Af viðskiptum við eftirlitskerfi Matvælastofnunar – Þriðji hluti Valur Freyr Jónsson skrifar 5. maí 2021 15:00 Enn held ég áfram umfjöllun um hvernig það er að eiga hross á höfuðborgarsvæðinu, bæði úti og inni og eiga þar allt undir sérkennilegri framgöngu eftirlitsmanna MAST. Ég geri þetta einfaldlega af því að get ekki setið lengur þegjandi undir furðulegri framkomu við mig og aðra. Sífellt eftirlit sem gefur tekjur Næsta skýrsla er frá því um miðjan febrúar og allt við það sama af beggja hálfu. Það er alkunna að þegar þessir sérfræðingar geta ekki með góðu móti sett út á hrossin þá er farið að eltast við allskonar tittlingaskít sem litlu eða engu máli skiptir. Það er það, sífellt eftirlit sem gefur tekjur. Hótun um dagsektir vegna illa haldinna hrossa í góðum holdum Þann 21. febrúar er mér skrifað hótunarbréf um dagsektir vegna þess að ég hafi ekki brugðist við kröfum eftirlitsmanns frá því 14. febrúar vegna hrossa sem ég haldi á spildu við Dalsmynni. 25.000 á dag. Getur það verið að þessir sérfræðingar sjái ekki að 50 hektara land er eitthvað meira en graslaus spilda upp undir hliði þar sem hrossin eru sett inn og tekin út. Þannig er það að þar hanga skepnur oft, líka kýr og kindur sem eru saddar. Gjafasvæði, ég hef ekki enn fengið að vita hvar þau ákváðu að það væri, ég aftur á móti veit hvar ég ákvað það þegar ég byrjaði að gefa hrossunum 18. mars. Þá voru þau enn í góðum holdum og vel útlítandi. Hvernig ætli hafi staðið á því? Hótun um dagsektir hafði þar engin áhrif. Og um eftirlit með þessum hrossum veit þetta fólk ekki neitt. Um fóðrun hrossa geta þessir snillingar ekki kennt mér neitt. Eins og sjá má á ummælum eftirlitsdýralækna stofnunarinnar fyrr í þessum skrifum. Mér er hótað dagsektum frá 28 febrúar. Þann 7. mars er mér tilkynnt að dagsektir vegna aðbúnaðar hrossa á Kjalarnesi hafi tekið gildi. Þetta eru sömu hrossin og þetta sama eftirlitsfólk sá ekkert athugavert við fáum vikum fyrr. Fyrirtæki í fullum rekstri hefur ekkert með starfsfólk að gera sem býr ekki til tekjur. Hótað vörslusviptingu á nautgripum..! Í sama bréfi fæ ég tilkynningu um það að lagðar hafi verið á mig 30.000 kr dagsektir frá 15. febrúar og upphæðin sé orðin 45.0000 kr. Vegna bleytu í stíum í fjósi, sérstaklega mikil bleyta í kálfastíum .og kálfarnir skítugir og bla bla bla og hótað vörslusviptingu. Ég hef ekki enn fengið að vita hvar ég var með þessa nautgripi. Sagt beitarlaust en holdafar í lagi Þann15. mars er enn ein skýrslan skrifuð og einlægt sami söngurinn beitarlaust, ekkert farið að gefa en holdafar í lagi. Ég vissi þetta og margir fleiri sem vit hafa á en spyrja má hver segir að þetta fólk hafi vit á holdafari hrossa? Eru þetta fóðurfræðingar? Það var hægt að taka mark á forðagæslumönnum á meðan þeirra naut við. Enda valdist þá til þessara starfa fólk sem hafði vit á skepnum. Á þessu verður að verða breyting. Reiðhross í hagalítilli girðingu Einhvern tímann um mitt sumar hringdi til mín ung kona frá Mast, Þórdís Karlsdóttir til þess að segja mér að það væru hross í lítilli haglausri girðingu í Dalsmynni. Ég sagði henni að svona ætti það að vera, þarna væri um að ræða reiðhross sem verið væri að passa að hlypu ekki í spik, og sagði henni jafnframt að ég hvorki þyrfti né kærði mig um neinar upplýsingar frá Mast, tók hún því nokkuð vel. Kurteis manneskja alin upp hjá góðu fólki í Strandasýslu. Engin árásargirni eða hroki. Höfundur er rútubílstjóri. [email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Tengdar fréttir Af viðskiptum við eftirlitskerfi Matvælastofnunar Ég ætla að fara hérna yfir það á gagnrýninn hátt hvernig það er að eiga hross á höfuðborgarsvæðinu, bæði úti og inni. Sérstaklega mun ég taka til umfjöllunar eltingaleik Matvælastofnunar og furðulega framkomu starfsfólks stofnunarinnar við mig og aðra. 3. maí 2021 15:00 Af viðskiptum við eftirlitskerfi Matvælastofnunar – Annar hluti Ég held hér áfram umfjöllun um hvernig það er að eiga hross á höfuðborgarsvæðinu, bæði úti og inni og eiga þar allt undir sérkennilegri framgöngu eftirlitsmanna MAST. 4. maí 2021 15:00 Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Enn held ég áfram umfjöllun um hvernig það er að eiga hross á höfuðborgarsvæðinu, bæði úti og inni og eiga þar allt undir sérkennilegri framgöngu eftirlitsmanna MAST. Ég geri þetta einfaldlega af því að get ekki setið lengur þegjandi undir furðulegri framkomu við mig og aðra. Sífellt eftirlit sem gefur tekjur Næsta skýrsla er frá því um miðjan febrúar og allt við það sama af beggja hálfu. Það er alkunna að þegar þessir sérfræðingar geta ekki með góðu móti sett út á hrossin þá er farið að eltast við allskonar tittlingaskít sem litlu eða engu máli skiptir. Það er það, sífellt eftirlit sem gefur tekjur. Hótun um dagsektir vegna illa haldinna hrossa í góðum holdum Þann 21. febrúar er mér skrifað hótunarbréf um dagsektir vegna þess að ég hafi ekki brugðist við kröfum eftirlitsmanns frá því 14. febrúar vegna hrossa sem ég haldi á spildu við Dalsmynni. 25.000 á dag. Getur það verið að þessir sérfræðingar sjái ekki að 50 hektara land er eitthvað meira en graslaus spilda upp undir hliði þar sem hrossin eru sett inn og tekin út. Þannig er það að þar hanga skepnur oft, líka kýr og kindur sem eru saddar. Gjafasvæði, ég hef ekki enn fengið að vita hvar þau ákváðu að það væri, ég aftur á móti veit hvar ég ákvað það þegar ég byrjaði að gefa hrossunum 18. mars. Þá voru þau enn í góðum holdum og vel útlítandi. Hvernig ætli hafi staðið á því? Hótun um dagsektir hafði þar engin áhrif. Og um eftirlit með þessum hrossum veit þetta fólk ekki neitt. Um fóðrun hrossa geta þessir snillingar ekki kennt mér neitt. Eins og sjá má á ummælum eftirlitsdýralækna stofnunarinnar fyrr í þessum skrifum. Mér er hótað dagsektum frá 28 febrúar. Þann 7. mars er mér tilkynnt að dagsektir vegna aðbúnaðar hrossa á Kjalarnesi hafi tekið gildi. Þetta eru sömu hrossin og þetta sama eftirlitsfólk sá ekkert athugavert við fáum vikum fyrr. Fyrirtæki í fullum rekstri hefur ekkert með starfsfólk að gera sem býr ekki til tekjur. Hótað vörslusviptingu á nautgripum..! Í sama bréfi fæ ég tilkynningu um það að lagðar hafi verið á mig 30.000 kr dagsektir frá 15. febrúar og upphæðin sé orðin 45.0000 kr. Vegna bleytu í stíum í fjósi, sérstaklega mikil bleyta í kálfastíum .og kálfarnir skítugir og bla bla bla og hótað vörslusviptingu. Ég hef ekki enn fengið að vita hvar ég var með þessa nautgripi. Sagt beitarlaust en holdafar í lagi Þann15. mars er enn ein skýrslan skrifuð og einlægt sami söngurinn beitarlaust, ekkert farið að gefa en holdafar í lagi. Ég vissi þetta og margir fleiri sem vit hafa á en spyrja má hver segir að þetta fólk hafi vit á holdafari hrossa? Eru þetta fóðurfræðingar? Það var hægt að taka mark á forðagæslumönnum á meðan þeirra naut við. Enda valdist þá til þessara starfa fólk sem hafði vit á skepnum. Á þessu verður að verða breyting. Reiðhross í hagalítilli girðingu Einhvern tímann um mitt sumar hringdi til mín ung kona frá Mast, Þórdís Karlsdóttir til þess að segja mér að það væru hross í lítilli haglausri girðingu í Dalsmynni. Ég sagði henni að svona ætti það að vera, þarna væri um að ræða reiðhross sem verið væri að passa að hlypu ekki í spik, og sagði henni jafnframt að ég hvorki þyrfti né kærði mig um neinar upplýsingar frá Mast, tók hún því nokkuð vel. Kurteis manneskja alin upp hjá góðu fólki í Strandasýslu. Engin árásargirni eða hroki. Höfundur er rútubílstjóri. [email protected]
Af viðskiptum við eftirlitskerfi Matvælastofnunar Ég ætla að fara hérna yfir það á gagnrýninn hátt hvernig það er að eiga hross á höfuðborgarsvæðinu, bæði úti og inni. Sérstaklega mun ég taka til umfjöllunar eltingaleik Matvælastofnunar og furðulega framkomu starfsfólks stofnunarinnar við mig og aðra. 3. maí 2021 15:00
Af viðskiptum við eftirlitskerfi Matvælastofnunar – Annar hluti Ég held hér áfram umfjöllun um hvernig það er að eiga hross á höfuðborgarsvæðinu, bæði úti og inni og eiga þar allt undir sérkennilegri framgöngu eftirlitsmanna MAST. 4. maí 2021 15:00
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun