Litlar líkur á íbúðaskorti en óvíst hvort byggt sé í takt við eftirspurn Eiður Þór Árnason skrifar 29. apríl 2021 12:47 Tæplega 2.600 íbúðir voru á byggingastigum eitt til þrjú um síðustu áramót. Vísir/Magnús Hlynur Litlar líkur eru á því að skortur verði á íbúðum miðað við það magn sem er nú í byggingu og þann fjölda íbúða sem þarf til að mæta þörf. Þetta segir hagfræðideild Landsbankans sem bætir þó við að það annað mál hvort verið sé að byggja í takt við eftirspurn. Opinber gögn bendi til þess að nú sé mögulega verið að byggja umfram árlega þörf á íbúðamarkaði út frá mannfjöldaþróun. Eftirspurn hefur aðallega aukist eftir stærri og dýrari sérbýliseignum sem eru sjaldgæfari í byggingu. Framboð virðist vera gott miðað við þörf út frá mannfjölda Að mati hagfræðideildarinnar þurfa um 1.700 íbúðir að komast á það byggingastig að verða fokheldar (stig fjögur) á hverju ári til að viðhalda þörf miðað við stöðuga mannfjöldaaukningu. Samkvæmt Þjóðskrá komust yfir 3.000 íbúðir á það stig síðustu tvö ár og voru tæplega 2.600 íbúðir á stigum eitt til þrjú um síðustu áramót. Framboð af íbúðum virðist því vera nokkurt um þessar mundir ef tekið er mið af þörf út frá mannfjölda. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Íbúðir sem náðu því stigi að verða fullbúnar (stig 7) í fyrra voru um 3.800 talsins og hafa ekki verið fleiri síðan árið 2007, þegar þær voru tæplega 5.000 samkvæmt Þjóðskrá. Um síðustu áramót voru samtals 4.400 íbúðir í byggingu, óháð byggingarstigi, tæplega 2.800 þeirra í fjölbýli og um 1.600 í sérbýli. Hlutfall sérbýlis á meðal íbúða í byggingu hefur dregist saman á síðustu árum. Ekki taka allir undir þá ályktun Landsbankans að nóg sé byggt til að fullnægja þörfinni á næstunni. Til að mynda sögðu Húsnæðis-og mannvirkjastofnun, Samtök iðnaðarins og Félag fasteignasala það í febrúar að brýnt væri að auka byggingarframkvæmdir. Ella væri hætta á talsverðum hækkunum á fasteignaverði. Þá sagði Seðlabankinn fyrr í apríl að hætta væri á bólumyndun í verði á íbúðarhúsnæði þar sem byggingafyrirtækin anni ekki eftirspurninni á markaðnum á höfuðborgarsvæðinu. Skýrt dæmi um að þörf og eftirspurn fari ekki alltaf saman „Heilt á litið er fjöldi íbúða sem er í byggingu nú örlítið minni en við höfum vanist á síðustu árum og dregst saman frá fyrra ári. Engu að síður er mjög mikið í byggingu, sér í lagi í ljósi þess að stærð húsnæðisstofnsins í heild er nú talsverð,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Fjöldi fullbúinna íbúða sem hefur skilað sér á markað árlega hefur að jafnaði verið um 2.000 talsins frá 2006 og var nær tvöfaldur sá fjöldi í fyrra. Að sögn hagfræðideildar Landsbankans hefur eftirspurn aukist talsvert á síðustu mánuðum og virðist vera meiri á markaði fyrir dýrari eignir og sérbýli ef marka má gögn um hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði. „Það er þó erfitt að færa rök fyrir því út frá mannfjöldaþróun og þarfagreiningum að það sé mest þörf fyrir stærri íbúðir þar sem fjölskyldur hafa orðið minni. Þessi staða er því nokkuð skýrt dæmi um það að þörf og eftirspurn fara ekki alltaf saman.“ Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Hætta á bólumyndun í verði íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu Hætta er á bólumyndun í verði á íbúðarhúsnæði þar sem byggingafyrirtækin anna ekki eftirspurninni á markaðnum á höfuðborgarsvæðinu að mati Seðlabankans. Bankinn boðar einnig vaxtahækkanir ef vöruverð lækki ekki í samræmi við styrkingu krónunnar að undanförnu en verðbólga er enn langt yfir markmiði Seðlabankans. 14. apríl 2021 19:20 Íbúðaverð ekki hækkað eins mikið milli mánaða frá 2016 Auknar líkur eru á því að Seðlabankinn muni grípa til vaxtahækkana á næstunni að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar hefur íbúðaverð ekki hækkað eins mikið á milli mánaða frá árinu 2016. 29. apríl 2021 11:59 Ekki fleiri kaupsamningar verið gefnir út frá upphafi mælinga Í mars voru gefnir út 1.488 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði samkvæmt tölum frá Þjóðskrá Íslands. Ekki hafa fleiri viðskipti átt sér stað í stökum mánuði frá upphafi mælinga eða frá árinu 2006. 23. apríl 2021 15:43 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Þetta segir hagfræðideild Landsbankans sem bætir þó við að það annað mál hvort verið sé að byggja í takt við eftirspurn. Opinber gögn bendi til þess að nú sé mögulega verið að byggja umfram árlega þörf á íbúðamarkaði út frá mannfjöldaþróun. Eftirspurn hefur aðallega aukist eftir stærri og dýrari sérbýliseignum sem eru sjaldgæfari í byggingu. Framboð virðist vera gott miðað við þörf út frá mannfjölda Að mati hagfræðideildarinnar þurfa um 1.700 íbúðir að komast á það byggingastig að verða fokheldar (stig fjögur) á hverju ári til að viðhalda þörf miðað við stöðuga mannfjöldaaukningu. Samkvæmt Þjóðskrá komust yfir 3.000 íbúðir á það stig síðustu tvö ár og voru tæplega 2.600 íbúðir á stigum eitt til þrjú um síðustu áramót. Framboð af íbúðum virðist því vera nokkurt um þessar mundir ef tekið er mið af þörf út frá mannfjölda. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Íbúðir sem náðu því stigi að verða fullbúnar (stig 7) í fyrra voru um 3.800 talsins og hafa ekki verið fleiri síðan árið 2007, þegar þær voru tæplega 5.000 samkvæmt Þjóðskrá. Um síðustu áramót voru samtals 4.400 íbúðir í byggingu, óháð byggingarstigi, tæplega 2.800 þeirra í fjölbýli og um 1.600 í sérbýli. Hlutfall sérbýlis á meðal íbúða í byggingu hefur dregist saman á síðustu árum. Ekki taka allir undir þá ályktun Landsbankans að nóg sé byggt til að fullnægja þörfinni á næstunni. Til að mynda sögðu Húsnæðis-og mannvirkjastofnun, Samtök iðnaðarins og Félag fasteignasala það í febrúar að brýnt væri að auka byggingarframkvæmdir. Ella væri hætta á talsverðum hækkunum á fasteignaverði. Þá sagði Seðlabankinn fyrr í apríl að hætta væri á bólumyndun í verði á íbúðarhúsnæði þar sem byggingafyrirtækin anni ekki eftirspurninni á markaðnum á höfuðborgarsvæðinu. Skýrt dæmi um að þörf og eftirspurn fari ekki alltaf saman „Heilt á litið er fjöldi íbúða sem er í byggingu nú örlítið minni en við höfum vanist á síðustu árum og dregst saman frá fyrra ári. Engu að síður er mjög mikið í byggingu, sér í lagi í ljósi þess að stærð húsnæðisstofnsins í heild er nú talsverð,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Fjöldi fullbúinna íbúða sem hefur skilað sér á markað árlega hefur að jafnaði verið um 2.000 talsins frá 2006 og var nær tvöfaldur sá fjöldi í fyrra. Að sögn hagfræðideildar Landsbankans hefur eftirspurn aukist talsvert á síðustu mánuðum og virðist vera meiri á markaði fyrir dýrari eignir og sérbýli ef marka má gögn um hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði. „Það er þó erfitt að færa rök fyrir því út frá mannfjöldaþróun og þarfagreiningum að það sé mest þörf fyrir stærri íbúðir þar sem fjölskyldur hafa orðið minni. Þessi staða er því nokkuð skýrt dæmi um það að þörf og eftirspurn fara ekki alltaf saman.“
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Hætta á bólumyndun í verði íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu Hætta er á bólumyndun í verði á íbúðarhúsnæði þar sem byggingafyrirtækin anna ekki eftirspurninni á markaðnum á höfuðborgarsvæðinu að mati Seðlabankans. Bankinn boðar einnig vaxtahækkanir ef vöruverð lækki ekki í samræmi við styrkingu krónunnar að undanförnu en verðbólga er enn langt yfir markmiði Seðlabankans. 14. apríl 2021 19:20 Íbúðaverð ekki hækkað eins mikið milli mánaða frá 2016 Auknar líkur eru á því að Seðlabankinn muni grípa til vaxtahækkana á næstunni að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar hefur íbúðaverð ekki hækkað eins mikið á milli mánaða frá árinu 2016. 29. apríl 2021 11:59 Ekki fleiri kaupsamningar verið gefnir út frá upphafi mælinga Í mars voru gefnir út 1.488 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði samkvæmt tölum frá Þjóðskrá Íslands. Ekki hafa fleiri viðskipti átt sér stað í stökum mánuði frá upphafi mælinga eða frá árinu 2006. 23. apríl 2021 15:43 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Hætta á bólumyndun í verði íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu Hætta er á bólumyndun í verði á íbúðarhúsnæði þar sem byggingafyrirtækin anna ekki eftirspurninni á markaðnum á höfuðborgarsvæðinu að mati Seðlabankans. Bankinn boðar einnig vaxtahækkanir ef vöruverð lækki ekki í samræmi við styrkingu krónunnar að undanförnu en verðbólga er enn langt yfir markmiði Seðlabankans. 14. apríl 2021 19:20
Íbúðaverð ekki hækkað eins mikið milli mánaða frá 2016 Auknar líkur eru á því að Seðlabankinn muni grípa til vaxtahækkana á næstunni að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar hefur íbúðaverð ekki hækkað eins mikið á milli mánaða frá árinu 2016. 29. apríl 2021 11:59
Ekki fleiri kaupsamningar verið gefnir út frá upphafi mælinga Í mars voru gefnir út 1.488 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði samkvæmt tölum frá Þjóðskrá Íslands. Ekki hafa fleiri viðskipti átt sér stað í stökum mánuði frá upphafi mælinga eða frá árinu 2006. 23. apríl 2021 15:43