Klárum leikinn - fyrir fjölskyldur Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 30. apríl 2021 17:00 Fjölskyldan skipar stóran sess í íslensku samfélagi. Fjölskyldur eru jafn mismunandi eins og þær eru margar. Til þess að skapa gott samfélag er lykilatriði að hlúa vel að fjölskyldum landsins. Það hefur ávallt verið stefna Framsóknarflokksins að styðja við fjölskyldur. Góð fjölskyldueining er undirstaða að framtíð barna. Tekjur heimilisins geta haft áhrif á heilsu og líðan og dregið úr samveru og gæðastundum. Síðasta ár hefur verið erfitt fyrir margar fjölskyldur en nú sér vonandi fyrir endann á þessum faraldri. Bólusetningar ganga vel og áður en við vitum af verða hjól atvinnulífsins aftur kominn í gang, og vonandi öflugri en aldrei fyrr. Þangað til að samfélagið og fjölskyldur landsins hafa komist í gegnum brimskaflinn er stjórnvöldum ljúft og skylt að styðja við fólkið í landinu. Barnabótaauki Ríkisstjórnin kynnti í dag aðgerðir til þess að styðja við fjölskyldur og atvinnulíf. Hér er um að ræða fjölþættar aðgerðir til þess að styðja bæði við heimili og fyrirtæki á lokametrum baráttunnar við heimsfaraldurinn. Einn liður í aðgerðum til þess að mæta efnahagslegum áhrifum Covid-19 er sérstakur barnabótaauki. Allir þeir sem fá greiddar tekjutengdar barnabætur fá greiddan sérstakan 30 þúsund króna barnabótaauka með hverju barni við álagningu opinberra gjalda einstaklinga í lok maí 2021. Ferðagjöf Ferðagjöfin er endurvakin, hún styrkir bæði fjölskyldur til ferðalaga innanlands sem og innlend ferðaþjónustufyrirtæki. Ferðagjöfin verður með sama sniði og í fyrra úrræði, þar sem landsmenn fá fjárhagslegan hvata til að njóta íslenskrar ferðaþjónustu. Ferðaþjónustan á Íslandi hefur orðið fyrir miklum búsifjum síðastliðið ár og því er stuðningur sem þessi mikilvægur. Ef við náum að koma fyrirtækjum í ferðaþjónustu í gegnum brimið þá verður viðspyrnan hraðari. Í góðu árferði skapar ferðaþjónustan fjölda starfa og miklar gjaldeyristekjur. Ég hvet landsmenn til að nýta ferðagjöfina í að gera eitthvað saman með fjölskyldunni, hvort sem það er stórt eða lítið. Það sem eftir stendur eru vonandi góðar minningar fyrir börn og fullorðna og öflugri ferðaþjónustufyrirtæki í landinu. Geðheilbrigði þjóðar Eftir erfiðleika síðasta árs er einnig mikilvægt að huga að geðheilbrigðismálum. Ákveðið hefur verið að leggja 600 m. kr. viðbótarframlag til geðheilbrigðismála fyrir börn og ungmenni ásamt 200 m. kr. vegna aðgerða í aðgerðaráætlun félagsmálaráðuneytisins um viðspyrnu gegn neikvæðum áhrifum Covid-19 á börn, eldri borgara, öryrkja, fólk af erlendum uppruna og öðrum félagslega viðkvæmum hópum. Margir hafa átt erfitt á síðustu misserum og útlit er fyrir að erfiðleikar síðustu mánaða geti valdið eftirköstum. Félagslegt og líkamlegt heilbrigði jafnt sem andlegt og tilfinningalegt jafnvægi er samofið velgengni í einkalífi og starfi. Með því að hlúa að geðheilbrigði hlúum við að fjölskyldum landsins. Hér hef ég stiklað á stóru, en fleiri aðgerðir eru í pakkanum. Það mikilvægasta af öllu er að standa saman á lokametrum baráttunnar við veiruna. Það sést til lands, við erum að koma í mark. Klárum þetta saman, klárum leikinn! Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Sjá meira
Fjölskyldan skipar stóran sess í íslensku samfélagi. Fjölskyldur eru jafn mismunandi eins og þær eru margar. Til þess að skapa gott samfélag er lykilatriði að hlúa vel að fjölskyldum landsins. Það hefur ávallt verið stefna Framsóknarflokksins að styðja við fjölskyldur. Góð fjölskyldueining er undirstaða að framtíð barna. Tekjur heimilisins geta haft áhrif á heilsu og líðan og dregið úr samveru og gæðastundum. Síðasta ár hefur verið erfitt fyrir margar fjölskyldur en nú sér vonandi fyrir endann á þessum faraldri. Bólusetningar ganga vel og áður en við vitum af verða hjól atvinnulífsins aftur kominn í gang, og vonandi öflugri en aldrei fyrr. Þangað til að samfélagið og fjölskyldur landsins hafa komist í gegnum brimskaflinn er stjórnvöldum ljúft og skylt að styðja við fólkið í landinu. Barnabótaauki Ríkisstjórnin kynnti í dag aðgerðir til þess að styðja við fjölskyldur og atvinnulíf. Hér er um að ræða fjölþættar aðgerðir til þess að styðja bæði við heimili og fyrirtæki á lokametrum baráttunnar við heimsfaraldurinn. Einn liður í aðgerðum til þess að mæta efnahagslegum áhrifum Covid-19 er sérstakur barnabótaauki. Allir þeir sem fá greiddar tekjutengdar barnabætur fá greiddan sérstakan 30 þúsund króna barnabótaauka með hverju barni við álagningu opinberra gjalda einstaklinga í lok maí 2021. Ferðagjöf Ferðagjöfin er endurvakin, hún styrkir bæði fjölskyldur til ferðalaga innanlands sem og innlend ferðaþjónustufyrirtæki. Ferðagjöfin verður með sama sniði og í fyrra úrræði, þar sem landsmenn fá fjárhagslegan hvata til að njóta íslenskrar ferðaþjónustu. Ferðaþjónustan á Íslandi hefur orðið fyrir miklum búsifjum síðastliðið ár og því er stuðningur sem þessi mikilvægur. Ef við náum að koma fyrirtækjum í ferðaþjónustu í gegnum brimið þá verður viðspyrnan hraðari. Í góðu árferði skapar ferðaþjónustan fjölda starfa og miklar gjaldeyristekjur. Ég hvet landsmenn til að nýta ferðagjöfina í að gera eitthvað saman með fjölskyldunni, hvort sem það er stórt eða lítið. Það sem eftir stendur eru vonandi góðar minningar fyrir börn og fullorðna og öflugri ferðaþjónustufyrirtæki í landinu. Geðheilbrigði þjóðar Eftir erfiðleika síðasta árs er einnig mikilvægt að huga að geðheilbrigðismálum. Ákveðið hefur verið að leggja 600 m. kr. viðbótarframlag til geðheilbrigðismála fyrir börn og ungmenni ásamt 200 m. kr. vegna aðgerða í aðgerðaráætlun félagsmálaráðuneytisins um viðspyrnu gegn neikvæðum áhrifum Covid-19 á börn, eldri borgara, öryrkja, fólk af erlendum uppruna og öðrum félagslega viðkvæmum hópum. Margir hafa átt erfitt á síðustu misserum og útlit er fyrir að erfiðleikar síðustu mánaða geti valdið eftirköstum. Félagslegt og líkamlegt heilbrigði jafnt sem andlegt og tilfinningalegt jafnvægi er samofið velgengni í einkalífi og starfi. Með því að hlúa að geðheilbrigði hlúum við að fjölskyldum landsins. Hér hef ég stiklað á stóru, en fleiri aðgerðir eru í pakkanum. Það mikilvægasta af öllu er að standa saman á lokametrum baráttunnar við veiruna. Það sést til lands, við erum að koma í mark. Klárum þetta saman, klárum leikinn! Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun