Tími til aðgerða - Ofbeldiseftirlitið María Pétursdóttir, Katrín Baldursdóttir, Guðmundur Auðunsson, Arna Þórdís Árnadóttir og Atli Antonsson skrifa 14. maí 2021 12:30 Samfélagið hefur logað síðustu daga og viku eftir að mál ákveðins fjölmiðlamanns og lögfræðings hans komst í hámæli og hann var í kjölfarið ákærður af tveimur konum. Konur stigu fram í annarri #MeToo bylgju og sögðu sögur sínar, flestar í gegnum samfélagsmiðilinn Twitter. Mikil óánægja stafaði af viðbrögðum almennings við viðtalinu sem fjölmiðlamaðurinn tók við sjálfan sig í samvinnu við lögmanninn. Hann lýsti sig saklausan fyrirfram af ásökunum um ofbeldi og sakaði konur um að dreifa um sig óhróðri og lygasögum, grét í móðurlegum faðmi lögfræðingsins sem steig þar með í djúpan drullupoll. Aðrir fjölmiðlamenn og áhrifavaldar grétu með honum og tóku undir það að konurnar sem segðu hluti um hann væru að ljúga til að mannorðsmyrða hann, þær væru hórur sem mættu fokka sér og fleira miður fallegt. Konum til sjávar og sveita var ofboðið við þessa gerendameðvirkni samfélagsins og önnur bylgja #Metoo reis, enda hefði sú fyrri augljóslega ekki læknað samfélagið okkar af meðvirkninni og þeirri sjálfvirku trú að karl segði sannar og betur frá en kona. Karlar ættu mannorð sem konur gætu tekið af þeim en konur væru augljóslega mannorðslausar svo það væri í lagi að kalla þær lygara og mellur. Það sem er athyglisvert við þessa seinni bylgju er að í ríkari mæli fóru karlmenn að rísa upp. Margir þeirra sem höfðu grenjað með fjölmiðlamanninum opinberlega báðust afsökunar og aðrir risu upp og báðust afsökunar á því að hafa ekki komið vel fram við konur í fortíðinni. Skiptar skoðanir eru um slíkar afsökunarbeiðnir en flestir eru augljóslega búnir að fá nóg af meðvirkni með ofbeldismenningu. Þegar sósíalistar komu saman í slembivöldum hóp í desember síðastliðnum til að setja saman stefnu um dómsmál fór fram fræðsla sem sem innt var af hendi af ýmsum aðilum, þar af sumum sem hafa sett fram athugasemdir við dómskerfið eða unnið að tillögugerð um hvernig hægt sé að betrumbæta það. Sumir hafa vakið athygli á aðstöðumun fólks, gjafsókn eða skort á henni en einnig var hlýtt á hugmyndir er varða réttarbætur til brotaþola kynferðisofbeldis. Í stefnu Sósíalistaflokksins um dómsmál er því sérstaklega tiltekin ákveðin atriði er það varðar svo sem að kynferðisbrotamál verði endurskoðuð í kjölinn með tilliti til þess að þau verði þolendavænni á allan máta. Þannig verði þolendur málsaðilar að málum sínum en ekki vitni, þeir fái úthlutaðan réttargæslumann og upplýsingar verði veittar á öllum stigum málsins auk þess sem þeir geti setið vitnaleiðslur kjósi þeir það. Þá skuli viðhafa sérstaka nærgætni í öllu ferli slíkra mála og þolendum boðin áfallahjálp. Einnig er lögð rík áhersla á gjafsókn til handa fólki undir tekjuviðmiðum auk þess sem ítrekað er mikilvægi þess að dómarar hafi fjölbreyttan bakgrunn.Nú sjáum við ástæðu til að skerpa á okkar áherslum og leggja fram úrræði þegar kemur að ofbeldi og ójafnrétti í samfélaginu enda grundvöllur sósíalisma jöfnuður manna á milli hvernig sem á hann er litið. Við getum ekki sætt okkur við samfélag sem þarf að há sömu byltinguna kannski á fjögurra ára fresti til þess að vinna gegn gengisfellingu á konum. Það er óásættanlegt og því hefur flokkurinn nú lagt fram tilboð til kjósenda okkar um að stofnað verði ofbeldiseftirlit. Ofbeldiseftirlit má hugsa á svipuðum nótum og vinnueftirlit eða heilbrigðiseftirlit. Við höfum gefið þeim stofnunum valdheimildir til að bregðast við málum af alvöru. Þar sem þolendur kynferðisofbeldis hafa fullkomið vantraust á lögreglunni og dómskerfinu þurfum við að eiga sterkt og gott verkfæri sem sér um að vernda fólk fyrir ofbeldi og styðja við þolendur kynbundis ofbeldis. Það er einnig óásættanlegt að mál eftir mál sé látið niður falla og ungt fólk taki jafnvel líf sitt í kjölfarið sökum þess að sönnunarbyrðin í kynferðisbrotamálum virðist vera yfir allt hafin. Það verður að vera rými til að sækja þessi erfiðu mál með sanngjarnri sönnunarbyrði og gjafsókn og bótarétti þannig að ákæra sé ekki sí og æ til einskis, orð gegn orði þrátt fyrir augljósan miska. Þá verður samfélagið að taka á þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir og lýsir sér í þessum faraldri kynbundins ofbeldis. Það skortir augljóslega verulega fræðslu. Samfélag og skólar hafa einnig sýnt skort á úrræðum þegar kemur að til dæmis eineltismálum. Það er því ekki vanþörf á því að stofna ofbeldiseftirlit sem sérhæfir sig í úrbótum, stuðningi og fræðslu í þessum málum. Sósíalistaflokkurinn leggur til í tilboðinu að sett verði á laggirnar sjálfstæð lögreglu- og ákærustofnun með hæfu starfsfólki sem sérhæfi sig í rannsókn og málsmeðferð kynbundinna ofbeldismála, þrói rannsóknaraðferðir sem henti brotaþolum og alvarleika málanna, styrki málarekstur fyrir dómstólum og stuðning við brotaþola fyrir og eftir málflutning og á meðan á honum stendur. Þróuð verði námskeið fyrir allt starfsfólk sem vinnur með börnum til að auka þekkingu á merkjum um ofbeldi gagnvart börnum og hvernig bregðast skuli við. Efnt verði til námskeiða fyrir starfsfólk heilbrigðisstofnana og þá sem vinna við persónulega aðstoð fatlaðs fólks auk þess sem námsefni um kynjafræði, kynferðisofbeldi og annað ofbeldi verði þróað og innleitt fyrir alla árganga leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Þá verði gerð sú sjálfsagða krafa að fólk sem starfi með börnum, yfirmenn stofnana og þeir sem starfa fyrir og með fötluðu fólki hafi staðfesta slíka uppfræðslu um ofbeldismál. Það er von okkar að tilboð Sósíalistaflokksins um að stöðva ofbeldisfaraldurinn verði til þess að breytingar verði gerðar á þessum málum sem allra fyrst. Við fordæmum ofbeldi og gerum þá kröfu að við getum lifað og starfað á ofbeldislausum heimilum, vinnustöðum, og skólum. Stöðvum þennan ofbeldisfaraldur saman! Veljum XJ í kosningunum þann 25. september 2021 Höfundar eru félagar í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 MeToo Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Skoðun Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Samfélagið hefur logað síðustu daga og viku eftir að mál ákveðins fjölmiðlamanns og lögfræðings hans komst í hámæli og hann var í kjölfarið ákærður af tveimur konum. Konur stigu fram í annarri #MeToo bylgju og sögðu sögur sínar, flestar í gegnum samfélagsmiðilinn Twitter. Mikil óánægja stafaði af viðbrögðum almennings við viðtalinu sem fjölmiðlamaðurinn tók við sjálfan sig í samvinnu við lögmanninn. Hann lýsti sig saklausan fyrirfram af ásökunum um ofbeldi og sakaði konur um að dreifa um sig óhróðri og lygasögum, grét í móðurlegum faðmi lögfræðingsins sem steig þar með í djúpan drullupoll. Aðrir fjölmiðlamenn og áhrifavaldar grétu með honum og tóku undir það að konurnar sem segðu hluti um hann væru að ljúga til að mannorðsmyrða hann, þær væru hórur sem mættu fokka sér og fleira miður fallegt. Konum til sjávar og sveita var ofboðið við þessa gerendameðvirkni samfélagsins og önnur bylgja #Metoo reis, enda hefði sú fyrri augljóslega ekki læknað samfélagið okkar af meðvirkninni og þeirri sjálfvirku trú að karl segði sannar og betur frá en kona. Karlar ættu mannorð sem konur gætu tekið af þeim en konur væru augljóslega mannorðslausar svo það væri í lagi að kalla þær lygara og mellur. Það sem er athyglisvert við þessa seinni bylgju er að í ríkari mæli fóru karlmenn að rísa upp. Margir þeirra sem höfðu grenjað með fjölmiðlamanninum opinberlega báðust afsökunar og aðrir risu upp og báðust afsökunar á því að hafa ekki komið vel fram við konur í fortíðinni. Skiptar skoðanir eru um slíkar afsökunarbeiðnir en flestir eru augljóslega búnir að fá nóg af meðvirkni með ofbeldismenningu. Þegar sósíalistar komu saman í slembivöldum hóp í desember síðastliðnum til að setja saman stefnu um dómsmál fór fram fræðsla sem sem innt var af hendi af ýmsum aðilum, þar af sumum sem hafa sett fram athugasemdir við dómskerfið eða unnið að tillögugerð um hvernig hægt sé að betrumbæta það. Sumir hafa vakið athygli á aðstöðumun fólks, gjafsókn eða skort á henni en einnig var hlýtt á hugmyndir er varða réttarbætur til brotaþola kynferðisofbeldis. Í stefnu Sósíalistaflokksins um dómsmál er því sérstaklega tiltekin ákveðin atriði er það varðar svo sem að kynferðisbrotamál verði endurskoðuð í kjölinn með tilliti til þess að þau verði þolendavænni á allan máta. Þannig verði þolendur málsaðilar að málum sínum en ekki vitni, þeir fái úthlutaðan réttargæslumann og upplýsingar verði veittar á öllum stigum málsins auk þess sem þeir geti setið vitnaleiðslur kjósi þeir það. Þá skuli viðhafa sérstaka nærgætni í öllu ferli slíkra mála og þolendum boðin áfallahjálp. Einnig er lögð rík áhersla á gjafsókn til handa fólki undir tekjuviðmiðum auk þess sem ítrekað er mikilvægi þess að dómarar hafi fjölbreyttan bakgrunn.Nú sjáum við ástæðu til að skerpa á okkar áherslum og leggja fram úrræði þegar kemur að ofbeldi og ójafnrétti í samfélaginu enda grundvöllur sósíalisma jöfnuður manna á milli hvernig sem á hann er litið. Við getum ekki sætt okkur við samfélag sem þarf að há sömu byltinguna kannski á fjögurra ára fresti til þess að vinna gegn gengisfellingu á konum. Það er óásættanlegt og því hefur flokkurinn nú lagt fram tilboð til kjósenda okkar um að stofnað verði ofbeldiseftirlit. Ofbeldiseftirlit má hugsa á svipuðum nótum og vinnueftirlit eða heilbrigðiseftirlit. Við höfum gefið þeim stofnunum valdheimildir til að bregðast við málum af alvöru. Þar sem þolendur kynferðisofbeldis hafa fullkomið vantraust á lögreglunni og dómskerfinu þurfum við að eiga sterkt og gott verkfæri sem sér um að vernda fólk fyrir ofbeldi og styðja við þolendur kynbundis ofbeldis. Það er einnig óásættanlegt að mál eftir mál sé látið niður falla og ungt fólk taki jafnvel líf sitt í kjölfarið sökum þess að sönnunarbyrðin í kynferðisbrotamálum virðist vera yfir allt hafin. Það verður að vera rými til að sækja þessi erfiðu mál með sanngjarnri sönnunarbyrði og gjafsókn og bótarétti þannig að ákæra sé ekki sí og æ til einskis, orð gegn orði þrátt fyrir augljósan miska. Þá verður samfélagið að taka á þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir og lýsir sér í þessum faraldri kynbundins ofbeldis. Það skortir augljóslega verulega fræðslu. Samfélag og skólar hafa einnig sýnt skort á úrræðum þegar kemur að til dæmis eineltismálum. Það er því ekki vanþörf á því að stofna ofbeldiseftirlit sem sérhæfir sig í úrbótum, stuðningi og fræðslu í þessum málum. Sósíalistaflokkurinn leggur til í tilboðinu að sett verði á laggirnar sjálfstæð lögreglu- og ákærustofnun með hæfu starfsfólki sem sérhæfi sig í rannsókn og málsmeðferð kynbundinna ofbeldismála, þrói rannsóknaraðferðir sem henti brotaþolum og alvarleika málanna, styrki málarekstur fyrir dómstólum og stuðning við brotaþola fyrir og eftir málflutning og á meðan á honum stendur. Þróuð verði námskeið fyrir allt starfsfólk sem vinnur með börnum til að auka þekkingu á merkjum um ofbeldi gagnvart börnum og hvernig bregðast skuli við. Efnt verði til námskeiða fyrir starfsfólk heilbrigðisstofnana og þá sem vinna við persónulega aðstoð fatlaðs fólks auk þess sem námsefni um kynjafræði, kynferðisofbeldi og annað ofbeldi verði þróað og innleitt fyrir alla árganga leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Þá verði gerð sú sjálfsagða krafa að fólk sem starfi með börnum, yfirmenn stofnana og þeir sem starfa fyrir og með fötluðu fólki hafi staðfesta slíka uppfræðslu um ofbeldismál. Það er von okkar að tilboð Sósíalistaflokksins um að stöðva ofbeldisfaraldurinn verði til þess að breytingar verði gerðar á þessum málum sem allra fyrst. Við fordæmum ofbeldi og gerum þá kröfu að við getum lifað og starfað á ofbeldislausum heimilum, vinnustöðum, og skólum. Stöðvum þennan ofbeldisfaraldur saman! Veljum XJ í kosningunum þann 25. september 2021 Höfundar eru félagar í Sósíalistaflokki Íslands.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun