Kostirnir við Schengen fleiri en gallarnir eins og er Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. maí 2021 11:48 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sat fyrir svörum í Bítinu í morgun. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir kostina við Schengen-samstarfið fleiri en gallana. Alltaf þarf að vega og meta kosti og galla slíks samstarfs. Þetta sagði Áslaug Arna í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Til umræðu var meðal annars geta lögreglu til að vísa brotamönnum úr landi. Ráðherra sagðist að sjálfsögðu ekki getað tjáð sig um einstök mál þegar hún var spurð út í þá staðreynd að óskað hefði verið eftir framsali meints morðingja í Rauðagerðismálinu. Hún sagði hins vegar að í fyrra hefðu verið gerðar breytingar á ákvæðum um framsal sakamanna, til að gera framsalsferlið skilvirkara. Fjallað var um Rauðagerðismálið í Kompás í gær. Áslaug minnist einnig á innleiðingu svokallaðs Entry/Exit-kerfis en það felur meðal annars í sér farþegagreiningu sem mun gera það að verkum að allir aðilar frá þriðja ríki eru skráðir í hvert sinn sem þeir ferðast yfir ytri landamæri Schengen-samstarfsins. „Enn sem komið er er þetta kostnaðarminna fyrir okkur, að vera innan Schengen með öllum þeim upplýsingum sem við fáum innan þess svæðis,“ sagði ráðherra í Bítinu. Ekki að gjalda fyrir alþjóðlegt samstarf „Við erum ekki í Evrópusambandinu og ætlum okkur ekki þangað inn. En við fáum gríðarlega miklar upplýsingar og með þessu kerfi bind ég vonir við að það muni enn frekar tryggja að það verði fleiri kostir en gallar að vera innan þessa samstarfs.“ Þáttastjórnendur spurðu Áslaugu hvort hún teldi gallana fleiri en kostina eins og sakir stæðu. Hún sagðist þó ekki sammála þeirri fullyrðingu að Íslendingar væru að gjalda fyrir alþjóðlegt samstarf með meira óöryggi heima fyrir. Það væri ekki rétt að stilla þessu þannig upp. „Við eigum alltaf að vera að endurskoða og skoða það samstarf sem við erum í,“ sagði hún um afstöðu sína til Schengen. „Er það til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag? Við eigum alltaf að vera að spyrja okkur þessara spurninga. Við eigum ekki að festast í því að það voru fleiri kostir við samstarfið fyrir tíu árum; við eigum alltaf að vera að skoða það og það er verkefni okkar stjórnmálamanna.“ Um aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi almennt sagðist Áslaug hafa lagt mikla áherslu á það verkefni síðustu misseri. Aldrei hefði meiri fjármunum verið varið til lögreglumála og þá hefði geta lögreglu til að takast á við þenna ákveðna málaflokk verið efld með sérstökum fjárframlögum. Telur aðgerðir gegn peningaþvætti áhrifamestar Ráðherra lagði áherslu á að undir skipulagða glæpastarfsemi féllu margir brotaflokkar og þá væri starfseminni oftar en ekki haldið úti í skjóli löglegra umsvifa. Hóparnir teygðu anga sína bæði yfir lögregluumdæmi og landamæri. Ein áhrifamesta leiðin til að takast á við vandann væri með aðgerðum gegn peningaþvætti. Þá þyrfti að tryggja mannskap og þannig hefði mannafla sem hefði sinnt löggæslu í tengslum við ferðaþjónustu nú verið beitt gegn skipulögðum glæpahópum. Þá væri verkefni flókið og krefist bæði almennrar löggæslu og aðkomu sérfræðinga. Uppfært klukkan 14:05 Áslaug Arna hafði samband við fréttastofu og vakti athygli á því að henni hefði misheyrst spurning þáttastjórnenda. Því hefði hún ætlað að svara því til að kostirnir við samstarfið væru fleiri en gallarnir, en ekki öfugt eins og heyra má í klippunni að ofan. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við það. Lögreglan Bítið Kompás Tengdar fréttir „Þetta var bara aftaka“ Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að sá sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi. 4. maí 2021 08:00 Óttast að lenda undir gegn þaulskipulögðum glæpahópum Aukin harka, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenna nú undirheima Íslands. 3. maí 2021 08:01 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Ráðherra sagðist að sjálfsögðu ekki getað tjáð sig um einstök mál þegar hún var spurð út í þá staðreynd að óskað hefði verið eftir framsali meints morðingja í Rauðagerðismálinu. Hún sagði hins vegar að í fyrra hefðu verið gerðar breytingar á ákvæðum um framsal sakamanna, til að gera framsalsferlið skilvirkara. Fjallað var um Rauðagerðismálið í Kompás í gær. Áslaug minnist einnig á innleiðingu svokallaðs Entry/Exit-kerfis en það felur meðal annars í sér farþegagreiningu sem mun gera það að verkum að allir aðilar frá þriðja ríki eru skráðir í hvert sinn sem þeir ferðast yfir ytri landamæri Schengen-samstarfsins. „Enn sem komið er er þetta kostnaðarminna fyrir okkur, að vera innan Schengen með öllum þeim upplýsingum sem við fáum innan þess svæðis,“ sagði ráðherra í Bítinu. Ekki að gjalda fyrir alþjóðlegt samstarf „Við erum ekki í Evrópusambandinu og ætlum okkur ekki þangað inn. En við fáum gríðarlega miklar upplýsingar og með þessu kerfi bind ég vonir við að það muni enn frekar tryggja að það verði fleiri kostir en gallar að vera innan þessa samstarfs.“ Þáttastjórnendur spurðu Áslaugu hvort hún teldi gallana fleiri en kostina eins og sakir stæðu. Hún sagðist þó ekki sammála þeirri fullyrðingu að Íslendingar væru að gjalda fyrir alþjóðlegt samstarf með meira óöryggi heima fyrir. Það væri ekki rétt að stilla þessu þannig upp. „Við eigum alltaf að vera að endurskoða og skoða það samstarf sem við erum í,“ sagði hún um afstöðu sína til Schengen. „Er það til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag? Við eigum alltaf að vera að spyrja okkur þessara spurninga. Við eigum ekki að festast í því að það voru fleiri kostir við samstarfið fyrir tíu árum; við eigum alltaf að vera að skoða það og það er verkefni okkar stjórnmálamanna.“ Um aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi almennt sagðist Áslaug hafa lagt mikla áherslu á það verkefni síðustu misseri. Aldrei hefði meiri fjármunum verið varið til lögreglumála og þá hefði geta lögreglu til að takast á við þenna ákveðna málaflokk verið efld með sérstökum fjárframlögum. Telur aðgerðir gegn peningaþvætti áhrifamestar Ráðherra lagði áherslu á að undir skipulagða glæpastarfsemi féllu margir brotaflokkar og þá væri starfseminni oftar en ekki haldið úti í skjóli löglegra umsvifa. Hóparnir teygðu anga sína bæði yfir lögregluumdæmi og landamæri. Ein áhrifamesta leiðin til að takast á við vandann væri með aðgerðum gegn peningaþvætti. Þá þyrfti að tryggja mannskap og þannig hefði mannafla sem hefði sinnt löggæslu í tengslum við ferðaþjónustu nú verið beitt gegn skipulögðum glæpahópum. Þá væri verkefni flókið og krefist bæði almennrar löggæslu og aðkomu sérfræðinga. Uppfært klukkan 14:05 Áslaug Arna hafði samband við fréttastofu og vakti athygli á því að henni hefði misheyrst spurning þáttastjórnenda. Því hefði hún ætlað að svara því til að kostirnir við samstarfið væru fleiri en gallarnir, en ekki öfugt eins og heyra má í klippunni að ofan. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við það.
Lögreglan Bítið Kompás Tengdar fréttir „Þetta var bara aftaka“ Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að sá sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi. 4. maí 2021 08:00 Óttast að lenda undir gegn þaulskipulögðum glæpahópum Aukin harka, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenna nú undirheima Íslands. 3. maí 2021 08:01 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
„Þetta var bara aftaka“ Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að sá sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi. 4. maí 2021 08:00
Óttast að lenda undir gegn þaulskipulögðum glæpahópum Aukin harka, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenna nú undirheima Íslands. 3. maí 2021 08:01