Ógnvekjandi að sjá verðbólguna vaxa í miklu atvinnuleysi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. apríl 2021 19:30 Anna Hrefna segir launaþróunina skýra stóran part af þeirri stöðu sem nú sé uppi. Vísir/Arnar Verðbólga hefur ekki verið meiri í átta ár og óttast forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins að grípa þurfi til vaxtahækkana sem muni bíta heimilin sérstaklega. Launaþróun spili stóran þátt og ógnvekjandi að sjá verðbólguna vaxa í miklu atvinnuleysi. Verðbólga hefur verið yfir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans síðast liðna ellefu mánuði. Hún mældist 4,3 prósent í mars en er komin upp í 4,6 prósent nú í apríl og hefur ekki verið meiri frá því í febrúar 2013 þegar hún var 4,8 prósent. Húsnæðiskostnaður vegur þyngst í hækkun vísitölunnar, sem fór upp um 2,5 prósent, auk hækkunar á mat og drykk, um 1,1 prósent og skýrist að mestu af verðhækkun á mjólkurvörum. Samtök atvinnulífsins telja launaþróun á síðastliðnu ári vanmetinn áhrifaþátt í verðbólgunni. „Það eru auðvitað ýmsir þættir sem valda. Það eru til dæmis vaxtalækkanir sem hafa átt sér stað að undanförnu og líka launaþróunin. Það hafa verið verulegar launahækkanir að undanförnu eins og við höfum séð í launavísitölunni, 11 prósent launahækkanir, síðastliðið ár. Þannig að þetta setur allt þrýsting til hækkunar verðlags sem við erum að sjá brjótast fram núna,” segir Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA. Þannig hafi bæði launahækkanir og vaxtalækkanir ýtt undir hækkun fasteignaverðs sem skýri aukna verðbólgu að miklu leyti. „Auðvitað hefði maður viljað sjá þessar tölur þróast öðruvísi þar sem launahækkanir voru alls ekki í takti við neitt annað sem er í gangi í efnahagslífinu í dag og það mikla tjón sem hefur orðið hérna. Það erfitt að standa undir þeim án þess að velta þeim út í verðlag,” segir hún, Heimilin muni finna sérstaklega fyrir verðbólgunni. „Aukin verðbólga eykur greiðslubyrði þeirra sem eru með verðtryggð lán en þeir sem eru með óverðtryggð - það verður erfitt ef Seðlabankinn neyðist til að hækka vexti þá mun þetta bíta allverulega. Og við sjáum það að samsetning þeirra sem eru að taka ný húsnæðislán er þannig að virkni peningastefnunnar mun einmitt aukast þannig að vaxtahækkanir munu kannski bíta meira en oft áður. Þá á heimilin þar sem heimilin eru í auknum mæli að kjósa sér óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum.” Staðan sé erfið og ekki ólíklegt að Seðlabankinn bregðist við með vaxtahækkunum. „Þetta er mjög brothætt staða og svolítið ógnvekjandi að sjá verðbólguna fara af stað á meðan atvinnuleysi er enn mikið og maður óttast að það þurfi mögulega að grípa til vaxtahækkana, vonum auðvitað að þess gerist ekki þörf. Ég held það væri ofboðslega jákvætt ef það væri hægt að koma hjólum hagkerfisins í gang í sumar ef bólusetningaáform ganga vel og allt gengur eftir þar, þannig að við getum tekið á móti fjölda ferðamanna. Þá gætum bæði unnið á atvinnuleysinu og gjaldeyristekjurnar myndu vinna á móti þessum verðbóluþrýstingi. Ég held að það væri besti þróunin sem við gætum séð fyrir okkur,” segir Anna Hrefna. Fréttin hefur verið uppfærð. Efnahagsmál Húsnæðismál Verðlag Íslenska krónan Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Verðbólga hefur verið yfir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans síðast liðna ellefu mánuði. Hún mældist 4,3 prósent í mars en er komin upp í 4,6 prósent nú í apríl og hefur ekki verið meiri frá því í febrúar 2013 þegar hún var 4,8 prósent. Húsnæðiskostnaður vegur þyngst í hækkun vísitölunnar, sem fór upp um 2,5 prósent, auk hækkunar á mat og drykk, um 1,1 prósent og skýrist að mestu af verðhækkun á mjólkurvörum. Samtök atvinnulífsins telja launaþróun á síðastliðnu ári vanmetinn áhrifaþátt í verðbólgunni. „Það eru auðvitað ýmsir þættir sem valda. Það eru til dæmis vaxtalækkanir sem hafa átt sér stað að undanförnu og líka launaþróunin. Það hafa verið verulegar launahækkanir að undanförnu eins og við höfum séð í launavísitölunni, 11 prósent launahækkanir, síðastliðið ár. Þannig að þetta setur allt þrýsting til hækkunar verðlags sem við erum að sjá brjótast fram núna,” segir Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA. Þannig hafi bæði launahækkanir og vaxtalækkanir ýtt undir hækkun fasteignaverðs sem skýri aukna verðbólgu að miklu leyti. „Auðvitað hefði maður viljað sjá þessar tölur þróast öðruvísi þar sem launahækkanir voru alls ekki í takti við neitt annað sem er í gangi í efnahagslífinu í dag og það mikla tjón sem hefur orðið hérna. Það erfitt að standa undir þeim án þess að velta þeim út í verðlag,” segir hún, Heimilin muni finna sérstaklega fyrir verðbólgunni. „Aukin verðbólga eykur greiðslubyrði þeirra sem eru með verðtryggð lán en þeir sem eru með óverðtryggð - það verður erfitt ef Seðlabankinn neyðist til að hækka vexti þá mun þetta bíta allverulega. Og við sjáum það að samsetning þeirra sem eru að taka ný húsnæðislán er þannig að virkni peningastefnunnar mun einmitt aukast þannig að vaxtahækkanir munu kannski bíta meira en oft áður. Þá á heimilin þar sem heimilin eru í auknum mæli að kjósa sér óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum.” Staðan sé erfið og ekki ólíklegt að Seðlabankinn bregðist við með vaxtahækkunum. „Þetta er mjög brothætt staða og svolítið ógnvekjandi að sjá verðbólguna fara af stað á meðan atvinnuleysi er enn mikið og maður óttast að það þurfi mögulega að grípa til vaxtahækkana, vonum auðvitað að þess gerist ekki þörf. Ég held það væri ofboðslega jákvætt ef það væri hægt að koma hjólum hagkerfisins í gang í sumar ef bólusetningaáform ganga vel og allt gengur eftir þar, þannig að við getum tekið á móti fjölda ferðamanna. Þá gætum bæði unnið á atvinnuleysinu og gjaldeyristekjurnar myndu vinna á móti þessum verðbóluþrýstingi. Ég held að það væri besti þróunin sem við gætum séð fyrir okkur,” segir Anna Hrefna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Efnahagsmál Húsnæðismál Verðlag Íslenska krónan Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira