Hefði getað farið mjög illa á Smiðshöfða Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2021 20:05 Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu sagðist telja að mjög illa hefði getað farið ef eldur hefði kviknað í iðnaðarhúsnæði þar sem eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob lét smíða búseturými. Eigandinn er ákærður fyrir að stefna heilsu og lífi starfsmanna sem bjuggu í húsnæðinu í augljósan háska. Þegar slökkvilið skoðaði eldvarnir í húsinu að beiðni lögreglu í febrúar árið 2018 kom í ljós að engin brunahólf voru í húsnæðinu til að takmarka útbreiðslu elds og reykjar, flóttaleiðir voru ófullnægjandi, innveggir og gistirými voru úr auðbrennanlegu efni, ástand raflagna var óásættanlegt og skapaði eldhættu auk þess sem starfsemi sem fór fram í húsnæðinu fól í sér íkveikjuhættu. Þorkell Kristján Guðgeirsson, eigandi 2findjobs og verktakafyrirtækisins Smíðalands sem leigði húsnæðið, er ákærður fyrir hættubrot í málinu sem er talið það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Aðalmeðferð málsins hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Lögreglumaður sem var á meðal þeirra sem uppgötvuðu aðstæður í húsnæðinu lýsti búseturýmunum sem „svefnskápum eða kössum“ fyrir dómnum. Aðstæður hefðu ekki verið boðlegar neinum sem íverustaður. Sérfræðingur sem tók út raflagnir í húsnæðinu lýsti því sem svo að sér hefðu „fallist hendur“ þegar hann sá aðstæður. Mikið hefði verið um lausar raflagnir og rafmagnstöflur ómerktar. Bæði hafi verið bruna- og rafstuðshætta vegna frágangsins. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu, sagði að slökkvilið hefði aldrei gefið leyfi fyrir neitt í líkingum við þær aðstæður sem voru í iðnaðarhúsnæðinu og vísaði til skorts á brunavörnum og íkveikjuhættu. Svefnklefarnir hefðu verið úr auðbrennanlegu efni og frágangur á raflögnum hefði verið þannig að menn hefðu þurft að skoða þær tvisvar til þrisvar til þess að trúa eigin augum. Sagðist slökkviliðsstjóri þakklátur lögreglu að hafa tilkynnt um aðstæður því „annars hefði getað farið mjög illa“. Hann hefði ekki boðið í það ef kviknað hefði í um nótt þegar menn voru sofandi. Benti Jón Viðar á að frá því að málið kom upp eftir annað atvik komið upp og vísaði þar augljóslega til brunans mannskæða á Bræðraborgarstíg. Ekki væri hægt að bera aðstæður beint saman en málin væru í „sama kálgarði“. Fleiri rými í smíðum þegar slökkvilið bar að Einar Bergmann Sveinsson, sviðsstjóri forvarnasviðs slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, sagði að þegar lögregla og slökkvilið kom í húsnæðið við Smiðshöfða hafi verið unnið að smíði fleiri búseturýma. Þorkell Kristján hafði engu að síður borið því við fyrir dómnum að til hefði staðið að flytja starfsmennina í annað húsnæði strax daginn eftir. Þegar Einar Líndal, verjandi Þorkels Kristjáns, spurði Einar út í hvað hann hefði fyrir sér um að fleiri starfsmenn hefðu átt að búa í húsnæðinu svaraði hann að erlendir starfsmenn á staðnum hefði verið að smíða fleiri hólf og sagt fleiri væntanlega. Af smíðinni hefði hlotist íkveikjuhætta. Auk rýmanna sem voru smíðuð sérstaklega sagði Einar að rými sem voru fyrir í húsnæðinu hefðu verið útbúin til dvalar fyrir starfsmenn. Tilfinning slökkviliðs hafi strax verið að fólk væri í hættu í húsnæðinu og sagðist Einar telja að það hefði verið heppni að ekkert slæmt hefði gerst þar. Hefði kviknaði í húsnæðinu sæi hann ekki hvernig allir hefðu getað komist út, að minnsta kosti ekki án þess að slasast alvarlega. Þorkell Kristján hélt því fram við upphaf aðalmeðferðarinnar í gær að búseturýmunum hefði verið komið upp til þess að leysa húsnæðisvanda sem hann stóð frammi fyrir með starfsmenn verktakafyrirtækis síns sem voru allir erlendir. Um algera „bráðabirgðalausn“ hafi verið að ræða. „Við gerðum þetta í algerri neyð,“ sagði hann. Vinnumarkaður Slökkvilið Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Þegar slökkvilið skoðaði eldvarnir í húsinu að beiðni lögreglu í febrúar árið 2018 kom í ljós að engin brunahólf voru í húsnæðinu til að takmarka útbreiðslu elds og reykjar, flóttaleiðir voru ófullnægjandi, innveggir og gistirými voru úr auðbrennanlegu efni, ástand raflagna var óásættanlegt og skapaði eldhættu auk þess sem starfsemi sem fór fram í húsnæðinu fól í sér íkveikjuhættu. Þorkell Kristján Guðgeirsson, eigandi 2findjobs og verktakafyrirtækisins Smíðalands sem leigði húsnæðið, er ákærður fyrir hættubrot í málinu sem er talið það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Aðalmeðferð málsins hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Lögreglumaður sem var á meðal þeirra sem uppgötvuðu aðstæður í húsnæðinu lýsti búseturýmunum sem „svefnskápum eða kössum“ fyrir dómnum. Aðstæður hefðu ekki verið boðlegar neinum sem íverustaður. Sérfræðingur sem tók út raflagnir í húsnæðinu lýsti því sem svo að sér hefðu „fallist hendur“ þegar hann sá aðstæður. Mikið hefði verið um lausar raflagnir og rafmagnstöflur ómerktar. Bæði hafi verið bruna- og rafstuðshætta vegna frágangsins. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu, sagði að slökkvilið hefði aldrei gefið leyfi fyrir neitt í líkingum við þær aðstæður sem voru í iðnaðarhúsnæðinu og vísaði til skorts á brunavörnum og íkveikjuhættu. Svefnklefarnir hefðu verið úr auðbrennanlegu efni og frágangur á raflögnum hefði verið þannig að menn hefðu þurft að skoða þær tvisvar til þrisvar til þess að trúa eigin augum. Sagðist slökkviliðsstjóri þakklátur lögreglu að hafa tilkynnt um aðstæður því „annars hefði getað farið mjög illa“. Hann hefði ekki boðið í það ef kviknað hefði í um nótt þegar menn voru sofandi. Benti Jón Viðar á að frá því að málið kom upp eftir annað atvik komið upp og vísaði þar augljóslega til brunans mannskæða á Bræðraborgarstíg. Ekki væri hægt að bera aðstæður beint saman en málin væru í „sama kálgarði“. Fleiri rými í smíðum þegar slökkvilið bar að Einar Bergmann Sveinsson, sviðsstjóri forvarnasviðs slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, sagði að þegar lögregla og slökkvilið kom í húsnæðið við Smiðshöfða hafi verið unnið að smíði fleiri búseturýma. Þorkell Kristján hafði engu að síður borið því við fyrir dómnum að til hefði staðið að flytja starfsmennina í annað húsnæði strax daginn eftir. Þegar Einar Líndal, verjandi Þorkels Kristjáns, spurði Einar út í hvað hann hefði fyrir sér um að fleiri starfsmenn hefðu átt að búa í húsnæðinu svaraði hann að erlendir starfsmenn á staðnum hefði verið að smíða fleiri hólf og sagt fleiri væntanlega. Af smíðinni hefði hlotist íkveikjuhætta. Auk rýmanna sem voru smíðuð sérstaklega sagði Einar að rými sem voru fyrir í húsnæðinu hefðu verið útbúin til dvalar fyrir starfsmenn. Tilfinning slökkviliðs hafi strax verið að fólk væri í hættu í húsnæðinu og sagðist Einar telja að það hefði verið heppni að ekkert slæmt hefði gerst þar. Hefði kviknaði í húsnæðinu sæi hann ekki hvernig allir hefðu getað komist út, að minnsta kosti ekki án þess að slasast alvarlega. Þorkell Kristján hélt því fram við upphaf aðalmeðferðarinnar í gær að búseturýmunum hefði verið komið upp til þess að leysa húsnæðisvanda sem hann stóð frammi fyrir með starfsmenn verktakafyrirtækis síns sem voru allir erlendir. Um algera „bráðabirgðalausn“ hafi verið að ræða. „Við gerðum þetta í algerri neyð,“ sagði hann.
Vinnumarkaður Slökkvilið Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira