Áslaug Arna, hvað er glæpur? Þorgerður M Þorbjarnardóttir skrifar 20. maí 2021 07:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði á Alþingi að umsvif skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi væru áhyggjuefni og að mati ríkislögreglustjóra næmu skattaundanskot um 4% af vergri þjóðarframleiðslu. Til að takast á við þennan vanda einblína stjórnvöld á innflytjendur og herða landamæraeftirlit. Í stað þess að beita sér af krafti gegn peningaþvætti og skattaundanskotum og beina sviðsljósinu þangað er einblínt á glæpagengi. Orðræðan er til þess fallin að vekja óhug hjá almenningi og til að réttlæta hertar aðgerðir á landamærunum. Ég gæti nýtt tækifærið hér og bent á alls kyns aðferðir til að minnka skaðann, s.s. afglæpavæðingu fíkniefna og fleira til að hjálpa þeim sem leiðast inn á braut glæpa og annarar áhættuhegðunar vegna áfalla og félagsstöðu. Hins vegar ætla ég að beina athyglinni að hópi fólks sem verður fyrir barðinu ómannúðlegri meðferð hér á landi, af hálfu hins opinbera. Íslensk stjórnvöld brjóta ítrekað á viðkvæmum hópi fólks, flóttamönnum. Flóttamenn á Íslandi eru að flýja ýmsar og oft mjög slæmar aðstæður. Þeir koma hingað til lands í von um betra líf. Til þess að komast hingað þurfa flestir að fara í gegnum Grikkland. Til þess að forðast það að vera látin sækja um hæli í Grikklandi gegn vilja sínum grípa sumir til þess ráðs að kaupa fölsuð skilríki eða fara huldu höfði til að komast fram hjá landamæraeftirliti. Það er einmitt þetta fólk sem í neyð sinni borga háar upphæðir til skipulagðrar glæpastarfsemi til að komast hingað til lands og fá hér hæli þar sem þau eru ekki með hæli í Grikklandi. Aðrir flóttamenn eru látnir skanna vegabréf sín í Grikklandi og sækja þar með sjálfkrafa um hæli þar í landi. Í stað þess að hjálpa þessum hópi vísum við þeim aftur til Grikklands með vísun í Dyflinnarreglugerðina sem ráðherra er þó ekki skylt að fara eftir. Það er nefnilega ekkert mál fyrir þá sem standa að skipulagðri glæpastarfsemi að tryggja sér leið fram hjá þessum ferlum. Því er það blásaklaust fólk sem verður fyrir barðinu á þessum aðgerðum stjórnvalda. Ég neita að sitja þegjandi og hljóðalaust undir orðræðu ráðherra sem réttlætir þessar aðgerðir. Hræsnin er þrúgandi! Á bak við hvert tilfelli er manneskja sem verið er að senda í ómannúðlegar aðstæður. Í mínum huga er það mjög alvarlegur glæpur og þetta fólk er ekki fólk sem við þurfum að óttast í okkar samfélagi. Höfundur er aktivisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði á Alþingi að umsvif skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi væru áhyggjuefni og að mati ríkislögreglustjóra næmu skattaundanskot um 4% af vergri þjóðarframleiðslu. Til að takast á við þennan vanda einblína stjórnvöld á innflytjendur og herða landamæraeftirlit. Í stað þess að beita sér af krafti gegn peningaþvætti og skattaundanskotum og beina sviðsljósinu þangað er einblínt á glæpagengi. Orðræðan er til þess fallin að vekja óhug hjá almenningi og til að réttlæta hertar aðgerðir á landamærunum. Ég gæti nýtt tækifærið hér og bent á alls kyns aðferðir til að minnka skaðann, s.s. afglæpavæðingu fíkniefna og fleira til að hjálpa þeim sem leiðast inn á braut glæpa og annarar áhættuhegðunar vegna áfalla og félagsstöðu. Hins vegar ætla ég að beina athyglinni að hópi fólks sem verður fyrir barðinu ómannúðlegri meðferð hér á landi, af hálfu hins opinbera. Íslensk stjórnvöld brjóta ítrekað á viðkvæmum hópi fólks, flóttamönnum. Flóttamenn á Íslandi eru að flýja ýmsar og oft mjög slæmar aðstæður. Þeir koma hingað til lands í von um betra líf. Til þess að komast hingað þurfa flestir að fara í gegnum Grikkland. Til þess að forðast það að vera látin sækja um hæli í Grikklandi gegn vilja sínum grípa sumir til þess ráðs að kaupa fölsuð skilríki eða fara huldu höfði til að komast fram hjá landamæraeftirliti. Það er einmitt þetta fólk sem í neyð sinni borga háar upphæðir til skipulagðrar glæpastarfsemi til að komast hingað til lands og fá hér hæli þar sem þau eru ekki með hæli í Grikklandi. Aðrir flóttamenn eru látnir skanna vegabréf sín í Grikklandi og sækja þar með sjálfkrafa um hæli þar í landi. Í stað þess að hjálpa þessum hópi vísum við þeim aftur til Grikklands með vísun í Dyflinnarreglugerðina sem ráðherra er þó ekki skylt að fara eftir. Það er nefnilega ekkert mál fyrir þá sem standa að skipulagðri glæpastarfsemi að tryggja sér leið fram hjá þessum ferlum. Því er það blásaklaust fólk sem verður fyrir barðinu á þessum aðgerðum stjórnvalda. Ég neita að sitja þegjandi og hljóðalaust undir orðræðu ráðherra sem réttlætir þessar aðgerðir. Hræsnin er þrúgandi! Á bak við hvert tilfelli er manneskja sem verið er að senda í ómannúðlegar aðstæður. Í mínum huga er það mjög alvarlegur glæpur og þetta fólk er ekki fólk sem við þurfum að óttast í okkar samfélagi. Höfundur er aktivisti.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun