Frá þessu segir í tilkynningu frá Högum. Þar segir að undir merkjum Lemon séu reknir sjö veitingastaðir, þrír á höfuðborgarsvæðinu; á Suðurlandsbraut, Hjallahrauni og Salalaug, og fjórir á Norðurlandi undir nytjaleyfi frá Lemon; á Sauðárkróki, Húsavík og tveir á Akureyri.
Haft er eftir Finni Oddssyni, forstjóra Haga að á næstu mánuðum sé stefnt að því að opna veitingastaði Lemon á þjónustustöðvum Olís og kanna samhliða möguleika á sölu vara frá Lemon í verslunum Haga.
Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.