„Þykir auðvitað vænt um þær innst inni en þegar leikurinn er í gangi þá gleymum við því“ Sindri Sverrisson skrifar 27. maí 2021 22:40 Helena Sverrisdóttir á vítalínunni á Hlíðarenda í kvöld. VÍSIR/BÁRA „Við vildum gefa þeim fyrsta kjaftshöggið en vorum náttúrulega ekki alveg búnar undir að þær myndu bara skora eina körfu,“ sagði Helena Sverrisdóttir um ótrúlegan fyrsta leikhluta einvígis Vals og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn. Helena og stöllur hennar í Val voru 18-2 eftir þennan fyrsta leikhluta og unnu leikinn að lokum af öryggi, 58-45. „Við ætluðum að koma af krafti inn í leikinn og mér fannst við gera það vel. Við vissum samt að þær myndu koma til baka eftir því sem liði á leikinn en mér fannst við heilt yfir spila mjög góða vörn. Skorið var lágt og baráttan mikil, svo þetta var bara stuð,“ sagði Helena. En skynjaði hún mikið óöryggi í sínu gamla liði í þessum magnaða fyrsta leikhluta, ekki síst er leið á hann? „Verðum við ekki að gefa okkur „credit“ fyrir að hafa komið út í leikinn af svona krafti? Við gerðum það ekki í síðustu tveimur leikjum á móti Fjölni [í undanúrslitum]. Við byrjuðum flatar þar. Núna er maður strax farinn að hugsa um næsta leik. Við ætlum aftur að koma út í þann leik af fullum krafti og ekki leyfa þeim að fara af stað,“ sagði Helena. „Haukarnir eru með frábært lið og þessi fyrsti leikhluti var ekkert eðlilegur. Ég veit að þær koma dýrvitlausar í leikinn á sunnudaginn og vilja bæta upp fyrir þetta. Við vissum að þetta yrði mikil líkamleg barátta og ég er strax orðin spennt að spila aftur,“ bætti hún við. Helena er uppalin í Haukum og varð Íslandsmeistari með liðinu árið 2018 áður en hún skipti yfir til Vals þar sem hún varð svo Íslandsmeistari ári síðar. Er það enn sérstakt að mæta á Ásvelli þar sem hún hefur varið svo mörgum stundum? „Ég bý þarna við hliðina á, svo það er stutt að fara. Auðvitað ber ég sterkar taugar til þeirra því þarna er fullt af stelpum sem ég hef alist upp við að spila með eða þjálfa. Mér þykir auðvitað vænt um þær innst inni en þegar leikurinn er í gangi þá gleymum við því bara,“ sagði Helena brosandi. Dominos-deild kvenna Haukar Valur Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Helena og stöllur hennar í Val voru 18-2 eftir þennan fyrsta leikhluta og unnu leikinn að lokum af öryggi, 58-45. „Við ætluðum að koma af krafti inn í leikinn og mér fannst við gera það vel. Við vissum samt að þær myndu koma til baka eftir því sem liði á leikinn en mér fannst við heilt yfir spila mjög góða vörn. Skorið var lágt og baráttan mikil, svo þetta var bara stuð,“ sagði Helena. En skynjaði hún mikið óöryggi í sínu gamla liði í þessum magnaða fyrsta leikhluta, ekki síst er leið á hann? „Verðum við ekki að gefa okkur „credit“ fyrir að hafa komið út í leikinn af svona krafti? Við gerðum það ekki í síðustu tveimur leikjum á móti Fjölni [í undanúrslitum]. Við byrjuðum flatar þar. Núna er maður strax farinn að hugsa um næsta leik. Við ætlum aftur að koma út í þann leik af fullum krafti og ekki leyfa þeim að fara af stað,“ sagði Helena. „Haukarnir eru með frábært lið og þessi fyrsti leikhluti var ekkert eðlilegur. Ég veit að þær koma dýrvitlausar í leikinn á sunnudaginn og vilja bæta upp fyrir þetta. Við vissum að þetta yrði mikil líkamleg barátta og ég er strax orðin spennt að spila aftur,“ bætti hún við. Helena er uppalin í Haukum og varð Íslandsmeistari með liðinu árið 2018 áður en hún skipti yfir til Vals þar sem hún varð svo Íslandsmeistari ári síðar. Er það enn sérstakt að mæta á Ásvelli þar sem hún hefur varið svo mörgum stundum? „Ég bý þarna við hliðina á, svo það er stutt að fara. Auðvitað ber ég sterkar taugar til þeirra því þarna er fullt af stelpum sem ég hef alist upp við að spila með eða þjálfa. Mér þykir auðvitað vænt um þær innst inni en þegar leikurinn er í gangi þá gleymum við því bara,“ sagði Helena brosandi.
Dominos-deild kvenna Haukar Valur Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum