Virkjum mannauðinn betur Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 5. maí 2021 08:01 Allir eru góðir í einhverju en enginn er góður í öllu. En það sem við erum góð í er misvel metið í samfélaginu. Þeir sem eru til dæmis góðir í fótbolta fá mikið lof og athygli fyrir það, verða stundum atvinnumenn í fótbolta og fá vel greitt fyrir þessa hæfni sína. Sumir eru góðir í að skrifa bækur og öðlast ákveðna viðurkenningu fyrir ritsnilld sína og svo eru aðrir góðir í að nota samfélagsmiðla og verða áhrifavaldar. Þrátt fyrir mismunandi styrkleika okkar virðast þeir ekki allir vera jafn mikils metnir. Þeir sem eru góðir í að hlusta á aðra og styðja í erfiðleikum fá yfirleitt ekki verðlaun fyrir það og þeir sem eru góðir í að mæta dags daglega í vinnuna og sinna henni af heilum hug fá ekki endilega hrós og umbun fyrir sín störf. Þar sem styrkleikar okkar eru misjafnlega vel metnir er sú hætta fyrir hendi að við missum af mikilvægum mannauði. Það sama má segja um allan þann mannauð sem býr á meðal öryrkja þessa lands. Því miður hefur öryrkjum vegna geðræns vanda aukist á undanförnum árum og er það mikið áhyggjuefni að andleg heilsa okkar fari versnandi. Við þurfum að staldra við og velta fyrir okkur hvað það er sem veldur aukinni vanlíðan og hverju þarf að breyta í samfélaginu til að sporna við því. Í starfshópi sem ég leiddi á vegum félags- og barnamálaráðuneytisins um samfélagslega virkni einstaklinga með geðrænan vanda skiluðum við tillögum um samþættingu kerfa, s.s. heilsugæslu, félagsþjónustu og virkniúrræða. Lagt var til að hugað yrði markvisst að því að virkja þennan hóp fólks með fjölbreyttum virkniúrræðum og þeim skipaður tengiliður til að halda utan um stöðu þeirra og líðan. Allt með það að markmiði að mannauður sem flestra fái sem best notið sín. Félags- og barnamálaráðherra hefur nú hrundið í framkvæmd sambærilegum tillögum í málefnum barna en nú er komið að því að huga að öryrkjunum. Langflestir vilja leggja sitt af mörkum fyrir samfélagið og finna að þeirra framlag sé metið. Við þurfum því að taka miklu betur utan um öryrkja og styðja þá við að ná virkni á ný. Við þurfum að tryggja að heilbrigðiskerfið veiti þeim stuðning við hæfi og þau úrræði sem þeim standa til boða sé af fjölbreyttum toga í samræmi við hvaða mannauð hver og einn býr yfir. Með mismunandi styrkleikum okkar sköpum við margbreytilegra samfélag sem er okkur öllum til heilla. Höfundur er frambjóðandi í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Linda Hrönn Þórisdóttir Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Allir eru góðir í einhverju en enginn er góður í öllu. En það sem við erum góð í er misvel metið í samfélaginu. Þeir sem eru til dæmis góðir í fótbolta fá mikið lof og athygli fyrir það, verða stundum atvinnumenn í fótbolta og fá vel greitt fyrir þessa hæfni sína. Sumir eru góðir í að skrifa bækur og öðlast ákveðna viðurkenningu fyrir ritsnilld sína og svo eru aðrir góðir í að nota samfélagsmiðla og verða áhrifavaldar. Þrátt fyrir mismunandi styrkleika okkar virðast þeir ekki allir vera jafn mikils metnir. Þeir sem eru góðir í að hlusta á aðra og styðja í erfiðleikum fá yfirleitt ekki verðlaun fyrir það og þeir sem eru góðir í að mæta dags daglega í vinnuna og sinna henni af heilum hug fá ekki endilega hrós og umbun fyrir sín störf. Þar sem styrkleikar okkar eru misjafnlega vel metnir er sú hætta fyrir hendi að við missum af mikilvægum mannauði. Það sama má segja um allan þann mannauð sem býr á meðal öryrkja þessa lands. Því miður hefur öryrkjum vegna geðræns vanda aukist á undanförnum árum og er það mikið áhyggjuefni að andleg heilsa okkar fari versnandi. Við þurfum að staldra við og velta fyrir okkur hvað það er sem veldur aukinni vanlíðan og hverju þarf að breyta í samfélaginu til að sporna við því. Í starfshópi sem ég leiddi á vegum félags- og barnamálaráðuneytisins um samfélagslega virkni einstaklinga með geðrænan vanda skiluðum við tillögum um samþættingu kerfa, s.s. heilsugæslu, félagsþjónustu og virkniúrræða. Lagt var til að hugað yrði markvisst að því að virkja þennan hóp fólks með fjölbreyttum virkniúrræðum og þeim skipaður tengiliður til að halda utan um stöðu þeirra og líðan. Allt með það að markmiði að mannauður sem flestra fái sem best notið sín. Félags- og barnamálaráðherra hefur nú hrundið í framkvæmd sambærilegum tillögum í málefnum barna en nú er komið að því að huga að öryrkjunum. Langflestir vilja leggja sitt af mörkum fyrir samfélagið og finna að þeirra framlag sé metið. Við þurfum því að taka miklu betur utan um öryrkja og styðja þá við að ná virkni á ný. Við þurfum að tryggja að heilbrigðiskerfið veiti þeim stuðning við hæfi og þau úrræði sem þeim standa til boða sé af fjölbreyttum toga í samræmi við hvaða mannauð hver og einn býr yfir. Með mismunandi styrkleikum okkar sköpum við margbreytilegra samfélag sem er okkur öllum til heilla. Höfundur er frambjóðandi í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun