Þurfum að fara að drullast til að spila almennilega Árni Jóhannsson skrifar 6. maí 2021 21:45 Arnar Guðjónsson var alls ekki sáttur er hann mætti í viðtal að leik loknum. Vísir/Vilhelm Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar var ekki í góðu skapi þegar náð var í hann til að taka viðtal við hann. Í fyrsta lagi þá var honum hent út úr húsi fyrir þær sakir að bekkur heimamanna fékk á sig dæmdar þrjár tæknivillur og að auki þá tapaði liðið hans fyrir KR, 85-96 í 21. umferð Dominos-deildar karla, og var hann ekki ánægður með spilamennsku sinna manna. Arnar var spurður að því hvað hans menn gerðu ekki nógu vel í kvöld. „Varnarleikurinn í fyrri hálfleik var alveg hrikalegur. Hann er ekki góður. Þeir skoruðu 54 stig á okkur í fyrri hálfleik. Við komum svo út með þvílíka orku í seinni hálfleik en við erum bara að sýna þá orku allt of stutt. Við erum að fá á okkur 95 til 100 stig í leik og þá bara fer þetta svona.“ Hvað er þá hægt að gera í því að leikmenn hans ná ekki að halda uppi orkustiginu nema í stutta stund. „Það er vandamálið. Á köflum er orkustigið gott og á köflum er það hrikalegt. Við erum að sýna það að við getum þetta. Við sýndum það í seinni hálfleik hvar orkustigið getur verið en það þarf bara ða tengja það miklu lengur en þetta. “ Alexander Lindqvist var að spila sinn annan leik eftir að hafa snúið til baka frá Svíþjóð þar sem hann þurfti að sinna einkaerindum og var Arnar spurður að því afhverju hann gæti ekki beitt sér að fullum krafti en hann var stigalaus í kvöld og spilaði mjög stutt í báðum leikjunum sem hann hefur spilað. „Alexander er að koma úr því að hafa fengið Covid. Hann greindist með Covid fyrir ca. þremur vikum síðan og þess vegna spilar hann bara í stuttum skorpum og erum bara að vonast til þess að hann verði kominn í líkamlegt stand í úrslitakeppninni. Þetta er víst alveg stórhættulegur sjúkdómur segja sérfræðingarnir að sunnan en vonandi fer hann að komast í stand.“ Arnar var því næst spurður hvort það hjálpaði en hindraði liðið að hafa hann í hópnum en að hann gæti ekki beitt sér að fullu. „Það gefur augaleið að hann er einn af okkar bestu leikmönnum eins og sást fyrri hluta leiktíðar. Árangurinn án hans er ekki góður og við höfum saknað hans. “ Að lokum var þjálfarinn spurður hvort hann hefði einhverjar áhyggjur af orkustiginu, móralnum og spilamennskunni þar sem stutt væri eftir af deildarkeppninni og stutt í úrslitakeppni. „ Móralinn er fínn það er ekki vandamálið. Við þurfum að fara að drullast til að spila betur ef við ætlum að gera eitthvað í úrslitakeppninni,“ sagði Arnar að endingu. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - KR 85-96 | KR hafði betur í Garðabæ KR hafði tapað fimm leikjum í röð fyrir leik kvöldsins en gengið vel á útivelli. Fór það svo að liðið vann 11 stiga sigur á Stjörnunni í kvöld, lokatölur 96-85 gestunum úr Vesturbæ í vil. 6. maí 2021 21:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd. - West Ham | Kominn tími á deildarsigur? Enski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Sjá meira
Í fyrsta lagi þá var honum hent út úr húsi fyrir þær sakir að bekkur heimamanna fékk á sig dæmdar þrjár tæknivillur og að auki þá tapaði liðið hans fyrir KR, 85-96 í 21. umferð Dominos-deildar karla, og var hann ekki ánægður með spilamennsku sinna manna. Arnar var spurður að því hvað hans menn gerðu ekki nógu vel í kvöld. „Varnarleikurinn í fyrri hálfleik var alveg hrikalegur. Hann er ekki góður. Þeir skoruðu 54 stig á okkur í fyrri hálfleik. Við komum svo út með þvílíka orku í seinni hálfleik en við erum bara að sýna þá orku allt of stutt. Við erum að fá á okkur 95 til 100 stig í leik og þá bara fer þetta svona.“ Hvað er þá hægt að gera í því að leikmenn hans ná ekki að halda uppi orkustiginu nema í stutta stund. „Það er vandamálið. Á köflum er orkustigið gott og á köflum er það hrikalegt. Við erum að sýna það að við getum þetta. Við sýndum það í seinni hálfleik hvar orkustigið getur verið en það þarf bara ða tengja það miklu lengur en þetta. “ Alexander Lindqvist var að spila sinn annan leik eftir að hafa snúið til baka frá Svíþjóð þar sem hann þurfti að sinna einkaerindum og var Arnar spurður að því afhverju hann gæti ekki beitt sér að fullum krafti en hann var stigalaus í kvöld og spilaði mjög stutt í báðum leikjunum sem hann hefur spilað. „Alexander er að koma úr því að hafa fengið Covid. Hann greindist með Covid fyrir ca. þremur vikum síðan og þess vegna spilar hann bara í stuttum skorpum og erum bara að vonast til þess að hann verði kominn í líkamlegt stand í úrslitakeppninni. Þetta er víst alveg stórhættulegur sjúkdómur segja sérfræðingarnir að sunnan en vonandi fer hann að komast í stand.“ Arnar var því næst spurður hvort það hjálpaði en hindraði liðið að hafa hann í hópnum en að hann gæti ekki beitt sér að fullu. „Það gefur augaleið að hann er einn af okkar bestu leikmönnum eins og sást fyrri hluta leiktíðar. Árangurinn án hans er ekki góður og við höfum saknað hans. “ Að lokum var þjálfarinn spurður hvort hann hefði einhverjar áhyggjur af orkustiginu, móralnum og spilamennskunni þar sem stutt væri eftir af deildarkeppninni og stutt í úrslitakeppni. „ Móralinn er fínn það er ekki vandamálið. Við þurfum að fara að drullast til að spila betur ef við ætlum að gera eitthvað í úrslitakeppninni,“ sagði Arnar að endingu. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - KR 85-96 | KR hafði betur í Garðabæ KR hafði tapað fimm leikjum í röð fyrir leik kvöldsins en gengið vel á útivelli. Fór það svo að liðið vann 11 stiga sigur á Stjörnunni í kvöld, lokatölur 96-85 gestunum úr Vesturbæ í vil. 6. maí 2021 21:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd. - West Ham | Kominn tími á deildarsigur? Enski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - KR 85-96 | KR hafði betur í Garðabæ KR hafði tapað fimm leikjum í röð fyrir leik kvöldsins en gengið vel á útivelli. Fór það svo að liðið vann 11 stiga sigur á Stjörnunni í kvöld, lokatölur 96-85 gestunum úr Vesturbæ í vil. 6. maí 2021 21:00