Davíð Þór: Áttum ekki skilið að fá stig úr þessum leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. maí 2021 22:15 FH-ingar spiluðu ekki nógu vel gegn Leiknismönnum að mati Davíðs Þórs Viðarssonar, aðstoðarþjálfara liðsins. vísir/hulda margrét Davíð Þór Viðarssyni, aðstoðarþjálfara FH, var ekki skemmt eftir tapið fyrir Leikni, 2-1, í kvöld. „Eftir níutíu mínútur áttum við ekki skilið að fá stig úr þessum leik,“ sagði Davíð í samtali við Vísi eftir leikinn. „Við byrjuðum vel og herjuðum á þá, komumst upp kantana, fengum álitlegar sóknir og komumst yfir en fengum strax mark á okkur í bakið. Svo var seinni hálfleikurinn slakur af okkar hálfu.“ FH-ingar voru meira með boltann í leiknum en ógnuðu marki Leiknismanna ekki mikið, sérstaklega ekki í seinni hálfleik. „Það var alltof mikið af misheppnuðum sendingum og við unnum ekki seinni boltann. Það eru kannski helst þessir tveir hlutir,“ sagði Davíð. Skömmu eftir að Sævar Atli Magnússon kom Leiknismönnum yfir skoraði Pétur Viðarsson en markið var dæmt af. En hvaða skýringar fengu FH-ingar á því? „Rangstaða, að einhver hefði byrgt markverðinum þeirra sýn. Ég veit ekki meira. Ég sá þetta ekki almennilega,“ svaraði Davíð. FH hefur nú tapað tveimur leikjum í röð og þarf að koma sér aftur á beinu brautina. „Það sem er mikilvægast fyrir okkur að laga er að þegar þú ferð í fótboltaleik og ert að mæta liði þar sem þú ert fyrir fram talinn sterkari aðilinn þarftu að mæta til leiks og sýna dugnað og elju og hafa fyrir hlutunum. Við koðnuðum bara niður í seinni hálfleik í dag og þurfum að reyna að snúa því við,“ sagði Davíð að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla FH Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Sævar Atli: Getur alltaf sagt að liðsheildin sé góð en hún er virkilega góð í Efra-Breiðholtinu Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis, brosti breitt eftir sigurinn á FH, 2-1, í kvöld. Hann skoraði bæði mörk Leiknismanna í leiknum. 25. maí 2021 22:01 Umfjöllun: Leiknir - FH 2-1 | Frækinn sigur Leiknismanna Sævar Atli Magnússon skoraði bæði mörk Leiknis þegar liðið vann frækinn sigur á FH, 2-1, í 6. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 25. maí 2021 21:37 Mest lesið Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira
„Eftir níutíu mínútur áttum við ekki skilið að fá stig úr þessum leik,“ sagði Davíð í samtali við Vísi eftir leikinn. „Við byrjuðum vel og herjuðum á þá, komumst upp kantana, fengum álitlegar sóknir og komumst yfir en fengum strax mark á okkur í bakið. Svo var seinni hálfleikurinn slakur af okkar hálfu.“ FH-ingar voru meira með boltann í leiknum en ógnuðu marki Leiknismanna ekki mikið, sérstaklega ekki í seinni hálfleik. „Það var alltof mikið af misheppnuðum sendingum og við unnum ekki seinni boltann. Það eru kannski helst þessir tveir hlutir,“ sagði Davíð. Skömmu eftir að Sævar Atli Magnússon kom Leiknismönnum yfir skoraði Pétur Viðarsson en markið var dæmt af. En hvaða skýringar fengu FH-ingar á því? „Rangstaða, að einhver hefði byrgt markverðinum þeirra sýn. Ég veit ekki meira. Ég sá þetta ekki almennilega,“ svaraði Davíð. FH hefur nú tapað tveimur leikjum í röð og þarf að koma sér aftur á beinu brautina. „Það sem er mikilvægast fyrir okkur að laga er að þegar þú ferð í fótboltaleik og ert að mæta liði þar sem þú ert fyrir fram talinn sterkari aðilinn þarftu að mæta til leiks og sýna dugnað og elju og hafa fyrir hlutunum. Við koðnuðum bara niður í seinni hálfleik í dag og þurfum að reyna að snúa því við,“ sagði Davíð að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla FH Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Sævar Atli: Getur alltaf sagt að liðsheildin sé góð en hún er virkilega góð í Efra-Breiðholtinu Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis, brosti breitt eftir sigurinn á FH, 2-1, í kvöld. Hann skoraði bæði mörk Leiknismanna í leiknum. 25. maí 2021 22:01 Umfjöllun: Leiknir - FH 2-1 | Frækinn sigur Leiknismanna Sævar Atli Magnússon skoraði bæði mörk Leiknis þegar liðið vann frækinn sigur á FH, 2-1, í 6. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 25. maí 2021 21:37 Mest lesið Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira
Sævar Atli: Getur alltaf sagt að liðsheildin sé góð en hún er virkilega góð í Efra-Breiðholtinu Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis, brosti breitt eftir sigurinn á FH, 2-1, í kvöld. Hann skoraði bæði mörk Leiknismanna í leiknum. 25. maí 2021 22:01
Umfjöllun: Leiknir - FH 2-1 | Frækinn sigur Leiknismanna Sævar Atli Magnússon skoraði bæði mörk Leiknis þegar liðið vann frækinn sigur á FH, 2-1, í 6. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 25. maí 2021 21:37