Ahmadinejad aftur í forsetaframboð Kjartan Kjartansson skrifar 12. maí 2021 11:18 Ahmadinejad þegar hann skráði framboð sitt í dag. Hæfnisnefnd stjórnvalda hafnaði framboði hans árið 2017. Vísir/EPA Mahmoud Ahmadinejad, fyrrverandi forseti Írans, hefur skráð sig í framboð að nýju fyrir forsetakosningar sem fara fram í júní. Í forsetatíð sinni var Ahmadinejad þekktur sem harðlínumaður en hefur undanfarið reynt að hasla sér völl sem miðjumaður og verið gagnrýninn á klerkastjórnina. Leiðtogar vestrænna ríkja höfðu litlar mætur á Ahmadinejad þegar hann var forseti Írans frá 2005 til 2013 vegna harðlínustefnu hans og afneitun á helför nasista gegn gyðingum. Hann var ekki kjörgengur árið 2013 en þá vann Hassan Rouhani, núverandi forseti, afgerandi sigur. Hann hefur þótt tilheyra hófsamari væng íranskra stjórnmála. Framboðsfrestur fyrir forsetakosningarnar rennur út á laugardag. Þá fer tólf manna nefnd, svonefnt varðmannaráð, yfir frambjóðendur og pólitíska og trúarlega hæfni þeirra, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sex fulltrúar í ráðinu eru skipaðir af Ali Khamenei, æðstaklerki og æðsta leiðtoga Írans. Khamenei studdi Ahmadinejad á sínum tíma, þar á meðal eftir að endurkjör þáverandi forsetans urðu kveikjan að hörðum mótmælum í landinu árið 2009. Öryggissveitir klerkastjórnarinnar börðu mótmælin niður af mikilli hörku. Í kekki kastaðist á milli Ahmadinejad og Khamenei eftir að sá fyrrnefndi hóf að tala fyrir því að vald klerksins yrði takmarkað. Varðmannaráðið taldi Ahmadinejad ekki hæfan til að bjóða sig fram í forsetakosningunum árið 2017. Undanfarin ár hefur Ahmadinejad talað fyrir umbótum á íranskri stjórnskipun, þar á meðal á völdum æðsta leiðtogans. Hann er sagður sækja stuðning sinn til fátækra og verkamannastéttar sem hefur átt erfitt uppdráttar í efnahagsþrengingum sem eru meðal annars tilkomnar vegna refsiaðgerða Bandaríkjastjórnar. Rouhani forseti er ekki kjörgengur í kosningum vegna takmarkana í stjórnarskrá á hversu lengi forseti getur setið í embætti. Harðlínumenn eru taldir fylkja sér að baki Ebrahim Raisi, þekkts klerks og forseta hæstaréttar landsins, bjóði hann sig fram. Aðrir möguleikir frambjóðendur harðlínumanna drægu sig þá í hlé til þess að dreifa ekki atkvæðum þeirra. Íran Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Leiðtogar vestrænna ríkja höfðu litlar mætur á Ahmadinejad þegar hann var forseti Írans frá 2005 til 2013 vegna harðlínustefnu hans og afneitun á helför nasista gegn gyðingum. Hann var ekki kjörgengur árið 2013 en þá vann Hassan Rouhani, núverandi forseti, afgerandi sigur. Hann hefur þótt tilheyra hófsamari væng íranskra stjórnmála. Framboðsfrestur fyrir forsetakosningarnar rennur út á laugardag. Þá fer tólf manna nefnd, svonefnt varðmannaráð, yfir frambjóðendur og pólitíska og trúarlega hæfni þeirra, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sex fulltrúar í ráðinu eru skipaðir af Ali Khamenei, æðstaklerki og æðsta leiðtoga Írans. Khamenei studdi Ahmadinejad á sínum tíma, þar á meðal eftir að endurkjör þáverandi forsetans urðu kveikjan að hörðum mótmælum í landinu árið 2009. Öryggissveitir klerkastjórnarinnar börðu mótmælin niður af mikilli hörku. Í kekki kastaðist á milli Ahmadinejad og Khamenei eftir að sá fyrrnefndi hóf að tala fyrir því að vald klerksins yrði takmarkað. Varðmannaráðið taldi Ahmadinejad ekki hæfan til að bjóða sig fram í forsetakosningunum árið 2017. Undanfarin ár hefur Ahmadinejad talað fyrir umbótum á íranskri stjórnskipun, þar á meðal á völdum æðsta leiðtogans. Hann er sagður sækja stuðning sinn til fátækra og verkamannastéttar sem hefur átt erfitt uppdráttar í efnahagsþrengingum sem eru meðal annars tilkomnar vegna refsiaðgerða Bandaríkjastjórnar. Rouhani forseti er ekki kjörgengur í kosningum vegna takmarkana í stjórnarskrá á hversu lengi forseti getur setið í embætti. Harðlínumenn eru taldir fylkja sér að baki Ebrahim Raisi, þekkts klerks og forseta hæstaréttar landsins, bjóði hann sig fram. Aðrir möguleikir frambjóðendur harðlínumanna drægu sig þá í hlé til þess að dreifa ekki atkvæðum þeirra.
Íran Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira