Meint klámhögg Brynjars og meintur grátur Guðmundar Jakob Bjarnar skrifar 27. apríl 2021 13:59 Guðmundur Andri er afar ósáttur við ummæli Brynjars um heiðurslaunin og Bubba. En Brynjar heldur því fram að hann hafi hreint ekki verið að ráðast á poppgoðið. Þingmenn takast hart á um umdeild ummæli sem féllu þar sem heiðurslaun listamanna voru notuð til dæmis. Sem segir talsvert um átakalínur í íslenskri pólitík, ef að er gáð. Pistill þingmannsins Brynjars Níelssonar, sem birtist á Vísi í gær, hefur vakið mikil viðbrögð. Pistillinn fjallar um Samherja og mál sem tengjast sjávarútvegsfyrirtækinu. En hefur á samfélagsmiðlum einkum hverfst um dæmi sem Brynjar tók til að undirstrika þá skoðun sína að forsenda velferðarkerfisins væri öflugt atvinnulíf. Brynjar sagði, en Bubbi Morthens hefur verið meðal þeirra sem gagnrýnt hefur framgöngu Samherja í málum sem snúa að fréttaflutningi Ríkisútvarpsins og Helga Seljan af fyrirtækinu, að heiðurslaun væru til að mynda óhugsandi án Samherja og annarra sambærilegra fyrirtækja. Segja má að ummælin hafi kallað fram holskefla svívirðinga sem gengið yfir Brynjar í gær og í dag á samfélagsmiðlum og í athugasemdakerfi Vísis. Einn þeirra fjölmörgu sem hefur gert þessi ummæli að umtalsefni er þingmaður Samfylkingarinnar, Guðmundur Andri Thorsson, en honum þykir Brynjar vera að höggva þar sem síst skyldi. „Hvernig blammerar maður Bubba Morthens? Hvaða spæling nær honum? Hugs hugs. Jú! Að hann sé á listmannalaunum! Landeyða. Letingi. Á framfæri dugnaðarforka eins og Samherjafrænda sem hamist við að draga björg í bú svo að hann geti leikið sér,“ skrifaði Guðmundur Andri háðskur í gær á Facebook-síðu sína. Og bætir þá við: „Eða kannski ekki.“ Ef Bubbi væri Samherji Greinilegt er að þetta útspil Brynjars stendur í Guðmundi Andra því í dag hélt hann áfram að velta upp flötum á málinu: „Hið geysi-misheppnaða klámhögg Brynjars Níelssonar í áttina að dugnaðarforkinum og verðmætaskaparanum Bubba Morthens hefur vakið athygli, og svo sem ekki margt um það að segja. En ímyndum okkur að í tónlistinni ríkti svipað fyrirkomulag og Brynjar er svo hrifinn af í sjávarútvegi,“ skrifar Guðmundur Andri á Facebooksíðu sína. Þingmaðurinn segir að þá hefði Bubbi fengið á sínum tíma ókeypis kvótaúthlutun á útgáfu ósaminnar tónlistar á grundvelli fyrri afkasta. Og hefði síðan haldið áfram að safna til sín slíkum heimildum með þeim afleiðingum að hann og aðilar tengdir honum hefði nú yfirburðastöðu í íslenskri tónlist. „Það hefur hann að vísu í núverandi fyrirkomulagi, en væri hér kvótakerfi í tónlist með framseljanlegum sönglagaheimildum myndi nýr listamaður þurfa að kaupa af honum – og öðrum risum – slíka heimild til að gefa út lögin sín ...“ „Ástæðan fyrir því að þjóðin getur bæði borgað okkur og Bubba laun“ Brynjar gefur ekki mikið fyrir þetta dæmi Guðmundar Andra í svari og ljóst er að hann telur útúrsnúninga á orðum sínum ráðandi í öllum viðbrögðum.: „Voðalegur grátur er þetta út af engu, Guðmundur Andri. Þessi færsla mín var ekki um Bubba. Bætti var bara við þeirri skoðun minni að heiðurslaun til æviloka er ekki gott kerfi til að styðja við listir og menningu,“ segir Brynjar og telur vert að árétta efni pistils síns: „Ágætt væri bæði fyrir þig og Bubba að vita að velferð þjóðar fer eftir því hvað við getum selt útlendingum en ekki á því hvaða poppstjarna er vinsælust á hverjum tíma. Það er ástæðan fyrir því að þjóðin getur bæði borgað okkur og Bubba laun.“ Brynjar gerir svo betur grein fyrir máli sínu á Facebooksíðu sinni þar sem hann segist alls ekki hafa verið að ráðast á poppgoðið. Að gagnrýna poppgoðið kallar fram mikla geðshræringu hjá mörgum. Ég var nú ekki að ráðast á Muhamed spámann. En...Posted by Brynjar Níelsson on Þriðjudagur, 27. apríl 2021 Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Tónlist Alþingi Samfélagsmiðlar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Segist hafa verið varaður við því að tjá sig um Samherjamálið Bubbi Morthens segir vefþætti útgerðarfélagsins Samherja, þar sem félagið svarar umfjöllun Ríkisútvarpsins um meint brot Samherja, ískaldan áróður þar sem hamast og sparkað sé í íslenska fréttamenn. 25. apríl 2021 10:47 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Pistill þingmannsins Brynjars Níelssonar, sem birtist á Vísi í gær, hefur vakið mikil viðbrögð. Pistillinn fjallar um Samherja og mál sem tengjast sjávarútvegsfyrirtækinu. En hefur á samfélagsmiðlum einkum hverfst um dæmi sem Brynjar tók til að undirstrika þá skoðun sína að forsenda velferðarkerfisins væri öflugt atvinnulíf. Brynjar sagði, en Bubbi Morthens hefur verið meðal þeirra sem gagnrýnt hefur framgöngu Samherja í málum sem snúa að fréttaflutningi Ríkisútvarpsins og Helga Seljan af fyrirtækinu, að heiðurslaun væru til að mynda óhugsandi án Samherja og annarra sambærilegra fyrirtækja. Segja má að ummælin hafi kallað fram holskefla svívirðinga sem gengið yfir Brynjar í gær og í dag á samfélagsmiðlum og í athugasemdakerfi Vísis. Einn þeirra fjölmörgu sem hefur gert þessi ummæli að umtalsefni er þingmaður Samfylkingarinnar, Guðmundur Andri Thorsson, en honum þykir Brynjar vera að höggva þar sem síst skyldi. „Hvernig blammerar maður Bubba Morthens? Hvaða spæling nær honum? Hugs hugs. Jú! Að hann sé á listmannalaunum! Landeyða. Letingi. Á framfæri dugnaðarforka eins og Samherjafrænda sem hamist við að draga björg í bú svo að hann geti leikið sér,“ skrifaði Guðmundur Andri háðskur í gær á Facebook-síðu sína. Og bætir þá við: „Eða kannski ekki.“ Ef Bubbi væri Samherji Greinilegt er að þetta útspil Brynjars stendur í Guðmundi Andra því í dag hélt hann áfram að velta upp flötum á málinu: „Hið geysi-misheppnaða klámhögg Brynjars Níelssonar í áttina að dugnaðarforkinum og verðmætaskaparanum Bubba Morthens hefur vakið athygli, og svo sem ekki margt um það að segja. En ímyndum okkur að í tónlistinni ríkti svipað fyrirkomulag og Brynjar er svo hrifinn af í sjávarútvegi,“ skrifar Guðmundur Andri á Facebooksíðu sína. Þingmaðurinn segir að þá hefði Bubbi fengið á sínum tíma ókeypis kvótaúthlutun á útgáfu ósaminnar tónlistar á grundvelli fyrri afkasta. Og hefði síðan haldið áfram að safna til sín slíkum heimildum með þeim afleiðingum að hann og aðilar tengdir honum hefði nú yfirburðastöðu í íslenskri tónlist. „Það hefur hann að vísu í núverandi fyrirkomulagi, en væri hér kvótakerfi í tónlist með framseljanlegum sönglagaheimildum myndi nýr listamaður þurfa að kaupa af honum – og öðrum risum – slíka heimild til að gefa út lögin sín ...“ „Ástæðan fyrir því að þjóðin getur bæði borgað okkur og Bubba laun“ Brynjar gefur ekki mikið fyrir þetta dæmi Guðmundar Andra í svari og ljóst er að hann telur útúrsnúninga á orðum sínum ráðandi í öllum viðbrögðum.: „Voðalegur grátur er þetta út af engu, Guðmundur Andri. Þessi færsla mín var ekki um Bubba. Bætti var bara við þeirri skoðun minni að heiðurslaun til æviloka er ekki gott kerfi til að styðja við listir og menningu,“ segir Brynjar og telur vert að árétta efni pistils síns: „Ágætt væri bæði fyrir þig og Bubba að vita að velferð þjóðar fer eftir því hvað við getum selt útlendingum en ekki á því hvaða poppstjarna er vinsælust á hverjum tíma. Það er ástæðan fyrir því að þjóðin getur bæði borgað okkur og Bubba laun.“ Brynjar gerir svo betur grein fyrir máli sínu á Facebooksíðu sinni þar sem hann segist alls ekki hafa verið að ráðast á poppgoðið. Að gagnrýna poppgoðið kallar fram mikla geðshræringu hjá mörgum. Ég var nú ekki að ráðast á Muhamed spámann. En...Posted by Brynjar Níelsson on Þriðjudagur, 27. apríl 2021
Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Tónlist Alþingi Samfélagsmiðlar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Segist hafa verið varaður við því að tjá sig um Samherjamálið Bubbi Morthens segir vefþætti útgerðarfélagsins Samherja, þar sem félagið svarar umfjöllun Ríkisútvarpsins um meint brot Samherja, ískaldan áróður þar sem hamast og sparkað sé í íslenska fréttamenn. 25. apríl 2021 10:47 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Segist hafa verið varaður við því að tjá sig um Samherjamálið Bubbi Morthens segir vefþætti útgerðarfélagsins Samherja, þar sem félagið svarar umfjöllun Ríkisútvarpsins um meint brot Samherja, ískaldan áróður þar sem hamast og sparkað sé í íslenska fréttamenn. 25. apríl 2021 10:47