Sjáðu flugeldasýningu United og hvernig Saka kom Arsenal úr miklu klandri Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2021 09:00 Edinson Cavani hleypur til Paul Pogba og fagnar marki gegn Roma í 6-2 sigri Manchester United í gær. AP/Jon Super Manchester United bauð upp á flugeldasýningu í seinni hálfleik gegn Roma í gær og Bukayo Saka bjargaði Arsenal úr afar erfiðri stöðu gegn Villarreal á Spáni. Mörkin og rauðu spjöldin má sjá hér á Vísi. United vann leikinn gegn Roma 6-2 eftir að hafa verið 2-1 undir í hálfleik. Edinson Cavani skoraði tvö mörk fyrir United, átti tvær stoðsendingar og fiskaði víti. Arsenal lenti 2-0 undir gegn Villarreal og missti Dani Ceballos af velli með rautt spjald en leikurinn endaði þó 2-1. Klippa: Mörkin úr leik Man. Utd og Roma Bruno Fernandes kom United yfir með snotru marki eftir sendingu Cavanis. Roma náði hins vegar að jafna metin eftir að víti var dæmt á Paul Pogba fyrir að fá boltann í höndina. Lorenzo Pellegrini skoraði úr spyrnunni. Roma komst svo yfir með marki Edins Dzeko og útlitið dökkt fyrir United í hálfleik. Snemma í seinni hálfleik skoraði Cavani hins vegar tvö mörk og kom United yfir. Gamli United-maðurinn, Chris Smalling, fékk svo dæmda á sig vítaspyrnu fyrir brot á Cavani og Fernandes skoraði úr spyrnunni. Paul Pogba skoraði fimmta mark United með skalla eftir sendingu Fernandes, og Mason Greenwood innsiglaði öruggan sigur etir sendingu frá Cavani. Klippa: Mörkin úr leik Villarreal og Arsenal Manu Trigueros og Raul Albiol komu Villarreal í 2-0 á fyrsta hálftímanum gegn Arsenal. Staða enska liðsins versnaði svo enn þegar Dani Ceballos fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 57. mínútu. Bukayo Saka lagaði stöðu Arsenal hins vegar til muna þegar hann náði í vítaspyrnu sem Nicolas Pepe skoraði úr, á 73. mínútu. Jafnt varð í liðum skömmu síðar þegar Etienne Capoue var rekinn af velli fyrir brot á Saka en fleiri mörk voru ekki skoruð. Seinni undanúrslitaleikirnir eru næsta fimmtudagskvöld. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Evrópudeild UEFA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Í beinni: Southampton - Man. City | City-menn mæta botnliðinu Í beinni: Vestri - Afturelding | Vestramenn geta komist aftur á toppinn Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Sjá meira
United vann leikinn gegn Roma 6-2 eftir að hafa verið 2-1 undir í hálfleik. Edinson Cavani skoraði tvö mörk fyrir United, átti tvær stoðsendingar og fiskaði víti. Arsenal lenti 2-0 undir gegn Villarreal og missti Dani Ceballos af velli með rautt spjald en leikurinn endaði þó 2-1. Klippa: Mörkin úr leik Man. Utd og Roma Bruno Fernandes kom United yfir með snotru marki eftir sendingu Cavanis. Roma náði hins vegar að jafna metin eftir að víti var dæmt á Paul Pogba fyrir að fá boltann í höndina. Lorenzo Pellegrini skoraði úr spyrnunni. Roma komst svo yfir með marki Edins Dzeko og útlitið dökkt fyrir United í hálfleik. Snemma í seinni hálfleik skoraði Cavani hins vegar tvö mörk og kom United yfir. Gamli United-maðurinn, Chris Smalling, fékk svo dæmda á sig vítaspyrnu fyrir brot á Cavani og Fernandes skoraði úr spyrnunni. Paul Pogba skoraði fimmta mark United með skalla eftir sendingu Fernandes, og Mason Greenwood innsiglaði öruggan sigur etir sendingu frá Cavani. Klippa: Mörkin úr leik Villarreal og Arsenal Manu Trigueros og Raul Albiol komu Villarreal í 2-0 á fyrsta hálftímanum gegn Arsenal. Staða enska liðsins versnaði svo enn þegar Dani Ceballos fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 57. mínútu. Bukayo Saka lagaði stöðu Arsenal hins vegar til muna þegar hann náði í vítaspyrnu sem Nicolas Pepe skoraði úr, á 73. mínútu. Jafnt varð í liðum skömmu síðar þegar Etienne Capoue var rekinn af velli fyrir brot á Saka en fleiri mörk voru ekki skoruð. Seinni undanúrslitaleikirnir eru næsta fimmtudagskvöld. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Í beinni: Southampton - Man. City | City-menn mæta botnliðinu Í beinni: Vestri - Afturelding | Vestramenn geta komist aftur á toppinn Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Sjá meira