggi raforkukerfisins á svæðinu ábótavant. „Þrjú af fjórum sveitarfélögum sem línan mun liggja um, og nær allir landeigendur, hafa samþykkt lagningu hennar. Ákvörðun Voga að hafna framkvæmdaleyfinu, þrátt fyrir að Landsnet hafi uppfyllt öll skilyrði fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis, voru því vonbrigði og setur verkefnið í uppnám“ segir Guðmundur. Landsnet segir að að loftlínuvalkosturinn tryggi best afhendingaröryggi raforku af þeim kostum sem voru skoðaðir. Rannsóknir hafi sýnt að svæðið sé útsett fyrir jarðskjálftum og eldgosum sem geri jarðstreng ekki góðan kost. Hraunrennsli og jarðskjálftar geti skemmt hann en loftlínur þoli hreyfingu betur og hægt sé að verja þær gegn hrauni. Einnig felur jarðstrengsvalkostur í sér umtalsverðan viðbótarkostnað sem notendur raforku þyrftu að borga. Auk þess sem sá kostur fellur ekki að stefnu stjórnvalda um lagningu raflína í flutningskerfinu og er ekki í samræmi við raforkulög. Í ljósi þessa er Landsneti að lögum ekki heimilt að ráðast í dýrari framkvæmd enda hafi dómstólar komist að niðurstöðu um að líta beri til sjónarmiða um hagkvæmni og öryggi við ákvarðanir uppbyggingu flutningskerfisins, m.a. viðmiða stefnu stjórnvalda um lagningu raflína,“ segir í tilkynningunni. Orkumál Vogar Grindavík Hafnarfjörður Reykjanesbær Suðurnesjalína 2 Tengdar fréttir Myndu verja línuna með varnargörðum eða kælingu Ólíklegt er talið að eldgos á Reykjanesi myndi valda truflunum á raforkuflutningi Suðurnesjalínu á Reykjanesi miðað við nýtt áhættumat. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti. Ef útlit sé fyrir að hraun muni ógna háspennulínum verði tími til að grípa til aðgerða og verja línuna með gerð varnargarða eða kælingu með öflugum dælum. 4. mars 2021 15:34 Skoða leiðir til að verja Suðurnesjalínu fyrir mögulegu eldgosi Landsnet býr nú starfsemi sína undir nokkrar sviðsmyndir ef til eldgoss kæmi á Reykjanesskaga. 3. mars 2021 14:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Bæjarstjórn Voga hafnaði framkvæmdaleyfinu nýverið og vill frekar að lagður verði jarðstrengur en að spennulínur verði reistar. Kæra Landsnets byggir, samkvæmt tilkynningu, á því „að skilyrði laga fyrir veitingu framkvæmdaleyfis hafi verið uppfyllt og því sé höfnun Voga ólögmæt auk þess sem hún vekur upp mörg álitamál sem nauðsynlegt er að fá skorið úr um“. Í tilkynningunni er haft eftir Guðmundi Inga Ásmundarsyni, forstjóra Landsnets, að Suðurnesjalína 2 sé mikilvæg framkvæmd til að tryggja raforkuöryggi íbúa og atvinnulífs á Suðurnesjum. Stjórnvöld hafi sett svæðið í forgang við uppbyggingu flutningskerfisins enda sé öryggi raforkukerfisins á svæðinu ábótavant. „Þrjú af fjórum sveitarfélögum sem línan mun liggja um, og nær allir landeigendur, hafa samþykkt lagningu hennar. Ákvörðun Voga að hafna framkvæmdaleyfinu, þrátt fyrir að Landsnet hafi uppfyllt öll skilyrði fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis, voru því vonbrigði og setur verkefnið í uppnám“ segir Guðmundur. Landsnet segir að að loftlínuvalkosturinn tryggi best afhendingaröryggi raforku af þeim kostum sem voru skoðaðir. Rannsóknir hafi sýnt að svæðið sé útsett fyrir jarðskjálftum og eldgosum sem geri jarðstreng ekki góðan kost. Hraunrennsli og jarðskjálftar geti skemmt hann en loftlínur þoli hreyfingu betur og hægt sé að verja þær gegn hrauni. Einnig felur jarðstrengsvalkostur í sér umtalsverðan viðbótarkostnað sem notendur raforku þyrftu að borga. Auk þess sem sá kostur fellur ekki að stefnu stjórnvalda um lagningu raflína í flutningskerfinu og er ekki í samræmi við raforkulög. Í ljósi þessa er Landsneti að lögum ekki heimilt að ráðast í dýrari framkvæmd enda hafi dómstólar komist að niðurstöðu um að líta beri til sjónarmiða um hagkvæmni og öryggi við ákvarðanir uppbyggingu flutningskerfisins, m.a. viðmiða stefnu stjórnvalda um lagningu raflína,“ segir í tilkynningunni.
Orkumál Vogar Grindavík Hafnarfjörður Reykjanesbær Suðurnesjalína 2 Tengdar fréttir Myndu verja línuna með varnargörðum eða kælingu Ólíklegt er talið að eldgos á Reykjanesi myndi valda truflunum á raforkuflutningi Suðurnesjalínu á Reykjanesi miðað við nýtt áhættumat. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti. Ef útlit sé fyrir að hraun muni ógna háspennulínum verði tími til að grípa til aðgerða og verja línuna með gerð varnargarða eða kælingu með öflugum dælum. 4. mars 2021 15:34 Skoða leiðir til að verja Suðurnesjalínu fyrir mögulegu eldgosi Landsnet býr nú starfsemi sína undir nokkrar sviðsmyndir ef til eldgoss kæmi á Reykjanesskaga. 3. mars 2021 14:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Myndu verja línuna með varnargörðum eða kælingu Ólíklegt er talið að eldgos á Reykjanesi myndi valda truflunum á raforkuflutningi Suðurnesjalínu á Reykjanesi miðað við nýtt áhættumat. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti. Ef útlit sé fyrir að hraun muni ógna háspennulínum verði tími til að grípa til aðgerða og verja línuna með gerð varnargarða eða kælingu með öflugum dælum. 4. mars 2021 15:34
Skoða leiðir til að verja Suðurnesjalínu fyrir mögulegu eldgosi Landsnet býr nú starfsemi sína undir nokkrar sviðsmyndir ef til eldgoss kæmi á Reykjanesskaga. 3. mars 2021 14:53