Landsmenn líklega ofrukkaðir um milljarða af vatnsveitum landsins Jakob Bjarnar skrifar 31. maí 2021 16:03 Breki segir vatn mannréttindi en ekki eitthvað sem hafa skuli að féþúfu. Honum sýnist blasa við að sveitarfélögin hafi hafi notað vatnsveitur sínar sem féþúfu og greitt út háar arðgreiðslur. Nú liggur fyrir að það er ólögmætt. vísir/vilhelm Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir mörg sveitarfélaganna nota vatnsveitur sem mjólkurkýr og hafi tekið út háar arðgreiðslur þaðan í gegnum tíðina. Nú liggur úrskurður samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins fyrir eftir yfirferð á gögnum sem sem bárust frá sveitarfélögum og vatnsveitum í þeirra eigu um ákvörðun vatnsgjalds. Loksins, segir Breki. Ráðuneytið telur ástæðu til að taka málefnið til formlegrar umfjöllunar og gefa út sérstakar leiðbeiningar á grundvelli 1. tl. 2. mgr. 112. gr. sveitarstjórnarlaga. „Í umfjöllun ráðuneytisins kemur fram að vatnsgjald sem lagt er á grundvelli 10. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga sé þjónustugjald og það leiðir af eðli þjónustugjalda og lögmætisreglu stjórnsýsluréttar að óheimilt er að taka hærra gjald en sem nemur kostnaði við að veita þjónustuna,“ segir meðal annars í samandreginni niðurstöðu. Vatn mannréttindi en ekki féþúfa „Í stuttu máli þýðir þetta að líkindum að flestar vatnsveitur á landinu hafi ofrukkað undanfarin ár,“ segir Breki spurður um þýðingu þessa og bendir á erindi Neytendasamtakanna þar sem á er bent að Orkuveita Reykjavíkur – vatns og fráveita sf gæti hafa innheimt vatnsgjöld sem nema milljörðum króna undanfarin ár, umfram það sem lög leyfa. „Þá greiddi vatnsveitan arð sem nam 2 milljörðum króna til eiganda síns í fyrra. Svör OR við fyrirspurnum Neytendasamtakanna voru ákaflega loðin og óljós og hafnaði OR að svara frekari spurningum og samstarfi svo hægt væri að varpa ljósi á málið.“ Í kjölfarið sendu þá Neytendasamtökin fyrirspurn til samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins þar sem spurt var um heimild OR til að greiða út arð og hvernig fjármagnskostnaður skyldi reiknaður. „Ég fagna þó þetta hefði mátt koma fyrr. Við kölluðum eftir þessu í lok 2019. Mörg sveitarfélög, meðal annarra Reykjavík, hafa litið á vatnsveitur sem mjólkurkýr og tekið út háar arðgreislur í gegnum tíðina. Það er ólöglegt, eins og sést í leiðbeiningunum, enda vatn mannréttindi, ekki féþúfa.“ Háar fjárhæðir ofteknar af vatnsveitunum Þá segir Breki það vekja athygli að einhver sveitarfélaganna hafa kosið að hunsa fyrirspurnir ráðuneytisins, þrátt fyrir að vera lagalega skyldug til þess að svara. „Áhugavert að vita hvaða sveitarfélög hunsa ráðuneytið. Þá væri áhugavert að fá upplýsingar um hvernig ráðuneytið ætlar að hlutast til um að greiðendum vatnsgjalds verði endurgreidd oftekin vatnsgjöld.“ En nú virðist tónninn í erindisbréfinu vera skamm skamm og ekki gera þetta aftur. Eða mun þetta hafa einhverja þýðingu afturvirkt? „Í ljósi þess hversu stórt málið er og varðar háar fjárhæðir frá mörgum vatnsveitum um allt land, hlýtur ráðuneytið að hlutast til um að veiturnar endurgreiði notendum oftekin gjöld, eins og það gerði með úrskurði 15. mars 2019 í kærumáli árvökuls félagsmanns Neytendasamtakanna á hendur OR um að veitan hefði oftekið vatnsgjöld af neytendum sem nam „að lágmarki“ 2 prósent árið 2016. Orkuveitan endurgreiddi síðan um milljarð, en bara af ofteknum gjöldum ársins 2016,“ segir Breki en niðurstöðu þess máls má sjá hér. Sveitarstjórnarmál Neytendur Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Sjá meira
Nú liggur úrskurður samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins fyrir eftir yfirferð á gögnum sem sem bárust frá sveitarfélögum og vatnsveitum í þeirra eigu um ákvörðun vatnsgjalds. Loksins, segir Breki. Ráðuneytið telur ástæðu til að taka málefnið til formlegrar umfjöllunar og gefa út sérstakar leiðbeiningar á grundvelli 1. tl. 2. mgr. 112. gr. sveitarstjórnarlaga. „Í umfjöllun ráðuneytisins kemur fram að vatnsgjald sem lagt er á grundvelli 10. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga sé þjónustugjald og það leiðir af eðli þjónustugjalda og lögmætisreglu stjórnsýsluréttar að óheimilt er að taka hærra gjald en sem nemur kostnaði við að veita þjónustuna,“ segir meðal annars í samandreginni niðurstöðu. Vatn mannréttindi en ekki féþúfa „Í stuttu máli þýðir þetta að líkindum að flestar vatnsveitur á landinu hafi ofrukkað undanfarin ár,“ segir Breki spurður um þýðingu þessa og bendir á erindi Neytendasamtakanna þar sem á er bent að Orkuveita Reykjavíkur – vatns og fráveita sf gæti hafa innheimt vatnsgjöld sem nema milljörðum króna undanfarin ár, umfram það sem lög leyfa. „Þá greiddi vatnsveitan arð sem nam 2 milljörðum króna til eiganda síns í fyrra. Svör OR við fyrirspurnum Neytendasamtakanna voru ákaflega loðin og óljós og hafnaði OR að svara frekari spurningum og samstarfi svo hægt væri að varpa ljósi á málið.“ Í kjölfarið sendu þá Neytendasamtökin fyrirspurn til samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins þar sem spurt var um heimild OR til að greiða út arð og hvernig fjármagnskostnaður skyldi reiknaður. „Ég fagna þó þetta hefði mátt koma fyrr. Við kölluðum eftir þessu í lok 2019. Mörg sveitarfélög, meðal annarra Reykjavík, hafa litið á vatnsveitur sem mjólkurkýr og tekið út háar arðgreislur í gegnum tíðina. Það er ólöglegt, eins og sést í leiðbeiningunum, enda vatn mannréttindi, ekki féþúfa.“ Háar fjárhæðir ofteknar af vatnsveitunum Þá segir Breki það vekja athygli að einhver sveitarfélaganna hafa kosið að hunsa fyrirspurnir ráðuneytisins, þrátt fyrir að vera lagalega skyldug til þess að svara. „Áhugavert að vita hvaða sveitarfélög hunsa ráðuneytið. Þá væri áhugavert að fá upplýsingar um hvernig ráðuneytið ætlar að hlutast til um að greiðendum vatnsgjalds verði endurgreidd oftekin vatnsgjöld.“ En nú virðist tónninn í erindisbréfinu vera skamm skamm og ekki gera þetta aftur. Eða mun þetta hafa einhverja þýðingu afturvirkt? „Í ljósi þess hversu stórt málið er og varðar háar fjárhæðir frá mörgum vatnsveitum um allt land, hlýtur ráðuneytið að hlutast til um að veiturnar endurgreiði notendum oftekin gjöld, eins og það gerði með úrskurði 15. mars 2019 í kærumáli árvökuls félagsmanns Neytendasamtakanna á hendur OR um að veitan hefði oftekið vatnsgjöld af neytendum sem nam „að lágmarki“ 2 prósent árið 2016. Orkuveitan endurgreiddi síðan um milljarð, en bara af ofteknum gjöldum ársins 2016,“ segir Breki en niðurstöðu þess máls má sjá hér.
Sveitarstjórnarmál Neytendur Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Sjá meira