Rassían í Ríó: Saka lögregluna um aftökur utan dóms og laga Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2021 12:31 Vopnaðir lögreglumenn bera burt lík meints glæpamanns í Jacarezinho-hverfinu í Río. Gagnrýnt er að sönnunargögn hafi ekki verið varðveitt en 25 manns féllu í aðgerð lögreglu í gær. Vísir/EPA Íbúar í fátækrahverfi í Río de Janeiro í Brasilíu saka lögregluna í borginni um að hafa myrt fólk sem vildi gefast upp og ráðist inn á heimili án leitarheimildar í blóðugustu rassíu í sögu borgarinnar í gær. Að minnsta kosti tuttugu og fimm manns féllu, þar á meðal einn lögreglumaður. Rassían beindist að fíkniefnagengjum í Jacarezinho, einu stærsta fátækrahverfi Río de Janeiro. Það er sagt á valdi Rauðu hersveitarinnar, einna alræmdustu glæpasamtaka landsins. Um tvö hundruð lögreglumenn tóku þátt í aðgerðinni studdir leyniskyttu í brynvarinni þyrlu. Yfirlýst markmið aðgerðarinnar var að fylgja eftir 21 handtökuskipun í tengslum við rannsókn á samtökunum. Til ákafra skotbardaga kom á milli lögreglumannanna og grunaðra glæpamanna á meðan óttaslegnir íbúar reyndu að koma sér í var. Íbúarnir saka lögregluna um að fara fram með offorsi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Maria Júlia Miranda, skipaður verjandi, hefur eftir íbúum í Jacarezinho að lögreglumenn hafi króað mann af í svefnherbergi átta ára gamallar stúlku og tekið hann af lífi. Fjölskyldan hafi orðið vitni að morðinu. Hún gagnrýnir að sönnunargögn á vettvangi hafi ekki verið varðveitt og að lík hafi verið fjarlægð. „Í þessum tilfellum var líklega um aftökur að ræða,“ fullyrðir hún. Mannréttindasamtök eins og Amnesty International segist hafa fengið kvartanir frá íbúum sem segja að lögreglumenn hafi ruðst inn til þeirra án þess að hafa til þess heimild. Þeir hafi jafnframt drepið fólk sem ógnaði þeim ekki. Lögregluyfirvöld í Ríó fullyrða aftur á móti að þau hafi farið að lögum í einu og öllu. Sá eini sem hafi verið tekinn af lífi hafi verið lögreglumaður sem féll í aðgerðunum í gær. Engu að síður hvetur mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna til þess að óháð rannsókn fari fram á rassíunni. Rupert Colville, talsmaður hennar, segir að hún sé hluti af langvarandi sögu óhóflegrar og ónauðsynlegrar valdbeitingar gegn fátækum íbúum borgarinnar. Brasilía Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Rassían beindist að fíkniefnagengjum í Jacarezinho, einu stærsta fátækrahverfi Río de Janeiro. Það er sagt á valdi Rauðu hersveitarinnar, einna alræmdustu glæpasamtaka landsins. Um tvö hundruð lögreglumenn tóku þátt í aðgerðinni studdir leyniskyttu í brynvarinni þyrlu. Yfirlýst markmið aðgerðarinnar var að fylgja eftir 21 handtökuskipun í tengslum við rannsókn á samtökunum. Til ákafra skotbardaga kom á milli lögreglumannanna og grunaðra glæpamanna á meðan óttaslegnir íbúar reyndu að koma sér í var. Íbúarnir saka lögregluna um að fara fram með offorsi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Maria Júlia Miranda, skipaður verjandi, hefur eftir íbúum í Jacarezinho að lögreglumenn hafi króað mann af í svefnherbergi átta ára gamallar stúlku og tekið hann af lífi. Fjölskyldan hafi orðið vitni að morðinu. Hún gagnrýnir að sönnunargögn á vettvangi hafi ekki verið varðveitt og að lík hafi verið fjarlægð. „Í þessum tilfellum var líklega um aftökur að ræða,“ fullyrðir hún. Mannréttindasamtök eins og Amnesty International segist hafa fengið kvartanir frá íbúum sem segja að lögreglumenn hafi ruðst inn til þeirra án þess að hafa til þess heimild. Þeir hafi jafnframt drepið fólk sem ógnaði þeim ekki. Lögregluyfirvöld í Ríó fullyrða aftur á móti að þau hafi farið að lögum í einu og öllu. Sá eini sem hafi verið tekinn af lífi hafi verið lögreglumaður sem féll í aðgerðunum í gær. Engu að síður hvetur mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna til þess að óháð rannsókn fari fram á rassíunni. Rupert Colville, talsmaður hennar, segir að hún sé hluti af langvarandi sögu óhóflegrar og ónauðsynlegrar valdbeitingar gegn fátækum íbúum borgarinnar.
Brasilía Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira