Getur tekið heilt ár að fá „hillupláss“ í Vínbúðinni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. apríl 2021 19:21 Ásmundur segir að ríkisvaldið þurfi að rífa sig upp úr skotgröfum og laga regluverkið til að liðka fyrir innlendum bjórframleiðendum og brugghúsum. Vísir/Vilhelm Ríkisvaldið þarf að rífa sig upp úr skotgröfum og laga regluverkið til að liðka fyrir innlendum bjórframleiðendum og brugghúsum. Þetta segir Ásmundur Sveinsson, eigandi KORS-heildsölu og Session Craft bar. Hann segir það geta tekið bjórframleiðendur allt upp í eitt ár að koma vörum sínum að hjá Vínbúðinni. Ásmundur ræddi rekstrarumhverfi smábrugghúsa í þættinum Reykjavík síðdegis í dag en hann segir mikla grósku hafa verið í þeim iðnaði að undanförnu og atvinnugreinin fari sívaxandi. „Íslenskur bjór er að verða háklassa bjór. Nýliðun í bransanum hérna hefur verið ótrúleg,“ segir Ásmundur. „Vonandi getur ríkisvaldið tekið sig til, hætt að vera í gröfunum með öll þau frumvörp sem eru lögð fram uppá að reyna að liðka til í þessum málum. Því þetta er stór atvinnuvegur.“ Líkt og áður segir rekur Ásmundur meðal annars barinn Session sem liggur við gatnamót Laugavegar, Skólavörðustígs og Bankastrætis. „Við verslum beint af framleiðendum og það er ekkert mál,“ segir Ásmundur. „En aftur á móti díla þessir minni aðilar, og sérstaklega úti á landi, við það að það er erfitt fyrir þá að komast að í Vínbúðinni og getur reynst þeim erfitt. Það er ekki langt síðan þér þurftu jafnvel að senda vörur hinumegin frá á landinu til Reykjavíkur til þess að fá að senda þær aftur í Vínbúðina í héraði. Þannig að þetta getur verið ansi löng leið fyrir þá.“ Hann rekur einnig heildsölu sem á í viðskiptum við smærri brugghús. „Við vorum komin af stað með vöru frá litlum bónda sem framleiðir gæða kampavín. Það var komið af stað rétt fyrir en eftir að covid kom fyrir ákváðu að fara örlítið lengra inn í það enda myndaðist ansi mikill opinn tími þarna hjá okkur og ákváðum að bæta við vörulínuna. Þá kemur upp sá bobbi að þá hafa fleiri hugsað það sama sem eru jafnvel mögulega að brenna inni með vörur eða annað og vilja koma að í Vínbúðinni og þá myndast gríðarlegur flöskuháls um sölu,“ útskýrir Ásmundur. „Eins og staðan er í dag getur það tekið þig mögulega heilt ár áður en hún kemst í hillurnar.“ Hilluplássið varla vandamálið Hann furðar sig á því hvernig það má vera að það vanti hillupláss hjá ÁTVR, einu versluninni sem er heimilt að selja áfengi og er með verslanir um land allt. „Ég hugsa að hilluplássið sé ekki vandamálið. Vandamálið er þessi kassi sem þessu annars frábæra fólki hjá Vínbúðinni er sniðinn. Þau hafa ansi fá tækifæri, sérstaklega eins og til að bregðast við þeirri stöðu sem nú er uppi, það er heimsfaraldur. Hlutirnir hafa breyst á mörgum stöðum ansi hratt en það er eins og með hið opinbera oft, það getur verið hægt í förum og hlutirnir geta verið svifaseinir,“ segir Ásmundur. „En þau veit ég hafa gert allt sitt besta til að reyna að liðka til fyrir sérstaklega innlendum framleiðendum og öðrum til að vinna á móti stöðunni en þeim er náttúrlega bara sniðinn stakkur eftir vexti. Þannig að hilluplássið er kannski ekki rétt en það þarf ekki endilega að koma á óvart að Vínbúðin tjái sig ekki endilega um þann kassa sem þeim er settur.“ Áfengi og tóbak Stjórnsýsla Drykkir Verslun Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Ásmundur ræddi rekstrarumhverfi smábrugghúsa í þættinum Reykjavík síðdegis í dag en hann segir mikla grósku hafa verið í þeim iðnaði að undanförnu og atvinnugreinin fari sívaxandi. „Íslenskur bjór er að verða háklassa bjór. Nýliðun í bransanum hérna hefur verið ótrúleg,“ segir Ásmundur. „Vonandi getur ríkisvaldið tekið sig til, hætt að vera í gröfunum með öll þau frumvörp sem eru lögð fram uppá að reyna að liðka til í þessum málum. Því þetta er stór atvinnuvegur.“ Líkt og áður segir rekur Ásmundur meðal annars barinn Session sem liggur við gatnamót Laugavegar, Skólavörðustígs og Bankastrætis. „Við verslum beint af framleiðendum og það er ekkert mál,“ segir Ásmundur. „En aftur á móti díla þessir minni aðilar, og sérstaklega úti á landi, við það að það er erfitt fyrir þá að komast að í Vínbúðinni og getur reynst þeim erfitt. Það er ekki langt síðan þér þurftu jafnvel að senda vörur hinumegin frá á landinu til Reykjavíkur til þess að fá að senda þær aftur í Vínbúðina í héraði. Þannig að þetta getur verið ansi löng leið fyrir þá.“ Hann rekur einnig heildsölu sem á í viðskiptum við smærri brugghús. „Við vorum komin af stað með vöru frá litlum bónda sem framleiðir gæða kampavín. Það var komið af stað rétt fyrir en eftir að covid kom fyrir ákváðu að fara örlítið lengra inn í það enda myndaðist ansi mikill opinn tími þarna hjá okkur og ákváðum að bæta við vörulínuna. Þá kemur upp sá bobbi að þá hafa fleiri hugsað það sama sem eru jafnvel mögulega að brenna inni með vörur eða annað og vilja koma að í Vínbúðinni og þá myndast gríðarlegur flöskuháls um sölu,“ útskýrir Ásmundur. „Eins og staðan er í dag getur það tekið þig mögulega heilt ár áður en hún kemst í hillurnar.“ Hilluplássið varla vandamálið Hann furðar sig á því hvernig það má vera að það vanti hillupláss hjá ÁTVR, einu versluninni sem er heimilt að selja áfengi og er með verslanir um land allt. „Ég hugsa að hilluplássið sé ekki vandamálið. Vandamálið er þessi kassi sem þessu annars frábæra fólki hjá Vínbúðinni er sniðinn. Þau hafa ansi fá tækifæri, sérstaklega eins og til að bregðast við þeirri stöðu sem nú er uppi, það er heimsfaraldur. Hlutirnir hafa breyst á mörgum stöðum ansi hratt en það er eins og með hið opinbera oft, það getur verið hægt í förum og hlutirnir geta verið svifaseinir,“ segir Ásmundur. „En þau veit ég hafa gert allt sitt besta til að reyna að liðka til fyrir sérstaklega innlendum framleiðendum og öðrum til að vinna á móti stöðunni en þeim er náttúrlega bara sniðinn stakkur eftir vexti. Þannig að hilluplássið er kannski ekki rétt en það þarf ekki endilega að koma á óvart að Vínbúðin tjái sig ekki endilega um þann kassa sem þeim er settur.“
Áfengi og tóbak Stjórnsýsla Drykkir Verslun Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira