Simmi Vill grét með Sölva: „Hvað er að okkur?“ Snorri Másson skrifar 5. maí 2021 10:45 Sigmar Vilhjálmsson segir að enginn geti sett sig í spor Sölva Tryggvasonar þessa stundina. Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður segir að mál Sölva Tryggvasonar eigi að fá fólk til að hugsa og kveðst vera hrærður eftir að hafa horft á þátt Sölva frá því í gær. „Ég held að þú þurfir að vera ómennskur ef þetta snertir þig ekki. Það er engin leið að setja sig í þessi spor að fá svona líkamsárás á mannorð þitt sem þetta er,“ segir Sigmar í samtali við Vísi. „Ég held að þetta fái okkur til að hugsa. Því miður þurfa ný mál að koma upp til að fá okkur til að hugsa okkur um, og svo líður tíminn og við beygjum aftur af leið, en svo kemur nýtt mál sem minnir okkur á þetta,“ segir Sigmar. Á hringrás sinni á Instagram í gær sýndi Sigmar frá sjálfum sér þegar hann horfði á þátt Sölva og grét með Sölva. Með því vildi Sigmar sýna þeim málstað stuðning að tilfinningar skipti máli. Sigmar brast í grát þegar hann fylgdist með þeim kafla þar sem Sölvi lýsti því þegar fjölskyldumeðlimir hans hefðu haft áhyggjur af því að hann færi sjálfum sér að voða. Þær áhyggjur urðu til eftir að sögusagnir urðu háværar í samfélaginu þess efnis að Sölvi hefði misþyrmt vændiskonu og verið handtekinn af lögreglu. Þær sögur eru þvættingur, sagði Sölvi. Sölvi hefur sýnt fram á málaskrá frá lögreglu þar sem fram kemur að lögreglan hafi engin afskipti haft af honum frá 1. apríl. Sölvi sagði í þætti sínum í gær að hann hefði þó sjálfur haft samband við lögreglu í marsmánuði vegna þess sem hann kallaði hótanir einstaklings um að valda honum mannorðsmissi. Sigmar segir á Instagram: „Maður veltir fyrir sér: Hvað er að okkur? Ég datt inn á kafla í viðtalinu sem var í rauninni stórkostlegur. Sölvi leyfir sér að sýna, ekki bara tilfinningar, heldur opnar hann sig. Mér finnst það hugrekki og mér finnst það styrkur, að hann skuli síðan gefa út þennan þátt. Ef fólk heldur að það sé kjánalegt að gráta, þá er það það ekki. Ég ætla að henda inn þessari upptöku núna sem ákveðinni stuðningsyfirlýsingu um það að tilfinningar eru mikilvægar og grátur er ein birtingarmynd þeirra.“ Klippa: Simmi Vill hrærður yfir viðtali Sölva Tryggva Mál Sölva Tryggvasonar Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ég held að þú þurfir að vera ómennskur ef þetta snertir þig ekki. Það er engin leið að setja sig í þessi spor að fá svona líkamsárás á mannorð þitt sem þetta er,“ segir Sigmar í samtali við Vísi. „Ég held að þetta fái okkur til að hugsa. Því miður þurfa ný mál að koma upp til að fá okkur til að hugsa okkur um, og svo líður tíminn og við beygjum aftur af leið, en svo kemur nýtt mál sem minnir okkur á þetta,“ segir Sigmar. Á hringrás sinni á Instagram í gær sýndi Sigmar frá sjálfum sér þegar hann horfði á þátt Sölva og grét með Sölva. Með því vildi Sigmar sýna þeim málstað stuðning að tilfinningar skipti máli. Sigmar brast í grát þegar hann fylgdist með þeim kafla þar sem Sölvi lýsti því þegar fjölskyldumeðlimir hans hefðu haft áhyggjur af því að hann færi sjálfum sér að voða. Þær áhyggjur urðu til eftir að sögusagnir urðu háværar í samfélaginu þess efnis að Sölvi hefði misþyrmt vændiskonu og verið handtekinn af lögreglu. Þær sögur eru þvættingur, sagði Sölvi. Sölvi hefur sýnt fram á málaskrá frá lögreglu þar sem fram kemur að lögreglan hafi engin afskipti haft af honum frá 1. apríl. Sölvi sagði í þætti sínum í gær að hann hefði þó sjálfur haft samband við lögreglu í marsmánuði vegna þess sem hann kallaði hótanir einstaklings um að valda honum mannorðsmissi. Sigmar segir á Instagram: „Maður veltir fyrir sér: Hvað er að okkur? Ég datt inn á kafla í viðtalinu sem var í rauninni stórkostlegur. Sölvi leyfir sér að sýna, ekki bara tilfinningar, heldur opnar hann sig. Mér finnst það hugrekki og mér finnst það styrkur, að hann skuli síðan gefa út þennan þátt. Ef fólk heldur að það sé kjánalegt að gráta, þá er það það ekki. Ég ætla að henda inn þessari upptöku núna sem ákveðinni stuðningsyfirlýsingu um það að tilfinningar eru mikilvægar og grátur er ein birtingarmynd þeirra.“ Klippa: Simmi Vill hrærður yfir viðtali Sölva Tryggva
Mál Sölva Tryggvasonar Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira