Hverjir stýra peningunum? Aníta Rut Hilmarsdóttir, Rakel Eva Sævarsdóttir og Rósa Kristinsdóttir skrifa 30. apríl 2021 09:00 Ungar konur í dag eiga fyrri kynslóðum margt að þakka. Fyrir tilstilli öflugra einstaklinga hafa ótal stórir sigrar unnist. Þannig má fullyrða að umhverfið og viðhorfið til jafnréttismála hafi gjörbreyst undanfarin ár og áratugi. Í atvinnulífinu má nefna baráttuna fyrir jafnri atvinnuþátttöku kvenna, jöfnum launum og hærra hlutfalli kvenna í stjórnum fyrirtækja. Áfram mætti lengi telja. Það eru hins vegar ekki nýjar fréttir að við eigum víða langt í land. Nærtækt er að nefna kynjahlutföll í stjórnum og framkvæmdastjórnum fyrirtækja, þar sem enn hallar verulega á konur. Hlutföllin eru aftur á móti hvað skökkust þegar kemur að ákveðnu grundvallaratriði; hverjir stýra peningunum í landinu. Fjölbreytni umfram einsleitni Almenn samstaða er um að fjölbreyttur hópur stjórnenda haldist í hendur við betri árangur og hærri arðsemi fyrirtækja. Einsleitni er sjaldan af hinu góða. Þannig leggja hluthafar áherslu á jöfn kynjahlutföll stjórnenda í því skyni að fá að borðinu breiðari reynslu, þekkingu og viðhorf. Fjölbreytnin skilar sér í betri og upplýstari ákvarðanatöku, framtíðarsýn og stefnu fyrirtækisins og allt þar á milli. Eðli málsins samkvæmt má ætla að það sama eigi við víðast hvar, ekki síst þegar kemur að því að beinlínis stýra peningunum. Þegar reynsla og gildismat eins kyns ræður yfirleitt ferðinni gefur auga leið að ákvarðanirnar litast að miklu leyti af því. Ákvarðanir á borð við hvaða lyf eru þróuð, hvaða sjúkdómar eru rannsakaðir og hvers konar uppbygging og fjárfestingaverkefni fá forgang eru eðli málsins samkvæmt í miklum mæli teknar á fjárhagslegum grunni. Ákvarðanirnar eru þannig, þegar öllu er á botninn hvolft, teknar af þeim sem stýra fjármagninu. 11 á móti 89 Eðlilegt er að spyrja sig hverjir taka þessar stóru ákvarðanir á Íslandi og stýra í raun fjármagninu? Segja má að þar fari fremst í flokki stjórnendur lífeyrissjóðanna, sem stýra hátt í 6.000 milljörðum, auk stjórnenda annarra fjármálafyrirtækja; viðskiptabankanna, verðbréfa- og sjóðstýringarfyrirtækja og tryggingafélaga. Á dögunum birti Kjarninn árlega samantekt um stýringu fjármagns á Íslandi. Samantektin nær til 100 æðstu stjórnendafjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða, en af þeim eru 89 karlar og 11 konur. Með öðrum orðum má því líta svo á að hópurinn sem stýrir fjármagninu í landinu og ákveður í hvað peningarnir renna samanstandi af 11% konum og 89% körlum. Ef einsleitur hópur stjórnenda skilar lakari árangri í fyrirtækjarekstri er líklega óhætt að spyrja sig hvort það sama eigi ekki við um stýringu fjármagns. Kvennalaus Kauphöll Það er algeng fullyrðing í umræðu um jafnréttismál að breytingar taki einfaldlega tíma. Aftur á móti virðist sem sumt breytist seint, sama hvað tímanum líður. Engin kona stýrir starfsleyfisskyldu rekstrarfélagi, engin kona stýrir tryggingafélagi og engin kona stýrir skráðu félagi í Kauphöll Íslands. Raunar hefur engin kona stýrt skráðu félagi síðan árið 2016, þrátt fyrir að skipt hafi verið um fólk í forstjórastólum tólf sinnum í millitíðinni. Frá upphafsdögum íslensku kauphallarinnar hafa aðeins tvær konur setið í forstjórastóli í skráðu félagi. Hvað þarf til? Það skortir ekki á að konur búi yfir menntun, þekkingu og reynslu til að láta til sín taka á fjármálamarkaði. Þrátt fyrir það ber fyrrnefnd úttekt Kjarnans með sér lækkandi hlutfall kvenna milli ára þegar kemur að stýringu fjármagns, úr 13,5% í 11%. Það er erfitt að átta sig á hvað skýrir þetta mikla viðvarandi kynjabil, sem ekkert minnkar þó árin líði. Velta má fyrir sér skorti á fyrirmyndum, rótgrónum staðalímyndum eða uppeldislegum orsökum. Einhver kann jafnvel að telja að konur séu einfaldlega alveg ómögulegar. Undir það síðastnefnda geta greinarhöfundar allavega tæplega tekið. Við trúum statt og stöðugt á að halda samtalinu gangandi, uppræta staðalímyndir, efla fyrirmyndir, taka ákvarðanir og fylgja þeim eftir. Jafnrétti er eftir allt saman ákvörðun. Ákvörðun sem hluthafar og stjórnarmenn þurfa að hafa kjark til að taka og þor til að fylgja eftir. Höfundar standa að baki Fortuna Invest, vettvangi á Instagram með það markmið að auka fjölbreytta þátttöku á fjármálamarkaði. UAK x Fortuna Invest standa fyrir viðburðinum „Hverjir stýra peningum?“ næsta þriðjudag þar sem stýring fjármagns með tilliti til kynjasjónarmiða verður rædd. Viðburðinum verður streymt á Facebook. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Jafnréttismál Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ungar konur í dag eiga fyrri kynslóðum margt að þakka. Fyrir tilstilli öflugra einstaklinga hafa ótal stórir sigrar unnist. Þannig má fullyrða að umhverfið og viðhorfið til jafnréttismála hafi gjörbreyst undanfarin ár og áratugi. Í atvinnulífinu má nefna baráttuna fyrir jafnri atvinnuþátttöku kvenna, jöfnum launum og hærra hlutfalli kvenna í stjórnum fyrirtækja. Áfram mætti lengi telja. Það eru hins vegar ekki nýjar fréttir að við eigum víða langt í land. Nærtækt er að nefna kynjahlutföll í stjórnum og framkvæmdastjórnum fyrirtækja, þar sem enn hallar verulega á konur. Hlutföllin eru aftur á móti hvað skökkust þegar kemur að ákveðnu grundvallaratriði; hverjir stýra peningunum í landinu. Fjölbreytni umfram einsleitni Almenn samstaða er um að fjölbreyttur hópur stjórnenda haldist í hendur við betri árangur og hærri arðsemi fyrirtækja. Einsleitni er sjaldan af hinu góða. Þannig leggja hluthafar áherslu á jöfn kynjahlutföll stjórnenda í því skyni að fá að borðinu breiðari reynslu, þekkingu og viðhorf. Fjölbreytnin skilar sér í betri og upplýstari ákvarðanatöku, framtíðarsýn og stefnu fyrirtækisins og allt þar á milli. Eðli málsins samkvæmt má ætla að það sama eigi við víðast hvar, ekki síst þegar kemur að því að beinlínis stýra peningunum. Þegar reynsla og gildismat eins kyns ræður yfirleitt ferðinni gefur auga leið að ákvarðanirnar litast að miklu leyti af því. Ákvarðanir á borð við hvaða lyf eru þróuð, hvaða sjúkdómar eru rannsakaðir og hvers konar uppbygging og fjárfestingaverkefni fá forgang eru eðli málsins samkvæmt í miklum mæli teknar á fjárhagslegum grunni. Ákvarðanirnar eru þannig, þegar öllu er á botninn hvolft, teknar af þeim sem stýra fjármagninu. 11 á móti 89 Eðlilegt er að spyrja sig hverjir taka þessar stóru ákvarðanir á Íslandi og stýra í raun fjármagninu? Segja má að þar fari fremst í flokki stjórnendur lífeyrissjóðanna, sem stýra hátt í 6.000 milljörðum, auk stjórnenda annarra fjármálafyrirtækja; viðskiptabankanna, verðbréfa- og sjóðstýringarfyrirtækja og tryggingafélaga. Á dögunum birti Kjarninn árlega samantekt um stýringu fjármagns á Íslandi. Samantektin nær til 100 æðstu stjórnendafjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða, en af þeim eru 89 karlar og 11 konur. Með öðrum orðum má því líta svo á að hópurinn sem stýrir fjármagninu í landinu og ákveður í hvað peningarnir renna samanstandi af 11% konum og 89% körlum. Ef einsleitur hópur stjórnenda skilar lakari árangri í fyrirtækjarekstri er líklega óhætt að spyrja sig hvort það sama eigi ekki við um stýringu fjármagns. Kvennalaus Kauphöll Það er algeng fullyrðing í umræðu um jafnréttismál að breytingar taki einfaldlega tíma. Aftur á móti virðist sem sumt breytist seint, sama hvað tímanum líður. Engin kona stýrir starfsleyfisskyldu rekstrarfélagi, engin kona stýrir tryggingafélagi og engin kona stýrir skráðu félagi í Kauphöll Íslands. Raunar hefur engin kona stýrt skráðu félagi síðan árið 2016, þrátt fyrir að skipt hafi verið um fólk í forstjórastólum tólf sinnum í millitíðinni. Frá upphafsdögum íslensku kauphallarinnar hafa aðeins tvær konur setið í forstjórastóli í skráðu félagi. Hvað þarf til? Það skortir ekki á að konur búi yfir menntun, þekkingu og reynslu til að láta til sín taka á fjármálamarkaði. Þrátt fyrir það ber fyrrnefnd úttekt Kjarnans með sér lækkandi hlutfall kvenna milli ára þegar kemur að stýringu fjármagns, úr 13,5% í 11%. Það er erfitt að átta sig á hvað skýrir þetta mikla viðvarandi kynjabil, sem ekkert minnkar þó árin líði. Velta má fyrir sér skorti á fyrirmyndum, rótgrónum staðalímyndum eða uppeldislegum orsökum. Einhver kann jafnvel að telja að konur séu einfaldlega alveg ómögulegar. Undir það síðastnefnda geta greinarhöfundar allavega tæplega tekið. Við trúum statt og stöðugt á að halda samtalinu gangandi, uppræta staðalímyndir, efla fyrirmyndir, taka ákvarðanir og fylgja þeim eftir. Jafnrétti er eftir allt saman ákvörðun. Ákvörðun sem hluthafar og stjórnarmenn þurfa að hafa kjark til að taka og þor til að fylgja eftir. Höfundar standa að baki Fortuna Invest, vettvangi á Instagram með það markmið að auka fjölbreytta þátttöku á fjármálamarkaði. UAK x Fortuna Invest standa fyrir viðburðinum „Hverjir stýra peningum?“ næsta þriðjudag þar sem stýring fjármagns með tilliti til kynjasjónarmiða verður rædd. Viðburðinum verður streymt á Facebook.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun