Þörf á alþjóðlegri andstöðu við Lúkasjenka Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. maí 2021 20:00 Lúkasjenka sætir aukinni gagnrýni í heimalandinu eftir meint svindl í forsetakosningum síðasta árs. Vísir/Getty Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur óttast dauðadóm eftir að flugvél RyanAir var snúið af leið og lent í Hvíta-Rússlandi. Málið hefur vakið reiði í Evrópu og Alexander Lúkasjenka, forseti landsins, sætir harðri gagnrýni enn á ný. Lúkasjenka, sem er gjarnan kallaður síðasti einræðisherra Evrópu, hefur verið sakaður um svindl í öllum forsetakosningum utan þeirra fyrstu sem hann vann árið 1994. Hann hefur alltaf átt sér andstæðinga en þeir hafa náð litlum árangri hingað til. Í aðdraganda kosninga síðasta árs myndaðist raunveruleg fjöldahreyfing gegn Lúkasjenka. Fram á mitt sumar var hver frambjóðandinn á fætur öðrum handtekinn og framboð þeirra ógild. Stjórnarandstæðingar sameinuðust á bak við Svíatlönu Tsíkanúskaju, sem tók við framboði eiginmanns síns og naut mikils stuðnings. Lúkasjenka var sagður sigurvegari kosninganna 9. ágúst. hundruð þúsunda um allt land og fá ríki samþykktu niðurstöðurnar. Mótmæli og verkföll hafa verið tíð allar götur síðan. Ritskoðun og pyntingar Stjórnvöld hafa ritskoðað umfjöllun af krafti sem olli því að Telegram-síðan Nexta varð leiðandi í fréttaflutningi af mótmælum og pyntingum sem stjórnarandstæðingar mega þola. Roman Protasevíts, maðurinn sem var handtekinn eftir að flugvél RyanAir var látin lenda í Minsk, var ritstjóri Nexta þegar mótmælin stóðu sem hæst. Hann hefur verið áhrifamikill stjórnarandstæðingur undanfarinn áratug en sótti um hæli í Póllandi í fyrra. Roman Protasevíts, fyrrverandi ritstjóri, er nú í haldi í Minsk.AP/Sergei Gríts Hvítrússar hafa nú birt játningu Protasevíts, sem er meðal annars sakaður um að stofna til óeirða. Stjórnarandstæðingar segja játninguna þvingaða og hann pyntaðan. Handtakan hefur sætt mikilli gagnrýni í Evrópu. Fjöldi flugfélaga hefur hætt ferðum til landsins og hvítrússneskum félögum er bannað að fljúga yfir Evrópusambandsríki. Flugbann leysi ekkert Heimamenn mótmæla stjórn Lúkasjenkas enn á ný og Tsíkanúskaja, sem flúði til Litáens í fyrra, segir þörf á raunverulegum, alþjóðlegum þrýstingi. „Það eitt að banna flug yfir Hvíta-Rússlandi leysir ekkert. Raunverulega vandamálið er hryðjuverkastjórnin sem svindlaði í kosningunum, brýtur gegn stjórnarskránni trekk í trakk og gegn alþjóðalögum sömuleiðis,“ sagði Tsíkanúskaja. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir „Ég veit að dauðadómur bíður mín í Hvíta-Rússlandi“ Farþegar í flugvél RyanAir sem snúið var af leið og lent í Minsk í Hvíta-Rússlandi um helgina segja blaðamanninn og aðgerðasinnan Roman Protasevíts hafa augljóslega verið hræddan, þegar flugstjóri flugvélarinnar tilkynnti að henni yrði lent í Minsk. 25. maí 2021 13:45 Banna hvítrússneskum flugfélögum að fljúga í evrópskri lofthelgi Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hafa bannað flugfélögum frá Hvíta-Rússlandi að fljúga í lofthelgi ESB eftir að þarlend stjórnvöld neyddu flugvél til að lenda í Minsk, þar sem einn farþega var handtekinn. 25. maí 2021 06:54 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Lúkasjenka, sem er gjarnan kallaður síðasti einræðisherra Evrópu, hefur verið sakaður um svindl í öllum forsetakosningum utan þeirra fyrstu sem hann vann árið 1994. Hann hefur alltaf átt sér andstæðinga en þeir hafa náð litlum árangri hingað til. Í aðdraganda kosninga síðasta árs myndaðist raunveruleg fjöldahreyfing gegn Lúkasjenka. Fram á mitt sumar var hver frambjóðandinn á fætur öðrum handtekinn og framboð þeirra ógild. Stjórnarandstæðingar sameinuðust á bak við Svíatlönu Tsíkanúskaju, sem tók við framboði eiginmanns síns og naut mikils stuðnings. Lúkasjenka var sagður sigurvegari kosninganna 9. ágúst. hundruð þúsunda um allt land og fá ríki samþykktu niðurstöðurnar. Mótmæli og verkföll hafa verið tíð allar götur síðan. Ritskoðun og pyntingar Stjórnvöld hafa ritskoðað umfjöllun af krafti sem olli því að Telegram-síðan Nexta varð leiðandi í fréttaflutningi af mótmælum og pyntingum sem stjórnarandstæðingar mega þola. Roman Protasevíts, maðurinn sem var handtekinn eftir að flugvél RyanAir var látin lenda í Minsk, var ritstjóri Nexta þegar mótmælin stóðu sem hæst. Hann hefur verið áhrifamikill stjórnarandstæðingur undanfarinn áratug en sótti um hæli í Póllandi í fyrra. Roman Protasevíts, fyrrverandi ritstjóri, er nú í haldi í Minsk.AP/Sergei Gríts Hvítrússar hafa nú birt játningu Protasevíts, sem er meðal annars sakaður um að stofna til óeirða. Stjórnarandstæðingar segja játninguna þvingaða og hann pyntaðan. Handtakan hefur sætt mikilli gagnrýni í Evrópu. Fjöldi flugfélaga hefur hætt ferðum til landsins og hvítrússneskum félögum er bannað að fljúga yfir Evrópusambandsríki. Flugbann leysi ekkert Heimamenn mótmæla stjórn Lúkasjenkas enn á ný og Tsíkanúskaja, sem flúði til Litáens í fyrra, segir þörf á raunverulegum, alþjóðlegum þrýstingi. „Það eitt að banna flug yfir Hvíta-Rússlandi leysir ekkert. Raunverulega vandamálið er hryðjuverkastjórnin sem svindlaði í kosningunum, brýtur gegn stjórnarskránni trekk í trakk og gegn alþjóðalögum sömuleiðis,“ sagði Tsíkanúskaja.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir „Ég veit að dauðadómur bíður mín í Hvíta-Rússlandi“ Farþegar í flugvél RyanAir sem snúið var af leið og lent í Minsk í Hvíta-Rússlandi um helgina segja blaðamanninn og aðgerðasinnan Roman Protasevíts hafa augljóslega verið hræddan, þegar flugstjóri flugvélarinnar tilkynnti að henni yrði lent í Minsk. 25. maí 2021 13:45 Banna hvítrússneskum flugfélögum að fljúga í evrópskri lofthelgi Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hafa bannað flugfélögum frá Hvíta-Rússlandi að fljúga í lofthelgi ESB eftir að þarlend stjórnvöld neyddu flugvél til að lenda í Minsk, þar sem einn farþega var handtekinn. 25. maí 2021 06:54 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
„Ég veit að dauðadómur bíður mín í Hvíta-Rússlandi“ Farþegar í flugvél RyanAir sem snúið var af leið og lent í Minsk í Hvíta-Rússlandi um helgina segja blaðamanninn og aðgerðasinnan Roman Protasevíts hafa augljóslega verið hræddan, þegar flugstjóri flugvélarinnar tilkynnti að henni yrði lent í Minsk. 25. maí 2021 13:45
Banna hvítrússneskum flugfélögum að fljúga í evrópskri lofthelgi Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hafa bannað flugfélögum frá Hvíta-Rússlandi að fljúga í lofthelgi ESB eftir að þarlend stjórnvöld neyddu flugvél til að lenda í Minsk, þar sem einn farþega var handtekinn. 25. maí 2021 06:54