Kaupin á eyrinni Eyþór Laxdal Arnalds skrifar 25. maí 2021 12:01 Reykjavíkurborg er stundum skrýtin skepna. Hún rekur malbikunarstöð. Hún hefur fjárfest gríðarlega í fjarskiptafélagi. Og svo hefur hún keypt rafmagn og þjónustu af eigin fyrirtækjum fyrir milljarða án útboðs. Þrátt fyrir kaup borgarinnar á rafmagni fyrir hundruði milljóna árlega var enginn samningur til um kaupin. Enginn afsláttur. Ekkert útboð. Munar miklu Þetta er ólöglegt eins og nú hefur komið fram í úrskurði um útboðsmál. Borgin hefur borgað of hátt verð fyrir rafmagn bara til að hygla eigin fyrirtæki. Þetta er bæði ólögmætt og óskynsamlegt. Samkvæmt tölum frá Orkustofnun og Orkusetrinu er munur á raforkuverði allt að 25% á milli aðila. Borgin gæti því sparað mikla fjármuni með því að bjóða meira út. Það að skipta við eigin fyrirtæki án útboðs er þvert á frjálsa samkeppni. Nýlega þurftu Samtök Iðnaðarins að kæra borgina vegna risastórs verkefnasamnings sem gerður var við ON án útboðs. Borgin tapaði því máli, enda bar að bjóða þetta út. Sama er að segja um umferðarljósastýringar. Þar braut borgin líka útboðslög. En ljósastýring í borginni er svo kapítuli út af fyrir sig. Þau eru ekki að virka sem skyldi. Undarlegar áherslur Það er illa farið með fé þegar borgin er rekin fyrir lánsfé og stundar síðan vafasaman fyrirtækjarekstur. Í stað þess að einbeita sér að því að tryggja leikskólapláss fer orkan og fjármagnið í annað. Í stað þess að bæta umferð er farið í ólögleg útboð. Nú hefur borgin aftur og aftur orðið afturreka þar sem hún hefur brotið lög um opinber útboð. Það er því morgunljóst að þetta er ekki klaufaskapur í einu máli. Þetta er einbeittur brotavilji. Svona gerast kaupin á eyrinni. Það er undarlegt að þeir flokkar sem eru nú í meirihluta skuli mæta þessum úrskurðum með þögn. Höfundur er oddviti Sjálfstæðislokksins í borgarstjórn. Til fróðleiks um raforkuverð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Eyþór Laxdal Arnalds Borgarstjórn Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg er stundum skrýtin skepna. Hún rekur malbikunarstöð. Hún hefur fjárfest gríðarlega í fjarskiptafélagi. Og svo hefur hún keypt rafmagn og þjónustu af eigin fyrirtækjum fyrir milljarða án útboðs. Þrátt fyrir kaup borgarinnar á rafmagni fyrir hundruði milljóna árlega var enginn samningur til um kaupin. Enginn afsláttur. Ekkert útboð. Munar miklu Þetta er ólöglegt eins og nú hefur komið fram í úrskurði um útboðsmál. Borgin hefur borgað of hátt verð fyrir rafmagn bara til að hygla eigin fyrirtæki. Þetta er bæði ólögmætt og óskynsamlegt. Samkvæmt tölum frá Orkustofnun og Orkusetrinu er munur á raforkuverði allt að 25% á milli aðila. Borgin gæti því sparað mikla fjármuni með því að bjóða meira út. Það að skipta við eigin fyrirtæki án útboðs er þvert á frjálsa samkeppni. Nýlega þurftu Samtök Iðnaðarins að kæra borgina vegna risastórs verkefnasamnings sem gerður var við ON án útboðs. Borgin tapaði því máli, enda bar að bjóða þetta út. Sama er að segja um umferðarljósastýringar. Þar braut borgin líka útboðslög. En ljósastýring í borginni er svo kapítuli út af fyrir sig. Þau eru ekki að virka sem skyldi. Undarlegar áherslur Það er illa farið með fé þegar borgin er rekin fyrir lánsfé og stundar síðan vafasaman fyrirtækjarekstur. Í stað þess að einbeita sér að því að tryggja leikskólapláss fer orkan og fjármagnið í annað. Í stað þess að bæta umferð er farið í ólögleg útboð. Nú hefur borgin aftur og aftur orðið afturreka þar sem hún hefur brotið lög um opinber útboð. Það er því morgunljóst að þetta er ekki klaufaskapur í einu máli. Þetta er einbeittur brotavilji. Svona gerast kaupin á eyrinni. Það er undarlegt að þeir flokkar sem eru nú í meirihluta skuli mæta þessum úrskurðum með þögn. Höfundur er oddviti Sjálfstæðislokksins í borgarstjórn. Til fróðleiks um raforkuverð.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar