Óttast að Rússar undirbúi innlimun Austur-Úkraínu Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2021 16:20 Volodýmýr Zelenskíj, forseti Úkraínu, ræddi við fjölmiðla við Antonov An-222 Mriya flugvél, stærstu flugvél heims, í dag. AP/Efrem Lukatskí Forseti Úkraínu hefur áhyggjur af því að útgáfa rússneskra stjórnvalda á vegabréfum fyrir íbúa austanverðrar Úkraínu sé fyrsta skrefið í að Rússland innlimi svæðið líkt og það gerði með Krímskaga. Hann átelur vestræn ríki fyrir að hafa sýnt Rússum of mikla linkind að undanförnu. Vaxandi spenna hefur verið á milli úkraínskra og rússneskra stjórnvalda vegna átakanna í austanverðri Úkraínu upp á síðkastið. Rússar fluttu mikið herlið að landamærunum og gáfu út hótanir um að þeir ætluðu sér að velja rússneskumælandi íbúa svæðisins. Blóðug átök á milli úkraínska stjórnarhersins og uppreisnarmanna sem eru hliðhollir Rússlandi hafa geisað í Austur-Úkraínu frá því að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Nú hafa rússnesk stjórnvöld tekið upp á því að gefa út vegabréf til aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu. Úkraínumenn og vestrænir bandamenn þeirra saka Rússa um að styðja uppreisnarmennina með vopnum og herliði en því hafa stjórnvöld í Kreml ætíð neitað. „Þetta er ótvírætt fyrsta skrefið vegna þess að það sama gerðist á Krímskaga, íbúa Krímskaga fengu rússnesk vegabréf. Þetta er stórt vandamál,“ sagði Volodýmýr Zelenskíj, forseti Úkraínu, á blaðamannafundi í dag, að því er kemur fram í frétt Reuters. Undirbúningur er nú í gangi fyrir fund Zelenskíj og Vladímírs Pútín, forseta Rússlands. Ekki hefur verið ákveðið hvar eða hvenær hann verður haldinn. Segir það mistök að stöðva ekki gasleiðsluna Zelenskíj lýsti einnig áhyggjum af því að frönsk og þýsk stjórnvöld hefðu mildað afstöðu sína til Rússlands um of. „Ég finn stuðning þeirra en ég tel að hann gæti verið meiri. Þau vita af hug mínum, ég hef verið mjög hreinskilin við þau. Ég tel að þau hafi mildað afstöðu sína aðeins undanfarið,“ sagði forsetinn. Þá sagðist Zelenskíj óttast að Bandaríkjastjórn gæti samið við Rússa á bak við sig. Vísaði hann ákvörðunar ríkisstjórnar Joes Biden um að leggja ekki refsiaðgerðir á þýskt fyrirtæki sem vinnur að Nord Stream 2-gasleiðslunni frá Rússlandi til Úkraínu. Úkraínsk stjórnvöld óttast að missa spón úr aski sínum vegna þess að leiðslan liggur ekki í gegnum landið. Þannig missi það ekki aðeins tekjur heldur einnig mikilvægi og áhrif. „Það væri ósigur fyrir Bandaríkin og ég tel að það væri persónulegur ósigur fyrir Biden forseta. Það yrði meiriháttar sigur fyrir rússneska sambandsríkið og það hliðraði valdahlutföllum,“ sagði Zelenskíj. Jafnvel þó að Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefði fullvissað Zelenskíj um að hann yrði hafður með í ráðum um allar ákvarðanir varðandi Úkraínu í opinberri heimsókn fyrr í þessum mánuði sagði úkraínski forsetinn að sér væri ekki rótt. Úkraína Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Spennan magnast áfram í Úkraínu Rússar segja Bandaríkjamönnum hollast að halda sig vel frá Krímskaga og segja að siglingar herskipa í Svartahafi sé ögrun gagnvart Rússlandi. Þetta hafa rússneskir miðlar eftir Sergei Ríabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. 13. apríl 2021 11:08 Biden býður Úkraínu „óhagganlegan stuðning“ gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi í dag í fyrsta sinn í Volodymyr Zelenskiy, forseta Úkraínu á embættistíð sinni. Hann nýtti símtalið til að lýsa yfir stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu í deilunum við Rússa. 2. apríl 2021 21:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Vaxandi spenna hefur verið á milli úkraínskra og rússneskra stjórnvalda vegna átakanna í austanverðri Úkraínu upp á síðkastið. Rússar fluttu mikið herlið að landamærunum og gáfu út hótanir um að þeir ætluðu sér að velja rússneskumælandi íbúa svæðisins. Blóðug átök á milli úkraínska stjórnarhersins og uppreisnarmanna sem eru hliðhollir Rússlandi hafa geisað í Austur-Úkraínu frá því að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Nú hafa rússnesk stjórnvöld tekið upp á því að gefa út vegabréf til aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu. Úkraínumenn og vestrænir bandamenn þeirra saka Rússa um að styðja uppreisnarmennina með vopnum og herliði en því hafa stjórnvöld í Kreml ætíð neitað. „Þetta er ótvírætt fyrsta skrefið vegna þess að það sama gerðist á Krímskaga, íbúa Krímskaga fengu rússnesk vegabréf. Þetta er stórt vandamál,“ sagði Volodýmýr Zelenskíj, forseti Úkraínu, á blaðamannafundi í dag, að því er kemur fram í frétt Reuters. Undirbúningur er nú í gangi fyrir fund Zelenskíj og Vladímírs Pútín, forseta Rússlands. Ekki hefur verið ákveðið hvar eða hvenær hann verður haldinn. Segir það mistök að stöðva ekki gasleiðsluna Zelenskíj lýsti einnig áhyggjum af því að frönsk og þýsk stjórnvöld hefðu mildað afstöðu sína til Rússlands um of. „Ég finn stuðning þeirra en ég tel að hann gæti verið meiri. Þau vita af hug mínum, ég hef verið mjög hreinskilin við þau. Ég tel að þau hafi mildað afstöðu sína aðeins undanfarið,“ sagði forsetinn. Þá sagðist Zelenskíj óttast að Bandaríkjastjórn gæti samið við Rússa á bak við sig. Vísaði hann ákvörðunar ríkisstjórnar Joes Biden um að leggja ekki refsiaðgerðir á þýskt fyrirtæki sem vinnur að Nord Stream 2-gasleiðslunni frá Rússlandi til Úkraínu. Úkraínsk stjórnvöld óttast að missa spón úr aski sínum vegna þess að leiðslan liggur ekki í gegnum landið. Þannig missi það ekki aðeins tekjur heldur einnig mikilvægi og áhrif. „Það væri ósigur fyrir Bandaríkin og ég tel að það væri persónulegur ósigur fyrir Biden forseta. Það yrði meiriháttar sigur fyrir rússneska sambandsríkið og það hliðraði valdahlutföllum,“ sagði Zelenskíj. Jafnvel þó að Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefði fullvissað Zelenskíj um að hann yrði hafður með í ráðum um allar ákvarðanir varðandi Úkraínu í opinberri heimsókn fyrr í þessum mánuði sagði úkraínski forsetinn að sér væri ekki rótt.
Úkraína Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Spennan magnast áfram í Úkraínu Rússar segja Bandaríkjamönnum hollast að halda sig vel frá Krímskaga og segja að siglingar herskipa í Svartahafi sé ögrun gagnvart Rússlandi. Þetta hafa rússneskir miðlar eftir Sergei Ríabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. 13. apríl 2021 11:08 Biden býður Úkraínu „óhagganlegan stuðning“ gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi í dag í fyrsta sinn í Volodymyr Zelenskiy, forseta Úkraínu á embættistíð sinni. Hann nýtti símtalið til að lýsa yfir stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu í deilunum við Rússa. 2. apríl 2021 21:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Spennan magnast áfram í Úkraínu Rússar segja Bandaríkjamönnum hollast að halda sig vel frá Krímskaga og segja að siglingar herskipa í Svartahafi sé ögrun gagnvart Rússlandi. Þetta hafa rússneskir miðlar eftir Sergei Ríabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. 13. apríl 2021 11:08
Biden býður Úkraínu „óhagganlegan stuðning“ gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi í dag í fyrsta sinn í Volodymyr Zelenskiy, forseta Úkraínu á embættistíð sinni. Hann nýtti símtalið til að lýsa yfir stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu í deilunum við Rússa. 2. apríl 2021 21:31