Segir gróðureldavána komna til að vera Atli Ísleifsson skrifar 30. maí 2021 20:49 Frá slökkvistarfi við Guðmundarlund í Kópavogi fyrr í mánuðinum. Vísir/Vilhelm Slökkviliðsmenn hafa nú þurft að glíma við á áttunda tug gróðurelda hér á landi frá 9. apríl. Forstöðumaður brunavarna hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir gróðurelda vaxandi vá hér á landi og að efla þurfi viðbúnað og fræðslu. Til að bregðast við gróðureldaógninni hér á landi hefur Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ákveðið að setja á laggirnar starfshóp um varnir gegn gróðureldum. Fær hópurinn það verkefni að vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum í formi forvarna og fræðslu um gróðurelda, en í hópnum eiga sæti fulltrúar meðal annars frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Félagi slökkviliðsstjóra, Lögreglustjórafélagi Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Skipulagsstofnun, Skógræktinni, Veðurstofunni og Verkís. Nauðsynlegt að bregðast við Regína Valdimarsdóttir, forstöðumaður á sviði brunavarna hjá HMS og formaður starfshópsins, segir nauðsynlegt að við Íslendingar bregðumst við þessari vá þegar í stað. „Veðurfar hefur farið hlýnandi hér á landi og með aukinni gróðursæld að þá er þessi vá komin til að vera og við þurfum að vera í stakk búin að bregðast við.“ Starfshópurinn mun kortleggja nauðsynlegar breytingar á lögum og reglugerðum er snerta gróðurelda og stuðla að breytingum þar sem þess reynist þörf. Síðast en ekki síst muni hópurinn einbeita sér að því að auka viðbúnað slökkviliða og almennings. Vísir/Vilhelm Regína segir að ýmislegt sé hægt að gera til að bregðast við þessari vá. „Við þurfum að stuðla að ákveðinni vitundarvakningu um þessa vá og að almenningur sé meðvitaður um þetta og geti brugðist við. Gróðureldar koma líka til út af mannavöldum eins og sjá má með atburði víðs vegar um landið, til dæmis í Heiðmörk og annars staðar, þetta er oft af mannavöldum, íkveikja eða einnota grill eða eitthvað, sem verður til þess að það kviknar í gróðri,“ segir Regína Valdimarsdóttir hjá HMS. Gróðureldar á Íslandi Almannavarnir Tengdar fréttir Breytingar gerðar á óvissu- og hættustigum vegna hættu á gróðureldum Áfram verður í gildi hættustig vegna hættu á gróðureldum á Vesturlandi, Vestfjarðakjálkanum og Norðurlandi vestra eða frá Hvalfjarðarbotni í suðri að Tröllaskaga í norðri. Óvissustig vegna hættu á gróðureldum er áfram í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, það er frá Siglufirði og austur á Sandvíkurheiði. 28. maí 2021 13:35 Útköll vegna gróðurelda 67 talsins frá 9. apríl Slökkvilið á landinu hafa samtals þurft að sinna 67 útköllum vegna gróðurelda frá 9. apríl og er ljóst að gróðureldaváin sé komin til að vera hér á landi. 27. maí 2021 07:34 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Til að bregðast við gróðureldaógninni hér á landi hefur Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ákveðið að setja á laggirnar starfshóp um varnir gegn gróðureldum. Fær hópurinn það verkefni að vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum í formi forvarna og fræðslu um gróðurelda, en í hópnum eiga sæti fulltrúar meðal annars frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Félagi slökkviliðsstjóra, Lögreglustjórafélagi Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Skipulagsstofnun, Skógræktinni, Veðurstofunni og Verkís. Nauðsynlegt að bregðast við Regína Valdimarsdóttir, forstöðumaður á sviði brunavarna hjá HMS og formaður starfshópsins, segir nauðsynlegt að við Íslendingar bregðumst við þessari vá þegar í stað. „Veðurfar hefur farið hlýnandi hér á landi og með aukinni gróðursæld að þá er þessi vá komin til að vera og við þurfum að vera í stakk búin að bregðast við.“ Starfshópurinn mun kortleggja nauðsynlegar breytingar á lögum og reglugerðum er snerta gróðurelda og stuðla að breytingum þar sem þess reynist þörf. Síðast en ekki síst muni hópurinn einbeita sér að því að auka viðbúnað slökkviliða og almennings. Vísir/Vilhelm Regína segir að ýmislegt sé hægt að gera til að bregðast við þessari vá. „Við þurfum að stuðla að ákveðinni vitundarvakningu um þessa vá og að almenningur sé meðvitaður um þetta og geti brugðist við. Gróðureldar koma líka til út af mannavöldum eins og sjá má með atburði víðs vegar um landið, til dæmis í Heiðmörk og annars staðar, þetta er oft af mannavöldum, íkveikja eða einnota grill eða eitthvað, sem verður til þess að það kviknar í gróðri,“ segir Regína Valdimarsdóttir hjá HMS.
Gróðureldar á Íslandi Almannavarnir Tengdar fréttir Breytingar gerðar á óvissu- og hættustigum vegna hættu á gróðureldum Áfram verður í gildi hættustig vegna hættu á gróðureldum á Vesturlandi, Vestfjarðakjálkanum og Norðurlandi vestra eða frá Hvalfjarðarbotni í suðri að Tröllaskaga í norðri. Óvissustig vegna hættu á gróðureldum er áfram í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, það er frá Siglufirði og austur á Sandvíkurheiði. 28. maí 2021 13:35 Útköll vegna gróðurelda 67 talsins frá 9. apríl Slökkvilið á landinu hafa samtals þurft að sinna 67 útköllum vegna gróðurelda frá 9. apríl og er ljóst að gróðureldaváin sé komin til að vera hér á landi. 27. maí 2021 07:34 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Breytingar gerðar á óvissu- og hættustigum vegna hættu á gróðureldum Áfram verður í gildi hættustig vegna hættu á gróðureldum á Vesturlandi, Vestfjarðakjálkanum og Norðurlandi vestra eða frá Hvalfjarðarbotni í suðri að Tröllaskaga í norðri. Óvissustig vegna hættu á gróðureldum er áfram í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, það er frá Siglufirði og austur á Sandvíkurheiði. 28. maí 2021 13:35
Útköll vegna gróðurelda 67 talsins frá 9. apríl Slökkvilið á landinu hafa samtals þurft að sinna 67 útköllum vegna gróðurelda frá 9. apríl og er ljóst að gróðureldaváin sé komin til að vera hér á landi. 27. maí 2021 07:34