„Geta ekki leyft sér að mæta svona í úrslitaeinvígið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. maí 2021 09:00 Bryndís Guðmundsdóttir og Berglind Gunnarsdóttir segja Valskonur þurfa að stíga upp í komandi einvígi við Hauka. Þær búast við spennandi einvígi sem geti vel farið í fimm leiki. Ljóst varð á föstudag að Valur og Haukar munu etja kappi í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Einvígið hefst á fimmtudagskvöld en rýnt var í það sem framundan er í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöld. Haukakonur rúlluðu yfir Keflavík á föstudag og unnu 30 stiga sigur, 80-50, til að sópa Keflvíkingum í undanúrslitaeinvíginu. Valskonur sópuðu sömuleiðis liði Fjölnis en þurftu að hafa meira fyrir hlutunum í 78-74 sigri. Þær þurfa að stíga upp í komandi einvígi gegn sterku Haukaliði samkvæmt sérfræðingum Domino's körfuboltakvölds. „Ég held að serían verði rosalega spennandi og fari í fimm leiki, en finnst erfitt að giska á það hvoru megin þetta mun detta. Valskonur þurfa að passa sig núna því að Haukarnir eru á þvílíkri siglingu. Eins og þessar Valsstelpur eru góðar hafa þær ekki sýnt sitt rétta andlit í 40 mínútur.“ sagði fyrrum landsliðskonan Bryndís Guðmundsdóttir í Körfuboltakvöldi á föstudag. Þáttastjórnandinn Pálína María Gunnlaugsdóttir spurði þá Berglindi LáruGunnarsdóttur hvort það væri ekki styrkleikamerki Vals að gera alltaf nóg til að vinna þó leikina. „Þær gera alltaf þessu litlu meira en hitt liðið. Ég er svolítið hrædd við það þar sem þær hafa verið, í síðustu tveimur leikjum við Fjölni, kærulausar, vörnin ekki að smella og lengi að koma sér í gang. Þú getur kannski spilað svona á móti liði eins og Fjölni sem hefur ekki eins breiðan hóp og jafn sterkan mannskap. En þær geta ekki leyft sér að mæta svona í úrslitaeinvígið gegn Haukum.“ sagði Berglind. Bryndís nefndi þá að Valskonur hefðu hugsanlega sparað sig fyrir komandi úrslitaeinvígi og liðið geti þá farið svipaða leið og karlalið KR hefur iðulega gert síðustu ár, þar sem liðið er ekki það besta framan af móti en stígur upp þegar mest á reynir. Fleira kemur fram í áhugaverðu spjalli þeirra um komandi einvígi í þætti föstudagsins en það má sjá í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld kvenna Úrslitaeinvígi Vals og Hauka hefst að Hlíðarenda á fimmtudagskvöld og verða allir leikirnir sýndir á stöðvum Stöðvar 2 Sport. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild kvenna Haukar Valur Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Sjá meira
Haukakonur rúlluðu yfir Keflavík á föstudag og unnu 30 stiga sigur, 80-50, til að sópa Keflvíkingum í undanúrslitaeinvíginu. Valskonur sópuðu sömuleiðis liði Fjölnis en þurftu að hafa meira fyrir hlutunum í 78-74 sigri. Þær þurfa að stíga upp í komandi einvígi gegn sterku Haukaliði samkvæmt sérfræðingum Domino's körfuboltakvölds. „Ég held að serían verði rosalega spennandi og fari í fimm leiki, en finnst erfitt að giska á það hvoru megin þetta mun detta. Valskonur þurfa að passa sig núna því að Haukarnir eru á þvílíkri siglingu. Eins og þessar Valsstelpur eru góðar hafa þær ekki sýnt sitt rétta andlit í 40 mínútur.“ sagði fyrrum landsliðskonan Bryndís Guðmundsdóttir í Körfuboltakvöldi á föstudag. Þáttastjórnandinn Pálína María Gunnlaugsdóttir spurði þá Berglindi LáruGunnarsdóttur hvort það væri ekki styrkleikamerki Vals að gera alltaf nóg til að vinna þó leikina. „Þær gera alltaf þessu litlu meira en hitt liðið. Ég er svolítið hrædd við það þar sem þær hafa verið, í síðustu tveimur leikjum við Fjölni, kærulausar, vörnin ekki að smella og lengi að koma sér í gang. Þú getur kannski spilað svona á móti liði eins og Fjölni sem hefur ekki eins breiðan hóp og jafn sterkan mannskap. En þær geta ekki leyft sér að mæta svona í úrslitaeinvígið gegn Haukum.“ sagði Berglind. Bryndís nefndi þá að Valskonur hefðu hugsanlega sparað sig fyrir komandi úrslitaeinvígi og liðið geti þá farið svipaða leið og karlalið KR hefur iðulega gert síðustu ár, þar sem liðið er ekki það besta framan af móti en stígur upp þegar mest á reynir. Fleira kemur fram í áhugaverðu spjalli þeirra um komandi einvígi í þætti föstudagsins en það má sjá í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld kvenna Úrslitaeinvígi Vals og Hauka hefst að Hlíðarenda á fimmtudagskvöld og verða allir leikirnir sýndir á stöðvum Stöðvar 2 Sport. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild kvenna Haukar Valur Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Sjá meira