Stuðningsmenn Gróttu gerðu grín að vaxtarlagi og útliti ÍR-inga: Kölluðu sextán ára leikmann gíraffa Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. maí 2021 12:00 Karen Ösp Guðbjartsdóttir er markvörður ÍR í Grill 66-deildinni. vísir/bylgjan Karen Ösp Guðbjartsdóttir og stöllur hennar í handboltaliði ÍR fengu yfir sig svívirðingar frá stuðningsmönnum Gróttu í leikjum liðanna í umspili um sæti í Olís-deild kvenna á dögunum. Karen sagði frá upplifun sinni í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Grótta vann einvígið, 2-1, og komst þar í úrslit umspilsins þar sem liðið mætir HK. „Ég vil byrja á að óska þeim til hamingju og taka fram að þetta er ekki árás á Gróttu sem félag. Taka það hundrað prósent fram. Það eru öll lið sem eiga svona skemmd epli,“ sagði Karen í Bítinu. Að hennar sögn voru nokkrir unglingspiltar sem létu leikmenn ÍR heyra það í sífellu og gerðu meðal annars athugasemdir við vaxtarlag og útlit þeirra. „Þeir voru með nafnalistann á hreinu, vissu hvað hver og ein hét og gengu meira að segja svo langt að þeir voru með símana á lofti í miðjum leik og voru að fara inn á Facebook-síður okkar og gúggla okkur til að reyna að fá sem mestar persónulegar upplýsingar um okkur,“ sagði Karen. „Ég fékk að heyra nafnið mitt ítrekað og þegar þeir náðu athygli minni sögðu þeir: Hey, Karen af hverju varðirðu ekki þennan bolta? Ef þú hefðir værir aðeins léttari, er ekki kominn tími til að létta sig? Kannski að þú náir þá næsta bolta.“ Samherji Karenar sem tók þátt í fegurðarsamkeppni og vann hana fékk einnig ítrekað athugasemdir um útlit sitt. Ógeð sem kynni ekki að hlaupa „Þegar þessi leikmaður, sem er hornamaður, hljóp fram í hraðaupphlaup kölluðu þeir hana ítrekað ógeð. Að hún væri ógeð og kynni ekki að hlaupa. Þetta stoppaði ekki,“ sagði Karen. Þá kölluðu stuðningsmenn Gróttu hávaxinn leikmann ÍR, sem er aðeins sextán ára, gíraffa. Karen furðar sig á að enginn hafi gripið í taumana og beðið stuðningsmennina að hafa sig hæga. „Það var enginn þarna nálægt sem hafði vit á því að stoppa þetta og segja eitthvað. Það er ekki okkar hlutverk sem leikmanna og þjálfara að labba til þeirra og stoppa þá í miðjum leik,“ sagði Karen. Margir lent í því sama úti á Nesi Hún deildi upplifun sinni af framkomu stuðningsmanna Gróttu á Instagram og fékk mikil viðbrögð. „Ég fékk mörg skilaboð frá leikmönnum í öðrum liðum sem hafa lent í því sama úti á Nesi, því miður. En þetta viðgengst örugglega í fleiri liðum. Eflaust hefur einhver úr ÍR látið ljót orð falla og það á að taka á þessu,“ sagði Karen sem viðurkennir að hróp og köll stuðningsmanna Gróttu hafi haft áhrif á sig. Eyðilögðu upplifunina „Mér finnst mjög leiðinlegt að segja það því ég segist vera rosalega sterk manneskja að segja að þeir hafi náð mér því þeir náðu inn í hausinn á mér og eyðilögðu þessa upplifun fyrir mér. Þetta var virkilega óíþróttamannslegt,“ sagði markvörðurinn. Karen segir að þjálfari Gróttu, Kári Garðarsson, hafi sett sig í samband við hana og beðist afsökunar á framferði stuðningsmannnana. Hlusta má á viðtalið við Karenu hér fyrir ofan. Uppfært klukkan 12:50 Handknattleiksdeild Gróttu hefur beðist afsökunar á háttsemi stuðningsmanna liðsins og sagt að hún sé „úr öllum takti við það sem félagið vill standa fyrir.“ Olís-deild kvenna ÍR Grótta Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Sjá meira
Grótta vann einvígið, 2-1, og komst þar í úrslit umspilsins þar sem liðið mætir HK. „Ég vil byrja á að óska þeim til hamingju og taka fram að þetta er ekki árás á Gróttu sem félag. Taka það hundrað prósent fram. Það eru öll lið sem eiga svona skemmd epli,“ sagði Karen í Bítinu. Að hennar sögn voru nokkrir unglingspiltar sem létu leikmenn ÍR heyra það í sífellu og gerðu meðal annars athugasemdir við vaxtarlag og útlit þeirra. „Þeir voru með nafnalistann á hreinu, vissu hvað hver og ein hét og gengu meira að segja svo langt að þeir voru með símana á lofti í miðjum leik og voru að fara inn á Facebook-síður okkar og gúggla okkur til að reyna að fá sem mestar persónulegar upplýsingar um okkur,“ sagði Karen. „Ég fékk að heyra nafnið mitt ítrekað og þegar þeir náðu athygli minni sögðu þeir: Hey, Karen af hverju varðirðu ekki þennan bolta? Ef þú hefðir værir aðeins léttari, er ekki kominn tími til að létta sig? Kannski að þú náir þá næsta bolta.“ Samherji Karenar sem tók þátt í fegurðarsamkeppni og vann hana fékk einnig ítrekað athugasemdir um útlit sitt. Ógeð sem kynni ekki að hlaupa „Þegar þessi leikmaður, sem er hornamaður, hljóp fram í hraðaupphlaup kölluðu þeir hana ítrekað ógeð. Að hún væri ógeð og kynni ekki að hlaupa. Þetta stoppaði ekki,“ sagði Karen. Þá kölluðu stuðningsmenn Gróttu hávaxinn leikmann ÍR, sem er aðeins sextán ára, gíraffa. Karen furðar sig á að enginn hafi gripið í taumana og beðið stuðningsmennina að hafa sig hæga. „Það var enginn þarna nálægt sem hafði vit á því að stoppa þetta og segja eitthvað. Það er ekki okkar hlutverk sem leikmanna og þjálfara að labba til þeirra og stoppa þá í miðjum leik,“ sagði Karen. Margir lent í því sama úti á Nesi Hún deildi upplifun sinni af framkomu stuðningsmanna Gróttu á Instagram og fékk mikil viðbrögð. „Ég fékk mörg skilaboð frá leikmönnum í öðrum liðum sem hafa lent í því sama úti á Nesi, því miður. En þetta viðgengst örugglega í fleiri liðum. Eflaust hefur einhver úr ÍR látið ljót orð falla og það á að taka á þessu,“ sagði Karen sem viðurkennir að hróp og köll stuðningsmanna Gróttu hafi haft áhrif á sig. Eyðilögðu upplifunina „Mér finnst mjög leiðinlegt að segja það því ég segist vera rosalega sterk manneskja að segja að þeir hafi náð mér því þeir náðu inn í hausinn á mér og eyðilögðu þessa upplifun fyrir mér. Þetta var virkilega óíþróttamannslegt,“ sagði markvörðurinn. Karen segir að þjálfari Gróttu, Kári Garðarsson, hafi sett sig í samband við hana og beðist afsökunar á framferði stuðningsmannnana. Hlusta má á viðtalið við Karenu hér fyrir ofan. Uppfært klukkan 12:50 Handknattleiksdeild Gróttu hefur beðist afsökunar á háttsemi stuðningsmanna liðsins og sagt að hún sé „úr öllum takti við það sem félagið vill standa fyrir.“
Olís-deild kvenna ÍR Grótta Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Sjá meira