En hver eru einkenni vinnualkans og eru þau jákvæð?
Í umfjöllun Forbes hér um árið, segir að fyrirbærið vinnualki sé langt frá því að vera eitthvað sem aðeins tengist nútímavinnuumhverfi.
Því einkenni vinnualkans hafa vísindin rannsakað í ríflega hálfa öld.
Sem þýðir að það að vera vinnualki var eitthvað sem var orðið vel þekkt löngu áður en tæknin fór að ryðja sér rúms. Til dæmis að við værum alltaf sítengd, með síma og net hvert sem við förum.
Í greininni er vitnað í skilgreiningar um einkenni vinnualka, samkvæmt norskri rannsókn.
Einkennin eru sjö talsins og getur hver og einn metið fyrir sjálfan sig, hvort tiltekin staðhæfing eigi við:
- Þú gerir ráðstafanir í þínu daglega lífi þannig að þú hafir meiri svigrúm til að vinna
- Þú vinnur í raun meira en ætlast er til af þér
- Þér líður betur þegar þú ert að vinna því annars finnur þú fyrir kvíða, samviskubiti eða annarri vanlíðan því þér finnst eins og þú ættir frekar að vera að vinna
- Fólk í kringum þig hefur nefnt það við þig að þú vinnir mjög mikið og ættir að reyna að draga úr því að vera alltaf að vinna
- Það gerir þig stressaðan/stressaða að geta ekki unnið eins mikið og þú vilt
- Vinnan gengur fyrir. Þess vegna nærðu til dæmis ekki að sinna áhugamálum, afþreyingu eða hreyfingu eins og þú vildir, því þú ert alltaf að vinna
- Þú vinnur svo mikið, að vinnan hefur áhrif á heilsu þína og líðan
Ef þú ert oftar en ekki að kinka kolli við ofangreindum staðhæfingum, má telja líklegt að þú skilgreinist sem vinnualki.
Þá eru vinnualkar oft einstaklingar sem eru…
- Mjög bóngóðir
- Stressaðir
- Hugmyndaríkir
Yngra fólk á vinnumarkaði er sagt líklegra til að vera vinnualkar en að vera vinnualki er óháð kyni, menntun eða hjúskapastöðu. Að vera foreldri getur þó haft áhrif á það, hversu miklar eða litlar líkur það eru á því að þú sért vinnualki.
Þegar rannsóknin var gerð í Noregi, árið 2014, töldust samkvæmt hennar niðurstöðum um 8.3% Norðmanna vera vinnualkar. Þá segir í grein Forbes að aðrar rannsóknir bendi til þess að þetta hlutfall sé víða um 10%.