Skaði skattaskjóla Oddný G. Harðardóttir skrifar 30. apríl 2021 17:17 „Ekki leikur vafi á því að skráning eigna á aflands- og lágskattasvæðum til þess að forðast eðlileg skattskil og tryggja leynd er andstæð hagsmunum alls almennings og hefur í för með sér margvíslegan óbeinan skaða sem útilokað er að meta að fullu til fjár.“ (Eignir Íslendinga á aflandssvæðum, bls. 11) Það var rétt fyrir kosningar haustið 2016 sem starfshópur skilaði fjármála- og efnahagsráðherra skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Ráðherrann ákvað að setja skýrsluna ofan í skúffu. Nýr ráðherra birti hana árið 2017. Starfshópurinn hafi ekki mikinn tíma til að vinna skýrsluna og rýna flókin gögn til að draga ályktanir og kallaði eftir frekari rannsóknum til að fyrirbyggja stórfelld skattsvik. Ég hef óskað eftir sérstakri umræðu á Alþingi við fjármála- og efnahagsráðherra um eignir Íslendinga á aflandssvæðum þar sem mikilvægum spurningum er varpað fram og svara vænst frá ráðherranum. Þeim sama ráðherra og stakk skýrslunni í skúffuna haustið 2016. • Í árslok 2007 voru 56% Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar í eigu aflandsfélaga. Þessi félög voru að lang mestu leyti í eigu Íslendinga og sama gilti um óskráð félög í aflandseignarhaldi. Við þurfum svör við því hve stór hluti Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar er í eigu aflandsfélaga núna vorið 2021 og hve stór hluti þeirra félaga er í eigu Íslendinga. • Í ljósi reynslunnar og ef ætlunin er að fyrirbyggja tjónið áður en það verður að veruleika, benda skýrsluhöfundar á að best sé að beina sjónum framar öðru að þeim greinum milliríkjaviðskipta þar sem virðisaukinn er mestur og vex hraðast hverju sinni. Því vaknar spurningin um hvort sjónum eftirlits og skattrannsókna hefur verið beint í þessa átt síðast liðinn áratug. • Milliverðlagning felst oftast í því að innflutningsverð er skráð hærra en raunverulegt innkaupsverð eða að útflutningsverð er skráð of lágt. Þannig verða til tekjur erlendis sem safnast fyrir á aflandssvæðum. Ólögmæt milliverðlagning í vöruviðskiptum milli ríka er algengt form skattsvika í ýmsum löndum. Rannsaka þarf ólögmætrar milliverðlagningar í vöruviðskiptum m.a. með sundurliðun á vöruviðskiptum á milli landa. Ætli þess konar rannsóknir hafi farið fram hér á landi síðast liðin ár? • Í skýrslunni kemur fram að í gögnum Seðlabanka Íslands um utanríkisviðskipti og fjármagnsjöfnuð fram til ársins 2010, sé undir liðunum „skekkjur og vantalið“ mikið misræmi. Ekki eru til heimildir um hvert þessir peningar fóru en hugsanlega hefur verið um dulinn fjármagnsflótta að ræða eða peningaþvætti. Svara þarf því hvernig staðan er á þessum liðum núna og hvort óskráðar fjármagnstilfærslur hafi verið rannsakaðar m.t.t. peningaþvættis og flutnings á aflandsreikninga. • Alþjóðleg stórfyrirtæki nýta sér mörg þau tækifæri sem þau búa yfir til að flytja arð þangað sem gjöld eru lægst. Íslenski kaupskipaflotinn er allur skráður erlendis og áhafna- og starfsmannaleigur einnig. Þetta segja skýrsluhöfundar að megi kalla „hentiskráningu“ eigna og tekna. Slíka skráningu sem íslensk fyrirtæki eða fyrirtæki með starfsemi á Íslandi ástunda þarf að kortleggja. • Alþjóðleg samvinna hefur aukist á undanförnum árum um aðgerðir gegn skattakjólum og öflun upplýsinga um raunverulega eigendur aflandsfélaga. Kallað er eftir enn frekari alþjóðlegri samvinnu, nú síðast frá forseta Bandaríkjanna. Þátttaka Íslendinga á alþjóðavísu í aðgerðum gegn skattaskjólum þarf að vera markviss. Til að koma í veg fyrir að skaðinn sem átti sér stað við aflandsvæðinu Íslands endurtaki sig í einhverri mynd verður að rannsaka, kortleggja, vinna að vandaðri lagasetningu og vinna með öðrum þjóðum gegn notkun skattaskjóla. Skattaskjól eru nýtt af fólki sem vill fela peningana sína fyrir Skattinum og láta aðra bera uppi sinn hlut í velferðarkerfinu. Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Skattar og tollar Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
„Ekki leikur vafi á því að skráning eigna á aflands- og lágskattasvæðum til þess að forðast eðlileg skattskil og tryggja leynd er andstæð hagsmunum alls almennings og hefur í för með sér margvíslegan óbeinan skaða sem útilokað er að meta að fullu til fjár.“ (Eignir Íslendinga á aflandssvæðum, bls. 11) Það var rétt fyrir kosningar haustið 2016 sem starfshópur skilaði fjármála- og efnahagsráðherra skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Ráðherrann ákvað að setja skýrsluna ofan í skúffu. Nýr ráðherra birti hana árið 2017. Starfshópurinn hafi ekki mikinn tíma til að vinna skýrsluna og rýna flókin gögn til að draga ályktanir og kallaði eftir frekari rannsóknum til að fyrirbyggja stórfelld skattsvik. Ég hef óskað eftir sérstakri umræðu á Alþingi við fjármála- og efnahagsráðherra um eignir Íslendinga á aflandssvæðum þar sem mikilvægum spurningum er varpað fram og svara vænst frá ráðherranum. Þeim sama ráðherra og stakk skýrslunni í skúffuna haustið 2016. • Í árslok 2007 voru 56% Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar í eigu aflandsfélaga. Þessi félög voru að lang mestu leyti í eigu Íslendinga og sama gilti um óskráð félög í aflandseignarhaldi. Við þurfum svör við því hve stór hluti Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar er í eigu aflandsfélaga núna vorið 2021 og hve stór hluti þeirra félaga er í eigu Íslendinga. • Í ljósi reynslunnar og ef ætlunin er að fyrirbyggja tjónið áður en það verður að veruleika, benda skýrsluhöfundar á að best sé að beina sjónum framar öðru að þeim greinum milliríkjaviðskipta þar sem virðisaukinn er mestur og vex hraðast hverju sinni. Því vaknar spurningin um hvort sjónum eftirlits og skattrannsókna hefur verið beint í þessa átt síðast liðinn áratug. • Milliverðlagning felst oftast í því að innflutningsverð er skráð hærra en raunverulegt innkaupsverð eða að útflutningsverð er skráð of lágt. Þannig verða til tekjur erlendis sem safnast fyrir á aflandssvæðum. Ólögmæt milliverðlagning í vöruviðskiptum milli ríka er algengt form skattsvika í ýmsum löndum. Rannsaka þarf ólögmætrar milliverðlagningar í vöruviðskiptum m.a. með sundurliðun á vöruviðskiptum á milli landa. Ætli þess konar rannsóknir hafi farið fram hér á landi síðast liðin ár? • Í skýrslunni kemur fram að í gögnum Seðlabanka Íslands um utanríkisviðskipti og fjármagnsjöfnuð fram til ársins 2010, sé undir liðunum „skekkjur og vantalið“ mikið misræmi. Ekki eru til heimildir um hvert þessir peningar fóru en hugsanlega hefur verið um dulinn fjármagnsflótta að ræða eða peningaþvætti. Svara þarf því hvernig staðan er á þessum liðum núna og hvort óskráðar fjármagnstilfærslur hafi verið rannsakaðar m.t.t. peningaþvættis og flutnings á aflandsreikninga. • Alþjóðleg stórfyrirtæki nýta sér mörg þau tækifæri sem þau búa yfir til að flytja arð þangað sem gjöld eru lægst. Íslenski kaupskipaflotinn er allur skráður erlendis og áhafna- og starfsmannaleigur einnig. Þetta segja skýrsluhöfundar að megi kalla „hentiskráningu“ eigna og tekna. Slíka skráningu sem íslensk fyrirtæki eða fyrirtæki með starfsemi á Íslandi ástunda þarf að kortleggja. • Alþjóðleg samvinna hefur aukist á undanförnum árum um aðgerðir gegn skattakjólum og öflun upplýsinga um raunverulega eigendur aflandsfélaga. Kallað er eftir enn frekari alþjóðlegri samvinnu, nú síðast frá forseta Bandaríkjanna. Þátttaka Íslendinga á alþjóðavísu í aðgerðum gegn skattaskjólum þarf að vera markviss. Til að koma í veg fyrir að skaðinn sem átti sér stað við aflandsvæðinu Íslands endurtaki sig í einhverri mynd verður að rannsaka, kortleggja, vinna að vandaðri lagasetningu og vinna með öðrum þjóðum gegn notkun skattaskjóla. Skattaskjól eru nýtt af fólki sem vill fela peningana sína fyrir Skattinum og láta aðra bera uppi sinn hlut í velferðarkerfinu. Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar