KR-liðið fékk bara fjögurra daga frí eftir einvígi sitt á móti Val og hefur spilað þrjá leiki síðan að Keflvíkingar tryggðu sig inn í undanúrslitin 22. maí.
KR-ingar hafa hins vegar verið með ágæt tök á Keflvíkingum í úrslitakeppninni undanfarin ár enda slegið lið Keflavíkur út í síðustu fjórum viðureignum félaganna.
Keflvíkingar hafa ekki slegið KR-inga úr úr úrslitakeppninni síðan á síðustu öld eða síðan í undanúrslitaeinvíginu 1997. Það var fyrsta úrslitakeppni Sigurðar Ingimundarsonar með Keflavíkurliðið og þá Keflvíkingurinn Hrannar Hólm þjálfari KR-liðsins.
Það eru því liðin 24 ár og rúmir níu mánuðir síðan að Keflavík tókst síðast að senda KR-inga í sumarfrí. Þá var Deane Williams, leikmaður Keflavíkurliðsins, aðeins sex mánaða gamall sem dæmi. Flestir leikmenn Keflavíkurliðsins voru líka á leikskólaaldri 23. mars 1997 þegar Keflavík innsiglaði þennan umrædda 3-1 sigur á KR í undanúrslitunum.
Fyrirliðinn Hörður Axel var samt kominn í skóla og Reggie Dupree var búinn að halda upp á níu ára afmælið sitt.
KR hefur slegið Keflavík út samanlagt 6-1 í tveimur einvígum liðanna undanfarinn áratug en einvígi liðanna vorið 2011 fór alla leið í oddaleik eftir að Keflavík vann upp 2-0 forskot KR-inga.
KR vann einvígi liðanna árið 2009 í þremur leikjum en lokaleikurinn var fjórframlengdur.
Leikur Keflavíkur og KR í kvöld hefst klukkan 20.15 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 19.45 á sömu rás.
Einvígi Keflavíkur og KR í úrslitakeppni karla í körfubolta:
- Lokaúrslit 1989: Keflavík vann 2-1
- Lokaúrslit 1990: KR vann 3-0
- Undanúrslit 1991: Keflavík vann 2-1
- Undanúrslit 1992: Keflavík vann 2-1
- Átta liða úrslit 1996: Keflavík vann 2-1
- Undanúrslit 1997: Keflavík vann 3-1
- Undanúrslit 2009: KR vann 3-0
- Undanúrslit 2011: KR vann 3-2
- Undanúrslit 2017: KR vann 3-1
- Átta liða úrslit 2019: KR vann 3-0
-
KR hefur unnið 5 einvígi og 20 leiki
- Keflavík hefur unnið 5 einvígi og 14 leiki
- 1989-1997: Keflavík vann 5 af 6 einvígum og 11 af 19 leikjum
- 1998-2019: KR vann öll 4 einvígin og 12 af 15 leikjum
- -
Aldur nokkurra leikmanna Keflavíkurliðsins þegar Keflavík sló síðast KR út úr úrslitakeppninni:
- Arnór Sveinsson - ófæddur
- Deane Williams - 6 mánaða
- Calvin Burks Jr. - 1 árs og 3 mánaða
- Valur Orri Valsson - 2 ára og 9 mánaða
- Ágúst Orrason - 3 ára og 6 mánaða
- Dominykas Milka - 4 ára og 7 mánaða
- Þröstur Leó Jóhannsson - 8 ára og 2 mánaða
- Hörður Axel Vilhjálmsson - 8 ára og 3 mánaða
- Reggie Dupree - 9 ára og 3 mánaða