Fékk fyrst veður af kvörtunum vegna Kolbeins í gær Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. maí 2021 11:11 Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður VG tilkynnti í gær að hann drægi framboð sitt til baka. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður VG segir að ákvörðunin hafi komið sér á óvart. Vísir/vilhelm Þingflokksformaður Vinstri Grænna segist ánægð með ákvörðun Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns VG, um að hætta við framboð vegna hegðunar gagnvart konum. Ákvörðunin, sem komið hafi á óvart, sé alfarið Kolbeins. Hún hafi fyrst fengið veður af kvörtunum vegna hans í gær. Kolbeinn stefndi á annað sæti á Reykjavíkurlista VG í komandi prófkjöri en hafði áður boðið sig fram í Suðurkjördæmi en ekki hlotið brautargengi. Kolbeinn lýsir því í færslu á Facebook í gær að hann hafi í gegnum tíðina komið illa fram við konur og á dögunum hafi verið leitað til fagráðs VG vegna hegðunar hans. Í ljósi MeToo-bylgju síðustu daga hafi hann að endingu ákveðið að draga framboð sitt til baka. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður VG segir ákvörðun Kolbeins algjörlega tekna upp á hans einsdæmi. „Þetta kom mér á óvart og mér þykir þetta bara afskaplega leitt en ég er um leið mjög ánægð með að hann hafi tekið ábyrgð og tekið þessa góðu ákvörðun sem ég held hann sé að taka. Það er alltaf gott þegar fólk viðurkennir vandann og leitar sér hjálpar, það er það sem þarf að gerast til að við getum upprætt þetta mein úr samfélaginu,“ segir Bjarkey. Finnst þér þetta of seint? „Ég er ekki í neinum færum til að meta það, ég auðvitað vissi þetta ekki fyrr en í gær og hef enga hugmynd um hvers eðlis málin eru, þannig að ég svo sem ætla ekki að taka afstöðu til þess.“ Og þú hafðir ekki fengið veður áður af svona ásökunum á hendur honum? „Nei.“ Bjarkey kveðst ekki vita hver staðan er á máli Kolbeins innan fagráðsins. Hún telur ólíklegt að ákvörðun hans um að hætta í framboði hafi áhrif á feril málsins. „Ef það berast kvartanir innan flokksins af hálfu flokksfélaga ber þessu ráði að skoða það og gaumgæfa og lýkur svo með einhverri niðurstöðu, þetta er auðvitað enginn dómur,“ segir Bjarkey. MeToo Vinstri græn Alþingi Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Kolbeinn stefndi á annað sæti á Reykjavíkurlista VG í komandi prófkjöri en hafði áður boðið sig fram í Suðurkjördæmi en ekki hlotið brautargengi. Kolbeinn lýsir því í færslu á Facebook í gær að hann hafi í gegnum tíðina komið illa fram við konur og á dögunum hafi verið leitað til fagráðs VG vegna hegðunar hans. Í ljósi MeToo-bylgju síðustu daga hafi hann að endingu ákveðið að draga framboð sitt til baka. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður VG segir ákvörðun Kolbeins algjörlega tekna upp á hans einsdæmi. „Þetta kom mér á óvart og mér þykir þetta bara afskaplega leitt en ég er um leið mjög ánægð með að hann hafi tekið ábyrgð og tekið þessa góðu ákvörðun sem ég held hann sé að taka. Það er alltaf gott þegar fólk viðurkennir vandann og leitar sér hjálpar, það er það sem þarf að gerast til að við getum upprætt þetta mein úr samfélaginu,“ segir Bjarkey. Finnst þér þetta of seint? „Ég er ekki í neinum færum til að meta það, ég auðvitað vissi þetta ekki fyrr en í gær og hef enga hugmynd um hvers eðlis málin eru, þannig að ég svo sem ætla ekki að taka afstöðu til þess.“ Og þú hafðir ekki fengið veður áður af svona ásökunum á hendur honum? „Nei.“ Bjarkey kveðst ekki vita hver staðan er á máli Kolbeins innan fagráðsins. Hún telur ólíklegt að ákvörðun hans um að hætta í framboði hafi áhrif á feril málsins. „Ef það berast kvartanir innan flokksins af hálfu flokksfélaga ber þessu ráði að skoða það og gaumgæfa og lýkur svo með einhverri niðurstöðu, þetta er auðvitað enginn dómur,“ segir Bjarkey.
MeToo Vinstri græn Alþingi Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira