Sakfelldur fyrir nauðgun í héraðsdómi, sýknaður í Landsrétti og Hæstiréttur tekur áfrýjun ekki fyrir Samúel Karl Ólason skrifar 1. júní 2021 21:16 Hæstiréttur Íslands. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur Íslands hefur neitað að taka fyrir áfrýjun máls þar sem maður var sýknaður í Landsrétti af nauðgun. Landsréttur sneri niðurstöðu Héraðsdóms, sem hafði sakfellt manninn en honum var gert að hafa stungið fingrum inn í leggöng konu á meðan hún var sofandi. Þau höfðu þá búið saman í einhver ár og voru gift. Í stuttu máli sagt þá áttu hjónin í vandræðum í hjónabandi þeirra og voru þau á hótelherbergi þar sem þau deildu rúmi. Hún hafði farið upp í rúm nokkrum mínútum á eftir manninum og skömmu eftir það hafi hann Konan hafði haldið því fram að maðurinn hefði sett fingur í leggöng hennar en hann mótmælti því og sagðist hafa strokið á henni kynfærin. Þau sögðu bæði að við mótmæli hennar hefði hann hætt og beðist afsökunar. Í úrskurði Landsréttar segir að ekki hafi verið ljóst að maðurinn hafi gert sér ljóst að konan gæti ekki spornað gegn áleitni hans vegna svefndrunga og hafi ákveðið að nýta sér það ástand til að brjóta á henni. Viðbrögð hans við mótmælum hennar bendi til þess að svo hafi ekki verið. Héraðsdómur hafði áður sagt að sannað væri yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði stungið fingrum sínum í leggöng konunnar og var hann sakfelldur og gert að sitja í fangelsi í tvö ár. Áhugasamir geta lesið dóma bæði Landsréttar og Héraðsdóms Norðurlands eystra hér. Sögðu úrskurð Landsréttar rangan Ríkissaksóknari fór fram á að áfrýjun úrskurðar Landsréttar yrði tekin fyrir í Hæstarétti. var það gert á þeim grundvelli að úrskurður Landsréttar hefði „bersýnilega“ verið rangur. Til viðbótar við það að ekki hafi verið tekin afstaða til þess hvort maðurinn hefði gert það sem hann var ákærður fyrir né sönnunargildis mannsins og konunnar, hafi því verið haldið fram í úrskurði Landsréttar að nægilegt hafi verið að maðurinn hafi hætt eftir að konan mótmælti kynferðislegri háttsemi hans. Ríkissaksóknari sagði úrskurð Landsréttar gefa í skyn að athafnaleysi brotaþola dugi sem samþykki þegar viðkomandi er í hjúskap með geranda. Það fari gegn sjónarmiðum um samþykki, sjálfsákvörðunarrétt og kynfrelsi brotaþola, sem sé grundvöllur réttinda sem 194. grein almennra hegningarlaga eigi að vernda. 194. gr. almennra hegningarlaga Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti. Það telst einnig nauðgun og varðar sömu refsingu og mælt er fyrir um í 1. mgr. [að beita blekkingum eða notfæra sér villu viðkomandi um aðstæður eða] 1) að notfæra sér geðsjúkdóm eða aðra andlega fötlun manns til þess að hafa við hann samræði eða önnur kynferðismök, eða þannig er ástatt um hann að öðru leyti að hann getur ekki spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans. „Hann [Ríkissaksóknari] telur mikilvægt að fá úrlausn Hæstaréttar um það atriði hvort önnur viðmið gildi en endranær hvað varðar kynfrelsi fólks þegar gerandi og brotaþoli eru hjón eða sambúðarfólk,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar. Í ákvörðuninni segir að af gögnum málsins verði ekki séð að málið hafi verulega almenna þýðingu umfram þær dómsúrlausnir sem þegar hafi litið dagsins ljós. Ekki sé heldur mikilvægt af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar um atriði málsins. Þar segir enn fremur að í dómi Landsréttar séu annmarkar að ekki sé fjallað með skýrum hætti um sönnunargildi framburðar mannsins og konunnar. Þeir annmarkar séu þó ekki svo miklir að hægt sé að telja dóminn rangan að efni eða formi. Þar að auki sé sýkna Landsréttar að miklu leyti byggð á sönnunargildi munnlegs framburðar og það mat verði ekki endurskoðað fyrir hæstarétti. Því var beiðninni um áfrýjunarleyfi hafnað. Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Þau höfðu þá búið saman í einhver ár og voru gift. Í stuttu máli sagt þá áttu hjónin í vandræðum í hjónabandi þeirra og voru þau á hótelherbergi þar sem þau deildu rúmi. Hún hafði farið upp í rúm nokkrum mínútum á eftir manninum og skömmu eftir það hafi hann Konan hafði haldið því fram að maðurinn hefði sett fingur í leggöng hennar en hann mótmælti því og sagðist hafa strokið á henni kynfærin. Þau sögðu bæði að við mótmæli hennar hefði hann hætt og beðist afsökunar. Í úrskurði Landsréttar segir að ekki hafi verið ljóst að maðurinn hafi gert sér ljóst að konan gæti ekki spornað gegn áleitni hans vegna svefndrunga og hafi ákveðið að nýta sér það ástand til að brjóta á henni. Viðbrögð hans við mótmælum hennar bendi til þess að svo hafi ekki verið. Héraðsdómur hafði áður sagt að sannað væri yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði stungið fingrum sínum í leggöng konunnar og var hann sakfelldur og gert að sitja í fangelsi í tvö ár. Áhugasamir geta lesið dóma bæði Landsréttar og Héraðsdóms Norðurlands eystra hér. Sögðu úrskurð Landsréttar rangan Ríkissaksóknari fór fram á að áfrýjun úrskurðar Landsréttar yrði tekin fyrir í Hæstarétti. var það gert á þeim grundvelli að úrskurður Landsréttar hefði „bersýnilega“ verið rangur. Til viðbótar við það að ekki hafi verið tekin afstaða til þess hvort maðurinn hefði gert það sem hann var ákærður fyrir né sönnunargildis mannsins og konunnar, hafi því verið haldið fram í úrskurði Landsréttar að nægilegt hafi verið að maðurinn hafi hætt eftir að konan mótmælti kynferðislegri háttsemi hans. Ríkissaksóknari sagði úrskurð Landsréttar gefa í skyn að athafnaleysi brotaþola dugi sem samþykki þegar viðkomandi er í hjúskap með geranda. Það fari gegn sjónarmiðum um samþykki, sjálfsákvörðunarrétt og kynfrelsi brotaþola, sem sé grundvöllur réttinda sem 194. grein almennra hegningarlaga eigi að vernda. 194. gr. almennra hegningarlaga Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti. Það telst einnig nauðgun og varðar sömu refsingu og mælt er fyrir um í 1. mgr. [að beita blekkingum eða notfæra sér villu viðkomandi um aðstæður eða] 1) að notfæra sér geðsjúkdóm eða aðra andlega fötlun manns til þess að hafa við hann samræði eða önnur kynferðismök, eða þannig er ástatt um hann að öðru leyti að hann getur ekki spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans. „Hann [Ríkissaksóknari] telur mikilvægt að fá úrlausn Hæstaréttar um það atriði hvort önnur viðmið gildi en endranær hvað varðar kynfrelsi fólks þegar gerandi og brotaþoli eru hjón eða sambúðarfólk,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar. Í ákvörðuninni segir að af gögnum málsins verði ekki séð að málið hafi verulega almenna þýðingu umfram þær dómsúrlausnir sem þegar hafi litið dagsins ljós. Ekki sé heldur mikilvægt af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar um atriði málsins. Þar segir enn fremur að í dómi Landsréttar séu annmarkar að ekki sé fjallað með skýrum hætti um sönnunargildi framburðar mannsins og konunnar. Þeir annmarkar séu þó ekki svo miklir að hægt sé að telja dóminn rangan að efni eða formi. Þar að auki sé sýkna Landsréttar að miklu leyti byggð á sönnunargildi munnlegs framburðar og það mat verði ekki endurskoðað fyrir hæstarétti. Því var beiðninni um áfrýjunarleyfi hafnað.
194. gr. almennra hegningarlaga Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti. Það telst einnig nauðgun og varðar sömu refsingu og mælt er fyrir um í 1. mgr. [að beita blekkingum eða notfæra sér villu viðkomandi um aðstæður eða] 1) að notfæra sér geðsjúkdóm eða aðra andlega fötlun manns til þess að hafa við hann samræði eða önnur kynferðismök, eða þannig er ástatt um hann að öðru leyti að hann getur ekki spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira