Tilmæli um lækkun umferðarhraða í þéttbýli í 30 km á klukkustund Heimsljós 18. maí 2021 14:03 UN Sameinuðu þjóðirnar vekja athygli á því að á hverju ári deyja rúmlega 1,3 milljónir manna í umferðarslysum. Í gær hófst sjötta alþjóðlega umferðaröryggisvika Sameinuðu þjóðanna. Að þessu sinni er áhersla lögð á fækkun umferðarslysa með tilmælum til borgar- og bæjaryfirvalda að lækka hámarkshraða í þéttbýli niður í 30 km á klukkustund, á götum með gangandi vegfarendum, reiðhjólafólki og öðrum sem stafar mest hætta á umferð vélknúinna ökutækja. Sameinuðu þjóðirnar vekja athygli á því að á hverju ári deyja rúmlega 1,3 milljónir manna í umferðarslysum – sem merkir eitt mannslíf á 24 sekúndna fresti. Of hraður akstur er meginskýringin á umferðarslysum en eitt af hverjum þremur dauðsföllum í hátekjuríkjum er rakið til hraðaaksturs. Í frétt frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) segir að frá því snemma árs í fyrra hafi dregið úr umferð vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og aukinnar fjarvinnu að heiman. Þetta hafi leitt til fækkunar á umferðarslysum en hins vegar hafi dauðaslysum í umferðinni ekki fækkað hlutfallslega vegna þess að umferðarhraði hafi aukist. „Við þurfum á nýrri framtíðarsýn að halda til að skapa öruggar, heilbrigðar, grænar og lífvænlegar borgir,“ segir Tedros Adhanom Ghebreyesus framkvæmdastjóri WHO. „Götur með lágum hámarkshraða eru mikilvægur þáttur í þeirra framtíðarsýn. Nú þegar við byggjum okkur upp eftir COVID-19 eigum við skapa öruggar samgöngur fyrir öruggari heim.“ Gangandi vegfarandur, reiðhjólafólk og vélhjólafólk er í meirihluta þeirra sem deyja í umferðarslysum. Um 93 prósent banaslysa í umferðinni verða í lág- eða millitekjuríkjum. Þá eru umferðarslys helsta banamein barna og ungs fólks á aldrinum 5-29 ára. Alþjóðlega umferðaröryggisvikan markar upphaf áratugs aðgerða í þágu umferðaröryggis 2021-2030 og Sameinuðu þjóðirnar hafa ásamt WHO hleypt af stokkunum herferðinni #Streets For Life #Love30. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Umferðaröryggi Umferð Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent
Í gær hófst sjötta alþjóðlega umferðaröryggisvika Sameinuðu þjóðanna. Að þessu sinni er áhersla lögð á fækkun umferðarslysa með tilmælum til borgar- og bæjaryfirvalda að lækka hámarkshraða í þéttbýli niður í 30 km á klukkustund, á götum með gangandi vegfarendum, reiðhjólafólki og öðrum sem stafar mest hætta á umferð vélknúinna ökutækja. Sameinuðu þjóðirnar vekja athygli á því að á hverju ári deyja rúmlega 1,3 milljónir manna í umferðarslysum – sem merkir eitt mannslíf á 24 sekúndna fresti. Of hraður akstur er meginskýringin á umferðarslysum en eitt af hverjum þremur dauðsföllum í hátekjuríkjum er rakið til hraðaaksturs. Í frétt frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) segir að frá því snemma árs í fyrra hafi dregið úr umferð vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og aukinnar fjarvinnu að heiman. Þetta hafi leitt til fækkunar á umferðarslysum en hins vegar hafi dauðaslysum í umferðinni ekki fækkað hlutfallslega vegna þess að umferðarhraði hafi aukist. „Við þurfum á nýrri framtíðarsýn að halda til að skapa öruggar, heilbrigðar, grænar og lífvænlegar borgir,“ segir Tedros Adhanom Ghebreyesus framkvæmdastjóri WHO. „Götur með lágum hámarkshraða eru mikilvægur þáttur í þeirra framtíðarsýn. Nú þegar við byggjum okkur upp eftir COVID-19 eigum við skapa öruggar samgöngur fyrir öruggari heim.“ Gangandi vegfarandur, reiðhjólafólk og vélhjólafólk er í meirihluta þeirra sem deyja í umferðarslysum. Um 93 prósent banaslysa í umferðinni verða í lág- eða millitekjuríkjum. Þá eru umferðarslys helsta banamein barna og ungs fólks á aldrinum 5-29 ára. Alþjóðlega umferðaröryggisvikan markar upphaf áratugs aðgerða í þágu umferðaröryggis 2021-2030 og Sameinuðu þjóðirnar hafa ásamt WHO hleypt af stokkunum herferðinni #Streets For Life #Love30. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Umferðaröryggi Umferð Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent