Allar nokkrum prósentum betri eftir komu Söru og von á æsilegu einvígi Sindri Sverrisson skrifar 27. maí 2021 10:00 Helena Sverrisdóttir og Sara Rún Hinriksdóttir eru í lykilhlutverkum hjá Val og Haukum. Helena er uppalin hjá Haukum en Sara í Keflavík. Samsett/Bára Dröfn „Þetta einvígi verður æsispennandi og býður upp á gæðakörfubolta,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir um úrslitaeinvígi Vals og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna. Einvígið hefst á Hlíðarenda í kvöld þar sem Pálína verður með þær Bryndísi Guðmundsdóttur og Rögnu Margréti Brynjarsdóttur sér til fulltingis í veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport. Valskonur unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil árið 2019 og eru enn ríkjandi meistarar eftir Covid-tímabilið í fyrra. Haukar urðu Íslandsmeistarar árið áður, í fjórða sinn í sögu félagsins, með sigri á Val í oddaleik. Þessi tvö síðustu Íslandsmeistaralið eiga það sameiginlegt að hafa haft Helenu Sverrisdóttur innanborðs. Þóra Kristín Jónsdóttir er enn með Haukum og úr meistaraliði Vals eru auk Helenu leikmenn á borð við Guðbjörgu systur hennar, Ástu Júlíu Grímsdóttur, Hallveigu Jónsdóttur og Dagbjörtu Dögg Karlsdóttur áfram til staðar. Haukar virðast toppa á réttum tíma Valur og Haukar unnu einvígi sín í undanúrslitum, gegn Fjölni og Keflavík, bæði 3-0. Pálína segir að búast megi við afar spennandi úrslitaeinvígi og bendir á hve mikið hafi breyst hjá Haukum síðustu mánuði, ekki síst með heimkomu Söru Rúnar Hinriksdóttur til landsins: „Haukar eru á mikilli siglingu á meðan að Valsstúlkur voru ekki eins sannfærandi í undanúrslitum og þær hafa verið í vetur. Þær voru að mæta nýliðum Fjölnis, sópuðu þeim vissulega út en sýndu ekki sitt rétta andlit. Það hefur verið gríðarlegur stígandi hjá Haukakonum í vetur og þær virðast vera að toppa á réttum tíma. Maður sér alveg hvað þær eru hungraðar og einbeittar á að sækja titil, svo ég held að þær verði stórhættulegar í þessu einvígi,“ segir Pálína. Sara skoraði að meðaltali 20 stig í leikjunum þremur við Keflavík, tók 6,7 fráköst og gaf 4,3 stoðsendingar. „Sara er búin að vera frábær fyrir Hauka. Hún gerir svo ótrúlega margt fyrir liðið – er bæði ógn í sókninni og líka flottur varnarmaður. Hún býr líka mikið til fyrir aðrar. Með hennar tilkomu þá blómstra hinar í liðinu ennþá meira. Það skín af þeim hvað þeim finnst skemmtilegt að spila saman og það er ofboðslega erfitt að spila á móti liði sem hefur svona ógeðslega gaman af því sem það er að gera,“ segir Pálína. Úrslitaeinvígið Fimmtudagur 27. maí: Valur - Haukar, kl. 20.30 á Hlíðarenda Sunnudagur 30. maí: Haukar - Valur, kl. 20.15 á Ásvöllum Miðvikudagur 2. júní: Valur - Haukar, kl. 20.15 á Hlíðarenda Laugardagur 5. júní (ef þarf): Haukar - Valur, kl. 20.15 á Ásvöllum Þriðjudagur 8. júní (ef þarf): Valur - Haukar, kl. 20.15 á Hlíðarenda Fróðlegt að sjá hver ætlar að stoppa Helenu Valskonur hljóta þó enn að teljast umtalsvert sigurstranglegri í einvíginu, eða hvað? „Við höfum alltaf spáð Valskonum 1. sætinu og fyrir mótið voru þær langsamlega sigurstranglegasta liðið. En auðvitað hafa Haukar síðan þá bætt Söru við sig og svo hefur Alyesha (Lovett) bætt sinn leik og hjálpað Haukaliðinu mikið, sem og Eva Margrét (Kristjánsdóttir) og fleiri. Með tilkomu Söru hafa þær allar bætt sig um nokkur prósent. Fyrir þremur mánuðum hefði ég aldrei spáð því að þetta einvígi yrði mikið einvígi, en miðað við hvernig Haukar hafa spilað undanfarið er ég viss um að þetta fari í fimm leiki og það verði spenna fram á síðustu mínútu í þessu einvígi. Það verður hins vegar fróðlegt að sjá hver ætlar að stoppa Helenu. Haukakonur eru alveg langar og sterkar, en Valskonur hafa samt meiri líkamlegan styrk í leikmönnum eins og Helenu og Ástu Júlíu. Bæði lið eru hávaxin svo það verður mikil frákastabarátta, og Haukar eru með varnarmenn sem geta dekkað Kiönu, Hallveigu og Ástu Júlíu, en það er fróðlegast að sjá hvernig Haukakonur ætla að stoppa Helenu,“ segir Pálína. Dominos-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira
Einvígið hefst á Hlíðarenda í kvöld þar sem Pálína verður með þær Bryndísi Guðmundsdóttur og Rögnu Margréti Brynjarsdóttur sér til fulltingis í veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport. Valskonur unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil árið 2019 og eru enn ríkjandi meistarar eftir Covid-tímabilið í fyrra. Haukar urðu Íslandsmeistarar árið áður, í fjórða sinn í sögu félagsins, með sigri á Val í oddaleik. Þessi tvö síðustu Íslandsmeistaralið eiga það sameiginlegt að hafa haft Helenu Sverrisdóttur innanborðs. Þóra Kristín Jónsdóttir er enn með Haukum og úr meistaraliði Vals eru auk Helenu leikmenn á borð við Guðbjörgu systur hennar, Ástu Júlíu Grímsdóttur, Hallveigu Jónsdóttur og Dagbjörtu Dögg Karlsdóttur áfram til staðar. Haukar virðast toppa á réttum tíma Valur og Haukar unnu einvígi sín í undanúrslitum, gegn Fjölni og Keflavík, bæði 3-0. Pálína segir að búast megi við afar spennandi úrslitaeinvígi og bendir á hve mikið hafi breyst hjá Haukum síðustu mánuði, ekki síst með heimkomu Söru Rúnar Hinriksdóttur til landsins: „Haukar eru á mikilli siglingu á meðan að Valsstúlkur voru ekki eins sannfærandi í undanúrslitum og þær hafa verið í vetur. Þær voru að mæta nýliðum Fjölnis, sópuðu þeim vissulega út en sýndu ekki sitt rétta andlit. Það hefur verið gríðarlegur stígandi hjá Haukakonum í vetur og þær virðast vera að toppa á réttum tíma. Maður sér alveg hvað þær eru hungraðar og einbeittar á að sækja titil, svo ég held að þær verði stórhættulegar í þessu einvígi,“ segir Pálína. Sara skoraði að meðaltali 20 stig í leikjunum þremur við Keflavík, tók 6,7 fráköst og gaf 4,3 stoðsendingar. „Sara er búin að vera frábær fyrir Hauka. Hún gerir svo ótrúlega margt fyrir liðið – er bæði ógn í sókninni og líka flottur varnarmaður. Hún býr líka mikið til fyrir aðrar. Með hennar tilkomu þá blómstra hinar í liðinu ennþá meira. Það skín af þeim hvað þeim finnst skemmtilegt að spila saman og það er ofboðslega erfitt að spila á móti liði sem hefur svona ógeðslega gaman af því sem það er að gera,“ segir Pálína. Úrslitaeinvígið Fimmtudagur 27. maí: Valur - Haukar, kl. 20.30 á Hlíðarenda Sunnudagur 30. maí: Haukar - Valur, kl. 20.15 á Ásvöllum Miðvikudagur 2. júní: Valur - Haukar, kl. 20.15 á Hlíðarenda Laugardagur 5. júní (ef þarf): Haukar - Valur, kl. 20.15 á Ásvöllum Þriðjudagur 8. júní (ef þarf): Valur - Haukar, kl. 20.15 á Hlíðarenda Fróðlegt að sjá hver ætlar að stoppa Helenu Valskonur hljóta þó enn að teljast umtalsvert sigurstranglegri í einvíginu, eða hvað? „Við höfum alltaf spáð Valskonum 1. sætinu og fyrir mótið voru þær langsamlega sigurstranglegasta liðið. En auðvitað hafa Haukar síðan þá bætt Söru við sig og svo hefur Alyesha (Lovett) bætt sinn leik og hjálpað Haukaliðinu mikið, sem og Eva Margrét (Kristjánsdóttir) og fleiri. Með tilkomu Söru hafa þær allar bætt sig um nokkur prósent. Fyrir þremur mánuðum hefði ég aldrei spáð því að þetta einvígi yrði mikið einvígi, en miðað við hvernig Haukar hafa spilað undanfarið er ég viss um að þetta fari í fimm leiki og það verði spenna fram á síðustu mínútu í þessu einvígi. Það verður hins vegar fróðlegt að sjá hver ætlar að stoppa Helenu. Haukakonur eru alveg langar og sterkar, en Valskonur hafa samt meiri líkamlegan styrk í leikmönnum eins og Helenu og Ástu Júlíu. Bæði lið eru hávaxin svo það verður mikil frákastabarátta, og Haukar eru með varnarmenn sem geta dekkað Kiönu, Hallveigu og Ástu Júlíu, en það er fróðlegast að sjá hvernig Haukakonur ætla að stoppa Helenu,“ segir Pálína.
Úrslitaeinvígið Fimmtudagur 27. maí: Valur - Haukar, kl. 20.30 á Hlíðarenda Sunnudagur 30. maí: Haukar - Valur, kl. 20.15 á Ásvöllum Miðvikudagur 2. júní: Valur - Haukar, kl. 20.15 á Hlíðarenda Laugardagur 5. júní (ef þarf): Haukar - Valur, kl. 20.15 á Ásvöllum Þriðjudagur 8. júní (ef þarf): Valur - Haukar, kl. 20.15 á Hlíðarenda
Dominos-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira