Íslendingar berjast um nýja staðsetningarflögu Apple Snorri Másson skrifar 9. maí 2021 15:01 AirTag var kynnt til leiks í síðasta mánuði. Apple Tæknirisinn Apple setti í mánuðinum nýja vöru á markað, Apple AirTag. Um er að ræða lítinn hnapp með staðsetningarflögu sem eigandinn getur sett hvert sem hann vill og fylgst síðan með staðsetningu hans. Þannig getur maður laumað flögunni ofan í tösku, hengt hana í lyklakippu eða fest hana við hjólið sitt, og flett því síðan upp hvenær sem er í smáforriti í símanum hvar hún er staðsett. Apple AirTags er nýr staðsetningarbúnaður fyrir almenning.Apple Varan er komin á markað á Íslandi, meðal annars hjá Macland og Epli. Hjá Macland rauk fyrsta sending út, stykkið á 5.990 krónur. Fjögur stykki eru á 19.990kr. Önnur sending er væntanleg en allt er uppselt í bili í búðinni. Enn eru eintök eftir á lager hjá Epli samkvæmt vefsíðu þeirra og verðið er það hið sama. Apple AirTag er, að því er segir á bloggi Macland, á stærð við freyðitöfluna Treo. Hnappinum má koma fyrir á alls konar munum sem hafa tilhneigingu til að týnast. Reiðhjól hljóta að vera mörgum ofarlega í huga í þessum efnum, enda hefur löngum reynst of fyrirferðarmikið að koma fyrir staðsetningarbúnaði á dýrum reiðhjólum til þess að sporna við þjófnaði. Apple AirTag getur að sögn margra álitsgjafa verið álitlegur kostur í þessum tilgangi. Á sama hátt er hér komin trygging fyrir gæludýr, sem er auðvitað sárt að missa frá sér án þess að fá rönd við reist. Ýmsar efasemdir eru uppi um persónuverndarsjónarmið þegar kemur að AirTags og ljóst að í þeim efnum eru ekki öll kurl komin til grafar. Apple segir að sími manns eigi að fá um það tilkynningu ef hann verður þess áskynja að AirTag sé búið að vera að fylgja manni í ákveðinn tíma. Það á að koma í veg fyrir njósnir með græjunni. Apple Hjólreiðar Gæludýr Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Um er að ræða lítinn hnapp með staðsetningarflögu sem eigandinn getur sett hvert sem hann vill og fylgst síðan með staðsetningu hans. Þannig getur maður laumað flögunni ofan í tösku, hengt hana í lyklakippu eða fest hana við hjólið sitt, og flett því síðan upp hvenær sem er í smáforriti í símanum hvar hún er staðsett. Apple AirTags er nýr staðsetningarbúnaður fyrir almenning.Apple Varan er komin á markað á Íslandi, meðal annars hjá Macland og Epli. Hjá Macland rauk fyrsta sending út, stykkið á 5.990 krónur. Fjögur stykki eru á 19.990kr. Önnur sending er væntanleg en allt er uppselt í bili í búðinni. Enn eru eintök eftir á lager hjá Epli samkvæmt vefsíðu þeirra og verðið er það hið sama. Apple AirTag er, að því er segir á bloggi Macland, á stærð við freyðitöfluna Treo. Hnappinum má koma fyrir á alls konar munum sem hafa tilhneigingu til að týnast. Reiðhjól hljóta að vera mörgum ofarlega í huga í þessum efnum, enda hefur löngum reynst of fyrirferðarmikið að koma fyrir staðsetningarbúnaði á dýrum reiðhjólum til þess að sporna við þjófnaði. Apple AirTag getur að sögn margra álitsgjafa verið álitlegur kostur í þessum tilgangi. Á sama hátt er hér komin trygging fyrir gæludýr, sem er auðvitað sárt að missa frá sér án þess að fá rönd við reist. Ýmsar efasemdir eru uppi um persónuverndarsjónarmið þegar kemur að AirTags og ljóst að í þeim efnum eru ekki öll kurl komin til grafar. Apple segir að sími manns eigi að fá um það tilkynningu ef hann verður þess áskynja að AirTag sé búið að vera að fylgja manni í ákveðinn tíma. Það á að koma í veg fyrir njósnir með græjunni.
Apple Hjólreiðar Gæludýr Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira