Að vera sænskur jafnaðarmaður eða íslenskur Guðbrandur Einarsson skrifar 29. maí 2021 08:00 Ég horfi gjarnan til Svíþjóðar þegar ég leita mér fyrirmynda. Svíþjóð er ríki sem lengi hefur verið stjórnað af jafnaðarmönnum og þeirra stefna hefur verið mér leiðarljós á þeirri leið sem ég hef reynt að feta á mínum pólitíska slóða. Í Svíþjóð hef ég búið og þar leið mér vel. Þeirra velferðarkerfi er sterkt og heldur vel utan um alla landsmenn. Viltu einfalt kerfi eða flókið? Mér þótti það sérstakt þegar ég flutti þangað, að inn um bréfalúguna komu upplýsingar um hvernig við ættum að snúa okkur varðandi þær bætur sem við áttum rétt á s.s. barna- og húsnæðisbætur. Eitthvað af þessu gerðist reyndar bara sjálfkrafa og við þurftum ekkert að hafa fyrir því að sækja um. Annað var á teningnum þegar við svo fluttum heim aftur. Þá kostaði það talsverða fyrirhöfn að komast inn í kerfið aftur. Upplýsingar sem við fengum að fyrra bragði voru takmarkaðar og stuðningur við fjölskyldufólk mun minni en við höfðum kynnst í Svíþjóð vegna þess að íslenska velferðarkerfið er tekjutengt í bak og fyrir. Heilbrigðisþjónusta hinna sænsku jafnaðarmanna Einn þáttur sem vegur þungt, þegar rætt er um velferðarkerfi, er heilbrigðisþjónusta og þar hafa Svíar staðið sig afar vel. Svo vel að að þeir hafa verið tilbúnir til að taka við sjúklingum frá Íslandi sem gefist hafa upp á löngum biðlistum og að lifa mánuðum eða árum saman við sársauka og þjáningar hér heima. Fyrirkomulag heilbrigðisþjónustu vefst ekkert fyrir jafnaðarmönnum fyrirheitna landsins og þar starfa m.a. einkareknar stofur sem taka gjarnan við sjúklingum frá Íslandi. Jafnaðarmenn á Íslandi, sem kenna sig við Samfylkinguna, virðast einhverra hluta vegna sjá einkarekinni heilbrigðisþjónustu allt til forráttu og telja að opinberir aðilar séu þeir einu sem veitt geta almennilega þjónustu á þessu sviði. Á Íslandi eru 72 heilsugæslur á vegum hins opinbera en einungis fjórar sjálfstæðar heilsugæslustöðvar, 5% af öllum heilsugæslum. Í Svíþjóð eru einkareknar heilsugæslustöðvar 496 sem er um 43% af heildarfjöldanum, sé miðað við tölur frá 2018. Einhverra hluta vegna virðast sænskir jafnaðarmenn treysta markaðnum betur en íslenskir Samfylkingarjafnaðarmenn. Ég kýs að leita í smiðju þeirra sænsku. Höfundur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í næstu alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Skoðun: Kosningar 2021 Heilsugæsla Heilbrigðismál Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Ég horfi gjarnan til Svíþjóðar þegar ég leita mér fyrirmynda. Svíþjóð er ríki sem lengi hefur verið stjórnað af jafnaðarmönnum og þeirra stefna hefur verið mér leiðarljós á þeirri leið sem ég hef reynt að feta á mínum pólitíska slóða. Í Svíþjóð hef ég búið og þar leið mér vel. Þeirra velferðarkerfi er sterkt og heldur vel utan um alla landsmenn. Viltu einfalt kerfi eða flókið? Mér þótti það sérstakt þegar ég flutti þangað, að inn um bréfalúguna komu upplýsingar um hvernig við ættum að snúa okkur varðandi þær bætur sem við áttum rétt á s.s. barna- og húsnæðisbætur. Eitthvað af þessu gerðist reyndar bara sjálfkrafa og við þurftum ekkert að hafa fyrir því að sækja um. Annað var á teningnum þegar við svo fluttum heim aftur. Þá kostaði það talsverða fyrirhöfn að komast inn í kerfið aftur. Upplýsingar sem við fengum að fyrra bragði voru takmarkaðar og stuðningur við fjölskyldufólk mun minni en við höfðum kynnst í Svíþjóð vegna þess að íslenska velferðarkerfið er tekjutengt í bak og fyrir. Heilbrigðisþjónusta hinna sænsku jafnaðarmanna Einn þáttur sem vegur þungt, þegar rætt er um velferðarkerfi, er heilbrigðisþjónusta og þar hafa Svíar staðið sig afar vel. Svo vel að að þeir hafa verið tilbúnir til að taka við sjúklingum frá Íslandi sem gefist hafa upp á löngum biðlistum og að lifa mánuðum eða árum saman við sársauka og þjáningar hér heima. Fyrirkomulag heilbrigðisþjónustu vefst ekkert fyrir jafnaðarmönnum fyrirheitna landsins og þar starfa m.a. einkareknar stofur sem taka gjarnan við sjúklingum frá Íslandi. Jafnaðarmenn á Íslandi, sem kenna sig við Samfylkinguna, virðast einhverra hluta vegna sjá einkarekinni heilbrigðisþjónustu allt til forráttu og telja að opinberir aðilar séu þeir einu sem veitt geta almennilega þjónustu á þessu sviði. Á Íslandi eru 72 heilsugæslur á vegum hins opinbera en einungis fjórar sjálfstæðar heilsugæslustöðvar, 5% af öllum heilsugæslum. Í Svíþjóð eru einkareknar heilsugæslustöðvar 496 sem er um 43% af heildarfjöldanum, sé miðað við tölur frá 2018. Einhverra hluta vegna virðast sænskir jafnaðarmenn treysta markaðnum betur en íslenskir Samfylkingarjafnaðarmenn. Ég kýs að leita í smiðju þeirra sænsku. Höfundur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í næstu alþingiskosningum.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun